Stéttabaráttan - 11.08.1976, Qupperneq 8

Stéttabaráttan - 11.08.1976, Qupperneq 8
Stéttabaráttan 11. ágúst. 1976. Gerum STÉTTABARÁTTUNA að málgagni verkalýðsins Kommúnistaflokkur Islands m-1 stendur nú frammi fyrir því erfiða verkefni, að byggja upp raunverulegt málgagn verka- lýðsins, málgagn sem er þess megnugt að tengja baráttu stétt- arinnar saman, miðla reynsl- unni af einstökum aðgerðum fjöldans og skipuieggja stéttina alla til sameinaðrar baráttu gegn auðvaldsþjóðfélaginu. I stefnuskrá kFl/ML er því slegið föstu, að barátta stéttar. innar sé "I smáum stfl og óskipulögð" I dag. Verkefni flokksins er að vinna að því að efla baráttu stéttarinnar, sam- eina hana til voldugs átaks gegr arðráni og kúgun. Vopn okkar í þessari baráttu er fyrst og fremst STÉTTABARATTAN. Lserum af gagnrýni fjöldansi Verkafólk hefur margoft lagt fram gagnrýni sína á blaðið og bent á, að margar greinar eru of fræðilegar og stirðar og að blaðið megni ekki að fylgjast með þeirri baráttu sem fram fer á vinnustöðunum. I þessu efni hefur vissulega margt áunnist þegar, og blaðið hefur breyst mikið til batnaðar. En þó skortir enn á að blaðið gegni hlutverki sínu á réttan hátt. Aðallega stafar þetta af þvl, að við höfum ekki hlustað nægilega á gagnrýni fjöldans og fært hana meðvit.að fram í póli- tísku starfi okkar. Enn eru of margar fræðilegar greinar, of margar skilgreiningar og yfir- litsgreinar yfir liðna atburði. Og enn eru of margar greinar um erlent efni. Erlent efni er vissulega þýðingarmikið, en þátttaka og leiðsögn I þeirri baráttu sem ásér stað álslandi er langtum þýðingarmeira. Kommúnistar verða að læra að hlusta á fjöldann og veita kröf- um hans pólitískan slagkraft, öðru vísi verða þeir ekki færir Um að leiða baráttu hans, Þetta er því hið fyrsta sem gera verð ur til þess að hægt sé að gera STÉTTABARATTUNA að raun- verulegu málgagni stéttarinnar, að sameiginlegum skipuleggjart áróðurs- og útbreiðslutæki í þjóðfélagslegri baráttu hennar. Treystum á eigin krafta! I síðasta tbl. STÉTTABARATT. IJNNAR er því réttilega slegið fram, að frumskilyrði þess, að blaðið geti orðið málgagn stétt- árinnar I réttum skilningi, sé að það komi a. m. k. vikulega út Að öðrum kosti sé ekki mögu- legt að fylgja baráttunni eftir og skipuleggja hana með blaðini: En samtímis er lögð fram röng Framhald á síðu 6. Vegið að lífskjörum smábænda Kreppan er nú farin að segja rækilega til sín I íslenskum landbúnaði. Auðvaldið mætir auknum erfiðleikum eins og ævinlega með því að þyngja byrðarnar á þeim sem verst eru setti r , I þetta skipti minni bænd um. Nýlega ákvað Stofnlánadeild landbúnaðarins að taka upp vísi- tölutryggingu á landbúnaðarlán- um. Lán til útihúsbygginga og ræktunarframkvæmda I sveitum verða framvegis verðtryggð að einum fjórða og helmingur af lanum til dráttavélakaupa. Þessi ákvörðun stjórnarflokk- anna kemur eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir bændur. Ekk Ekki bætir úr skák að seinasta ár fengust yfirleitt ekki lánveit- ingar frá Stofnlánadeildinni sem sögð var fjárvana. Kaupfélögin hafa einnig verið lokuð fyrir lánsumsóknum bænda undanfar- ið. Þetta áfremdarástand hefur valdið miklum erfiðleikum meðí al minni bænda sem hafa úr eng. um umframeignum að spila. Þeir sem lögðu I framkvæmd- ir á seinustu veltiárunum geta nú ekki haldið áfram og er rek- _________________frh. bls. 6 Skrifið sem minnst um þetta — aegir formaður Stofnlánadeildar landbúnaðarins um verðtryggingu landbúnaðarlána — Eg vil ekkl t)t mi4 um hver mln penóoulega afMate v»r vlö •fgreiftelu jxui mála I »tjórn Stofnlánadelldarlnnar. Þafi er þe»t fyrir okkur. málum vinnum. n »6 heoaum i MMtn adu Er Framsókn orðin hrædd við andstöðu bænda við kúgunar- ráðstafanir rikisstjórnarinnar Skattaálögur stórauknar Enn einu sinni er skattskráin komin út. Hneyksli ársins hrópar Þjóðviljinn og ærist yf- ir vondu lögfræðingunum og heildsölunum. "Nú vantar bara vinstri stjórn". En er málið eins einfalt og Þjv. vill vera láta. Er misréttið að kenna vondri ríkisstjórn og klókum lögfræðingum ? Er lausnin ný ríkisstjórn? Alls ekki. Það eru ekki "gloppur" I kerfinu sem valda stórfelldum skatt- svikum auðmannanna og auk- innl skattabyrði almennings. Kerfið er miðað við þetta. Helstu skattsvikararnir eru meðal forkólfa burgeisastéttar- innar og þeir setja lögin I samræmi við sína hagsmuni. Það er ósköp eðlilegt að alþýð- an þurfi af sultarlaunum sín- um að greiða þrefalt meira I gjöld heldur en milljónafyrir- tækin samanlagt, ef við höfum I huga að ríkisvaldið er ekki okkar vald. Það er tæki burg- eisastéttarinnar, atvinnurek- endanna og heildsalanna. Aukin skattpíning Skattskráin nýja boðar stórlega auknar álögur á alþýðu manna. Einstaklingar skulu nú greiða samtals I gjöld 10,3 milljarði króna sem er 43,58% hækkun frá því í fyrra. A þessum sama tfma hafa rauntekjur al- þýðuheimilanna stórminnkað og kaupið étist upp I hít verð- bólgunnar. Alþýðunnar bíða því erfiðir tímar. Þessar ó- svífnu skattaálögur eru enn eitt dæmi þess að auðvaldið hyggst koma sér út úr efnahagsörðug- leikunum með því að ráðast að lífskjörum almennings. Kaup- máttur almennings er minnkað- ur til að auka veltufjármagn burgeisanna. En þessi aðferð yfirstéttarinnar er tvfbent. Einhverjir verða að kaupa vör- urnar og minkun kaupmáttar hefur óhj ákvæmilega samdrátt I framleiðslunni I för með sér. Auðvaldið er flækt I sínu eigin neti. En nú reynir það þau ráð sem kúgarastéttir hafa ætíð reynt, að ráðast á lífskjör al- þýðunnar til að bjarga'eigin skinni. Skattlaus gróði Fátt afhjúpar misréttið I þjóð- félaginu betur en skattskráin. Fátt sýnir betur stéttareðli ríkisins. Tökum nokkur dæmi. Ríki og borg gera einstakling- um að greiða rúmlega 10 mill- jarði I opinber gjö'.d. Fýrir- tæki sleppa með 3,4 miUjarði. Hundruð fyrirtækja eru tekju- skattslaus. I fyrra voru þau 432 með um 20 milljarða veltu. Tap ríkisins þá nam 3-4 mill- jörðum. Samanburður sýnir að nú losni fyrirtæki við að greiða tæplega 7 milljarði til ríkisiris I tekjuskatt. Sú upp- hæð losar ríflega upphæð tekju- skatts allra einstaklinga I land- inu. En hvernig fara fyrirtækin að þessu ? Notfæra þau sér glopp- ur I skattakerfinu ? Nei. Kerf- ið er einmitt sniðið að gróða- hagsmunum auðherranna. Regl ur þess gera ráð fyrir skatt- frjálsum hagnaði auðfyrirtækj- anna. Eftirfarandi dæmi sýna það glögglega. Frá dögum Við. reisnarstjórnarinnar alræmdu hefur fyrirtækjum og hlutafé- lögum verið boðið upp á flýti- fyrningu. Samkvæmt því geta þau afskrifað á hverju ári um 30% af upphaflegri fjárfestingu. Ef þau skipta um eignir á 4ra ára fresti geta þau stöðugt haldið áfram afskriftunum og náð út stórgróða þrátt fyrir að bókhaldstölurnar sýni bullandi tap. Þessi fríðindi hafa marg- ir auðmenn notað sér til hins ýtrasta; eru þar sérlega gróf dæmi um úr sjávarútveginum. Fýrirtækjum er einnig heim- ilt að leggja 25% af gróða sín- um I varasjóð og er sú upphæð ekki sköttuð. Ennfremur geta i»lii|aiBfiiiuiiai»aB Gerist askrifendur Ég óska að gerast áskrifandi að STÉTTABARATTUNNI Frá og með tbl........ | Baráttuáskrift 3000. - kr. fyrir 24 tbl. | | Stuðningsáskrift 2400. - kr. fyrir 24 tbl. J Venjuleg áskrift- 1800. - kr. fyrir 24 tbl. Nafn:.............................. Heimilisfang:..................... Sendið miðann til STETTABARATTUNNAR , Pósthólf 1357 þau fengið frádrátt að vild vegna vaxtagjalda og skulda. Þetta eru aðeins örfáar af þeim leiðum sem auðfyrirtæk- in geta farið til að losna undan skattaálögum. Hér er ekki verið að leika á skattalögin, heldur verið að notfæra sér reglur þeirra. Þetta skýrir etv. út hversvegna milljóna- fyrirtæki eins og Almannatrygg ingar og Mál og Menning borga ekki eyri I tekjuskatt.' Afstaða kornmúnista Þær brýnustu kröfur sem kommúnistar hljóta að setja fram I þágu verkalýðs og vinn- andi alþýðu hvað varðar skatta- mál eru: 1. Skattar á laun lágtekju- fólks verði afnumdir. 2. Obeinir neysluskattar á nauðsynjavörur verðir afnumd- ir. 3. Skattfríðindum auðmanna og auðfyrirtækja verði útrýmt og stighækkandi sköttum komið á I raun. Auðvaldið borgi sína eigin lcreppu. Þessum kröfum verðum við að fylgja fast eftir jafnt I pólit- ísku baráttunnni sem og kjara- baráttunni. Það gefur auga leið að kauphækkanir eru lítils virði ef þeim er eytt jafnóðum með hækkuðum sköttum. Það verður jafnframt að vera ljóst að misréttið og skattpíningin á láglaunafólk verður ekki "lag- fært" eftir leiðum þingræðisins og með stuðningi "velviljaðrar" ríkisstjórnar. Ríkisvaldið á Islandi f dag er út og I gegn kúgunartæki yfirstéttarinnar. Það er alltaf notað til að nfðast á kjörum alþýðunnar hvaða flokksnafn sem ráðherrarnir bera. Það er aðeins eftir leið- um fjöldabaráttunnar og bar- áttusamfylkingar sem árangur getur náðst I baráttu vinnandi alþýðu til varnar liagsmunum sínum. -/MVS ENGAR TEKJUR HJA MÁLI OG MENNINGU? Undanfarið hefur Þjóðviljinn gert sér tíðrætt um hið umtal- aða skattleysi stórfyrirtækja. Hefur verið blásið I herlúðra á síðum Þjv. gegn þessum ósóma Þó kvað við eilftið fölskum tón hér um daginn, þegar afhjúpan- ir blaðsins lentu á þeim sem síst skyldi, sjálfu óskabarni ís- lenskra alþýðubandalagsmanna, Mál og Menningu. Þjv. ljóstr- aði því nefnilega upp að þessi stærsta bókaverslun landsins greiðir ekki eyri í tekjuskatt. llvernig skyldi standa á því? Mann fer að . gruna að yfirlýst- ur heiðarleiki Alþýðubandalags- ins og fyrirtækja þess sé aðeins á yfirborðinu. Undir niðri sé sama fjármálaspillingin og úr- kynjunin og hjá öðrum gróða- fyrirtækjum. M Fátæklingur ? Ekki lítur hann út fyrir að vera neinn fátæklingur þessi. En skattskráin lýgur ekki. Og hún segir: Kristni Finnbogasyni, framkvæmdastjóra Tímans og fjáraflamanni með meiru, skal gert að greiða til ríkis og bæj- ar alls kr. 326. 037. Hér getur aðeins verið um tvennt að ræða. Annað hvort eru öll fjársvika- málin sem Kristinn er tengdur við að gera hann gjaldþrota eða að eitthvað er bogið við skatt- framtalið. En þvf trúum við náttúrulega ekki um svona heið- ursmann. Hægri hönd dóms- málaráðherrans getur varla gert svoleiðis. M. Kristinn Finnbogason f góðum félagsskap.

x

Stéttabaráttan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.