Stéttabaráttan - 16.09.1976, Blaðsíða 2

Stéttabaráttan - 16.09.1976, Blaðsíða 2
STETTABARATTAN 16. tbl. 16/9 1976 cn Stéttabaráttan 16. tbl 5. árg. 16/9. 1976. t)tg. : Kommúnistanokkur Is- lands m-1. STÉTTABAHATTAN kemur út hál fsmánaðarlega. Póstlang: I’ósthólf 1357, Rvík. Kími: 2 78 10. llitstj. íi ábm: Olafur Ingólfsson GÍró:278l 0. Að undaníörnu hafa skattarnir verið aðalumræðuefni alþýðufólks. Astæðan fyrir því er fyrst og fremst sú, að skattskráin opinberar alveg sérstaklega misréttið í þjóðfélaginu, hvernig erfiðleikum atvinnuveganna og röíisbúskaparins er velt yfir á herðar vinnandi fólks, sem verður að borga brúsann, á meðan stóreignamenn og braskarar sleppa við öll meiriháttar gjöld til rfkis- ins. En hverju er um að kenna? Eru það afglöp embættis- manna eða gloppur í skattakerfinu, sem orsaka þessa gífurlegu skattpíningu á láglaunafólki, samtímis sem fjölmargir auðmenn borga lítinn sem engan tekjuskatt? Nei, þvert á móti. Skattalögin eru einmitt sniðin fyrir stóreignamennina, braskaralýðinn og borgaralega em- bættismenn. Þeir notfæra sér lögin til að svíkja undan skatti. A þetta hefur verið bent með óyggjandi rökum í Stéttabaráttunni. Venjulegur verkamaður hefur aftur á móti enga möguleika á því að komast hjá útgjöldum til ríkisins, Hver einasta króna, sem hann vinnur sér inn er gefin upp til skatts. I ár má ætla, að fyrirtæki losni við að borga tæplega 7 milljarði I tekjuskatt til ríkisins, en sú upphæð losar rfflega upphæð tekjuskatts allra eínstaklinga I landinu. Skattskráin afhjúpar betur en nokkuð annað stéttaand- stæðurnar í auðvaldsþjóðfélaginu, þann gifurlega að- stöðuinun sem borgarastéttin býr við annars vegar og verkalýðurinn og öil vinnandi alþýða hins vegar. Þann- ig afhjúpast líka hvernig ríkisvaldið er notað f þágu at- vinnurekenda til að arðræna og kúga verkalýðinn. Baráttan gegn ranglæti skattalaganna er því eitt brýn- asta hagsmunamál verkalýðsins. í þvf máli hefur Kommúnistaflokkur Islands sett fram eftirfarandi kröf- ur: 1. 2. Skattar á launum lágtekjufólks verði afnumdir. Söluskattur á nauðsynjavörum verði numinn úr gildi. 3. Skattar á auðfyrirtækjum verði stórhaáíkaðir og öllum lögum um skattfríðindi fyrirtækja útrýmt. Það er í skjóli einkaeignarréttarins á framleiðslu- tækjum, verslun og þjónustu, sem borgarastéttin veltir byrðum sinnar eigin kreppu yfir á herðar verka- lýðsins, sem skattskráin er skýrt dæmi um. Þetta misrétti og þetta ranglæti verður ekki að fullu afnumið nema það þjóðskipulag, sem gerir ráð fyrir slíkum leikreglum verði afnumið. Þess f stað verður að berj- ast fyrir því, að því þjóðskipulagi, sem sniðið er að þörfum vinnandi fólks til sjávar og sveita verði komið á - þjóðskipulagi sósíalismans. 3/9 Fréttatilkynning Kommúnistaflokkur íslands ml hélt mótmælafund fyrir utan sovéska sendiráðið þ. 21. ágúst í tilefni þess að átta ár eru liðin frá innrás - inni í Tékkóslóvakíu. Nú hefur það komið opinber- lega fram að sovéska sendi- ráðið krafðist þess af íslensk- um stjórnvöldum að fundur- inn yrði bannaður. Til rök- stuðnings kröfu sinni vísuðu fulltrúar sendiráðsins til Helsinkisamkomulagsins. Framkvæmdanefnd mið- stjórnar KFf/ML fordæmir harðlega þessi ósvffnu af- skipti sovéska sendiráðsins af íslensku innanríkismálum. Þessi tilraun fulltrúa sósíal- heimsvaldastefnunnar til að hafa áhrif á íslensk málefni er skýrt dæmi um afstöðu þeirra til fullveldis annarra ríkja. Ennfremur sýnir þetta atvik hvaða tilgang ráðstefn- an um frið og öryggi f Evr- ópu (Helsinkiráðstefnan) hafði í rauninni af hálfu Brésnéfs. A íslandi mótmæla sósíal- heimsvaldasinnarnir "and- sovéskum" athöfnum með yf- irlýsingum. En í Austur- Evrópu beita þeir vopnum og opnum kúgunaraðgerðum. Framkvæmdanefndin hvetur íslenska alþýðu til þess að auka árvekni gagnvart til- raunum risaveldanna, Sovét- ríkjanna og Bandarfkjanna, til að skerða fullveldi annarra ríkja með freklegum afskipt- um af innanríkismálum þeirra F. h. Framkvæmdanefnd- ar miðstjórnar Komm- únistaflokks Islands ml Gunnar Andrésson (sign) Til áskrifenda Hið sanna eðli Helsinki sáttmálans kemur í Ijós: Sovétríkin vilja banna löglegan fund Sovéska sendiráðið f Reykjavík krafðist þess að íslensk yfir- völd bönnuðu mótmælafund KFl/ML fyrir utan sendiráðið þ. 21. ágúst s. 1. Tilefni fundarins var að 8 ár eru liðin frá því að sovéski herinn réðist inn í Tékkóslóvakíu og var það til- efni notað til þess að vekja athygli á og fordæma stríðsundir- búning sósíalheimsvaldasinnanna. Krafa sendiráðsins var rökstudd með tilvísun í Helsinkisamþykktina án þess þó að sérstakar greinar hennar væru tilgreindar. Með þessari að- gerð sinni hul'a fulltrúar sovétstjórnarinnar afhjúpað hvaða augum þeir líta samþykktina og í hvaða tilgangi sósíalheims- valdasinnarnir undirrituðu hana. Tilgangurinn var eingöngu sá að réyna að slá ryki í augu alþýðunnar um allan heim með talinu um öryggi og samvinnu Evrópu - sam);ímis því sem stríðsundirbúningur er hertur til muna. NÚ hefur fjöldi áskrifenda fengið senda gfróseðla til inn- heimtu á gjaldföllnum áskrifta gjöldum. Ritstjórn skorar á alla þá sem hafa fengið gíró- seðil að greiða hann við fyrsta tækifæri í næsta póst- húsi eða banka. Sú rukkun sem nú fer fram nær til 12. tbl. '76 og er stefnt að því að allir áskrifendur verði skuldlausir innan skamms. Næsta rukkunarherferð verð- ur sfðan framkvæmd í haust og vetrarbyrjun. Það fé sem nú kemur inn fer að mestu í að undirbúa útgáfu STÉTTA- BARATTUNNAR sem viku- blaðs. Askrifendur mega því ekki liggja á liði sfnu. HVERNIG KEMST ÞU f SAM- BAND VIÐKOMMUNISTA- FLOKK ÍSLANDS/ML ? Miðstjórn : Pósthólfl357 Reykjavík, einnigísíma 27810. Ritstjórnir Stéttabaráttunae.r og Rauða fánans: Pósthólf 1357, Rvík, einnig í síma 27810 Reykj avfkurdelld: Lindargötu 15, sími: 27810. Akureyrardeild: Guðvarður M. Gunnlaugsson, Helga- magrastræti 23, einnig póst- hólf 650, Akureyri. Suðurnesjadeild: Jónas H. Jónsson, Holtsgötu 26 Njarð- vík, sími; 2641. Hafnarfjörður: Fjóla Rögn- valdsdóttir, Vitastíg 3. Neskaupstaður: Stuðnings- deild c/o Messíana Tómasdóttir, um. Snæfellsnes: Sigfús Almars- son, Skólabraut 10, Ilellis- sandi. Hvar geturðu keypt Stéttabar— áttuna ? SUÐURLAND: Reykjavík: Rauða stjarnan, Lindargötu 15. Bóksala stúdenta í Félags- stofnuninni v/ Hringbraut. Einnig fæst blaðið nú í mörg- um söluturnum. Suðurnes: Hrólfur B. Agústss. Háaleiti 5, Keflavík -. Hafnarfjörður: Fjóla Rögn- valdsdóttir, Vitastíg 3. Vestmannaeyjar: Guðrún Garðarsdóttir, Þorlaugsgerði. VESTURLAND: Hellissandur: Sigfús Almars- son, Skólabraut 10. OLAFSVIK: Jón Guðmundsson Ölafsbraut 20 ÍSAFJÖRÐUR: Kristinn Karlsson Fjarðarstræti 9 NORÐURLAND: Akureyri: Guðvarður Gunn- laugsson, Helgamagrastræti 23 Siglufjörður: Söluturnin við Aðalgötu. Húsavík: Þórarinn Ölafsson, Sólbrekku 5. AUSTURLAND: Neskaupsstaður: Messiana Tómasdóttir, Islendingar erlendis.___ Nú getið þið keypt Stéttabar- áttuna hjá umboðsmönnum okka f nokkrum borgum á norður- löndum. NOREGUR: Oslo: Katrfn H. Andrésdóttir, Sogn Studentby 1310, Oslo 8. SVfÞJÖÐ; SOLNA: Magnús Sæmundsson, Kungshamra 23a, 17170, Solna. LUNDUR: Jón RÚnar Sveinsson, Kamnarsvágen 5 D: 218 222 46 Lund. DANMÖRK: ÁRHUS: Magnús Þorgrímsson, Börglum Kollegiet v 444, Börglumsvej 2, 8240 Risskov. Láttú Stéttabaráttuna flytja med þér Askrifendur STÉTTABAR- ATTUNNAR flytja eins og annað fólk - en alltof margir trassa að tilkynna okkur nýja heimilisfangið tfmanlega og sumir gera það aldrei. Láttu það ekki henda þig ef þú flytur. Tilkynntu okkur við fyrsta tækifæri hvert á að senda blaðið þegar þú flyt- ur. Eins og Stéttabaráttan skýrði frá á sínum tíma (8. tbl. '75), þá var tilgangur Brésnefs með Ifelsinkiráðstefnunni eingöngu sá að reyna að freista þess að slá ryki í augu alþýðu heims- ins með friðarhjali sínu. Sam- tímis því sem talið um öryggi og samvinnu gerist háværara þá. er framleiðsla vfgvéla auk- in. Allt tal Brésnefs og Fords um "slökun" spennu er jafn gegnum falskt og yfirlýsingar sósíalheimsvaldasinnanna um að þau virði rétt annarra ríkja til að ráða sínum málum sjálf. Lítum aðeins á þann texta sem Brésnef og Ford undirrit- uðu í Helsinki. Þar segir m. a. "Þátttökuríkin munu ekki á neinn hátt, beinan eða óbeinan, hvert fyrir sig eða sameigin- lega, hlutast til um innanríkis- mál eða utanríkismál, sem falla undir lögsögu einhvers annars þátttökuríkis, hvernig sem gagnkvæmu sambandi þeirra er háttað." Ennfremur. "Þátttökuríkin munu virða mannréttindi og grundvallarfrelsi, þ. á. m. hugsana-, samvisku-, trúar- bragða- eða sannfæringar- frelsi án tillits til kynþáttar, kynferðis, tungu eða trúar- bragða." Eru aðgerðir sovéska sendi- ráðsins hér, þegar það reynir að fá löglegan fund bannaðan hérlendis, í samræmi við íhlut- unarleysi um innanríkismál ? - eða virðingu á grundvallar- frelsi? ? Krafan um að fundur KFÍ/ML væri bannaður sýnir að Kreml- herrarnir hyggjast nota Hels- inkisáttmálann til þess að þagga niður í þeim röddum sem vinna að því að afhjúpa hið sanna eðli sovétstjórnarinnar í dag. Þeir telja sig geta gert kröfur sem eru í fullkomnu ó- samræmi við stjórnarskrár viðkomandi landa, þeir virða ekki sjálfstæði annarra landa f raun. Þrátt fyrir fögur orð í Helsinkisamþykktinni þá er staðreyndin sú, að undirskrift heimsvaldasinnanna er ekki einnar krónu virði fyrir alþýðu heimsins. Fulltrúar Brésnefs (sem var aðalhvatamaður að Ilelsinki- ráðstefnunni) hér á landi hafa fært okkur í hendur fyrirtaks dæmi um að svo sé. Hinir nýju keisarar í Kreml létu heri sína ráðast gegn fékk- neskri alþýðu og þeir hinir sömu herrar undirrituðu Hels- inkisamþykktina sem m. a. fjallar um virðingu fullveldis, friðhelgi landamæra, friðsam- lega lausn deilumála, andstöðu gegn valdbeitingu, flilutunar- leysi um innanríkismál o.fl.o.fl Þarf frekari yitna við um eðli sósíalheim|svaldasinnanna og tilgang Helsinkisamþykktar- innar ? Brésnéff brosir blftt og er reiðubúinn tií að undirrita alls konar samninga um viðurkenningu á fullveldi annarra rfkja. Það var Hitler líka. fynd frá mótmælafundinum.

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.