Stéttabaráttan - 16.09.1976, Blaðsíða 5

Stéttabaráttan - 16.09.1976, Blaðsíða 5
STETTABARATTAN 16. tbl. 16/9 1976 Vopnuð barátta gegn Apartheid Alþýða Asaníu (eða S-Afríku eins og landið heitir á máli vestrænna landabréfabóka) hef- ur nú risið upp gegn kúgun og ógnarstjórn hinnar hvítu yfir- stéttar. I áratugaraðir hefur yfirstétt Asanfu notað aðskiln- aðarstefnuna svonefndu (apart- heid) til að festa sjálfa sig í sessi og sundra einingu alþýð- unnar. I Asanfu eru 4 kynþættir. Fjölmennastur þeirra eru svertingjar (uþb. 70%) en mun færri eru menn af asfsku bergi brotnir, kynblendingar og hvít- ir menn. Yfirvöld f Asanfu hafa veitt þessum kynþáttum mismunandi mikil réttindi og þannig sáð fræi sundrungar meðal hinna kúguðu. Einn þátt ur í aðskilnaðarstefnu stjórn- arinnar er stofnun hinna svo- kölluðu "sjálfstjórnarsvæða". Svæði þessi eru ekki sjálfstæð nema að nafninu til en tilvist þeirra hefur hins vegar stuðl- að að enn frekari sundrungu meðal asanskrar alþýðu. Fjöldi fólks nefur verið rifið úr heimahögum sínum og flutt nauðugt til sjálfstjórnarsvæð- anna. Jafnvel hafa íbúar heilla þorpa verið fluttir slíkum nauðungar flutningum. En tilraunir íasistastjórnar- innar til að sitja áfram í valda. stóli með hjálp æ meiri harð- stjórnar eru fyrirfram dauða- dæmdar. Alþýða Asaníu sam- einast nú óðum í baráttunni fyrir réttlætinu. Kynblending- ar, asíumenn og meira að segja hluti hvítra manna ganga nú í raðir hins stríðandi meiri- hluta, Alþýðan hefur lært af sárri reynslu undanfarinna ára Er svertingjar mótmæltu friðsamlega árið 1960 lögum ■ er skylda þá, sem af svörtu bergi eru brotnir, til að bera persónuskilríki, skaut lögregl- an á mannfjöldann - án nokk- urrar viðvörunar. Þá létust 69 manns og 168 særðust. Og harðfylgi lögreglunnar eykst stöðugt. pyrir rúmlega tveim- ur mánuðum mótmæltu skóla- börn því að vera neydd til að læra á máli kúgara sinna í skólum. Þá framdi lögreglan fjöldamorð á börnum sem ekki einu sinni höfðu ná 16 ára aldri. Þetta eru tvö dæmi um þær mannfórnir sem kennt hafa asanskri alþýðu þann bitra sannleik að barátta fyrir mann- sæmandi lífi í lögreglurfld verður ekki háð án vopna. Harðstjórn Vorsters hefur sjálf ákveðið örlög sín. I Asaníu eru nú tvær hreyf- ingar sem stofnaðar eru til að berjast gegn fasistastjórninni. Völdin í annarri hreyfingunni, ANC, eru f höndum endurskoð- unarsinna - þ. e. raunverulega fulltrúum heimsvaldasinnanna í Moskvu. Þar til nýlega var ANC á móti vopnaðri baráttu, enda höfðu margir af forystu- mönnunum sameiginlegra hags- muna að gæta með Vorster- klíkunni. En hreyfing fjöldans hefur neytt ANC til breyttrar afstöðu til vopnuðu baráttunnar Allt kemur þó fyrir ekki. pylgi ANC minnkar og klofn- ingur er innan hreyfingarinnar Fjöldinn hneigist æ meir til fylgis við frelsishreyfinguna PAC, enda hefur hún sýnt heið- arleika sinn og hollustu við fjöldann með virkri þátttöku í átökum síðastliðinna tve^ja mánaða. En atburðirnir í Asaníu eru hluti af stærra ferli. Hér fyr- ir framan hefur komið fram að rússnesku heimsvaldasinnar- nir reyna nú að ná ítökum inn- an frelsishreyfingarinnar f þeirri von að Asanía lendi ein- hvern tímann á áhrifasvæði þeirra. En núverandi valdhaf- ar, Vorster-klfkan, eru ekki annað en leppar NATO og Bandarflijanna. Vesturveldin halda þannig fasistastjórninni uppi með fjárframlögum og fá f staðinn sinn skerf af auðæfum Asaníu. Ljóst er að skollaleik- ur risaveldanna er beint sem óbeint uppspretta þess stjórn- arfars sem enn ríkir í Asanfu. En alþýða landsins berst ó- trauð við hlið bræðra sinna í öðrum löndum þriðja heimsins gegn auðvaldi og heimsvalda- stefnu. Jarðskjálftarnir i Kina Sigur yfir náttúrunni Hinir feiknarlegu jarðskjálftar sem urðu á Tangshan - Feng- nan svæðinu í Kína fyrir skemmstu, eru gott dæmi um yfirburði hins sósíalíska þjóð- skipulags yfir auðvaldsþjóð- félaginu. Þeir sýna, að þá fyrst þegar hinn vinnandi múg- ur er orðinn herra yfir þjóðfé- laginu reynist unnt að sigrast á hamförum náttúrunnar, jafn- vel þótt þær séu eins hrikaleg- ar og raun ber vitni um í Tangshan - Fengnan. Fyrr á öldum voru jarðskjálftar mestu ógnvaldar fyrir alþýðu Kína. Tugir og jafnvel hundr- uð þúsunda misstu eignir sínar og týndu lffi í geysilegum jarð- hræringum og afturhaldsmenn- irnir sem stjórnuðu landinu stóðu ráðþrota gagnvart eyði- leggingunni og hirtu í engu um líf og tjón milljónafjöldans. En Kfna nútfmans, undir ör- uggri handleiðslu verkalýðs- stéttarinnar hefur unnið mark- visst að því að útrýma hættunni af jarðskjálftunum. í Tang- shan milljónaborginni sem varð verst úti í jarðskjálftan- um kom hugrekki og agi alþýð- unr.ar í veg fyrir að ógnarleg- ar afleiðingar fylgdu f kjölfar- ið. "Verið staðföst, hræðist eng- ar fórnir og vinnið bug á sér- hverjum erfiðleikum til að öðl- ast sigur. " Þessi orð Maó formanns hafa verið leiðarljós hinnar hetju- legu alþýðu Tangshan-borgar í baráttunni gegn hamförum náttúrunnar. Hópar verkafólks hafa flykkst til björgunarstöðv- anna og enginn hefur skotist undan erfiðleikunum sem við hafa blasað. Og fórnfýsin og hetjulundin bar líka rflíulegan ávöxt. A skömmum tfma tókst að koma rafveitu til borgarinn- ar í samt horf og vatnsmiðlun komst svo fljótt á aftur að furðu gegnir. Skömmu eftir jarðskálftana voru járnbrautir og vegakerfi endurbyggð og hinar mikilvægu Kailun kola- námur komust aftur f gagnið. Tæpur mánuður leið þar til kolanámuverkamennirnir gátu hafið framleiðslu í námunum að nýju,- Hinir skelfilegu atburðir 28. júlí höfðu ekki svipt verkafólk- ið óbilandi kjarki sínum, held- ur gert það enn ákveðnara f að byggja sósíalísku framleiðsl- una upp hraðar og betur, landi sínu og stétt til hagsbóta. Meira að segja fengu áskrifend- ur dagblaðsins "Tangshan-vinn- an" blöðin fljótlega send í tjöld- in þar sem þeir bjuggu meðan hættuástandið varaði og hvatn- ingar og pólitísk leiðsögn blaðs- ins höfðu mikla þýðingu við skipulagningu endurreisnar- starfsins. Jafnvel skólar voru settir upp í tjöldum og fyrsta lexía nemendanna var "Maður- inn mun sigrast á náttúrunni. " Maó formaður og miðstjórn Kommúnistaflokks Kfna sendi frá sér orðsendingu til fbúa jarðskj álftasvæðanna og Ilua Kuo Feng, forsætisráðherra, tók persónulega að sér leiðsögn uppbyggingarstarfsins. Ifann er vanur slíku skipulagsstarfi (stjórnaði til að mynda byggingu áveitukerfis í heimafylki sfnu, Hunan, fyrr á árum) og þraut- reyndur leiðtogi. Fólkið sýndi ótrúlega hetju- lund. Þrátt fyrir missi ástvina hugsuðu leiðtogar flokksdeildar Tangshan-borgar fyrst og fremst um hagsmuni stéttar- innar. Bændurnir í kommúnun- um umhverfis Tangshan biðu mikið eignatjón, þegar hús þeirra hrundu saman í skjálft- unum. En fyrsta hugsun þeirra var, að verkalýður Tangshan yrði að fá matarbirgðir til þess að brauðfæða fjöldann sem misst hafði eignir sínar í hörm- ungunum. Aðaláherslan er lögð á að endurreisa framleiðsl. una og endurbyggja heimili fólksins. Þrátt fyrir óskaplega erfið skilyrði hafa margar verksmiðjur hafið starf að nýju. Sigur Tangshan er Ifka sigur yfir endurskoðunarstefnunni Verkalýður Tangshan-borgar mun hvorki beygja sig fyrir náttúruöflunum, né heldur þeim öflum sem reyna að endurreisa arðránsþjóðfélag kapitalismans í Kfna. Þeir hafa eflt gagn- rýni sfna á endurskoðunarsinna og sýnt umheiminum hvers megnug alþýðan er, þegar hún lýtur marxískri-lenfnískrileið- sögn Maó formanns og Komm- únistaflokksins. Verkafóli<ið í Tangshan segir: Borgin okkar er hrunin og við höfum horft á náttúruna leggja uppbyggingar - störf okkar í rústir. En við munum reisa nýja og enn fallegri Tangshan og við mun- um halda áfram að byggja upp sósíalismann með endurnýj- uðum krafti. Aðstoð hefur borist hvaðan- æva að úr Kína. LEeknar, verkfræðingar, baráttuhópar verkamanna, tæknimenntað fólk og aðrir sjálfboðaliðar hafa hópast til Tangshan til að taka þátt f endurbyggingu og viðreisn borgarinnar. Eftir skjálftana fluttu flugvélar, þyrlur, vörubflar og járn- brautarlestir vistir og sjúkra- gögn í geysilegu magni til Tangshan svæðisins. Verka- fólk í Peking lagði á sig marg- falda vinnu til að auka fram- leiðslu sfna nægilega til þess að geta séð jarðskjálftasvæðun- um fyrir brýnustu nauðsynjum. Fjölmargir hröðuðu sér á vett- vang til að taka þátt í björgun- arstörfunum, en þeir sem eft- ir urðu margefldu starf sitt og þrátt fyrir að þeir væru lið færri juku þeir framleiðsluna um mikið magn. Barátta verkalýðsins í Targ- shan og öðrum hlutum Kína hefur sannað umheiminum, að maðurinn er þess umkominn að vinna bug á jafn ógnarlegum hamförum náttúrunnar og þessum jarðskjálftum af eigin rammleik. Lykillinn að sigrum tangshan- búa er þjóðfélagsleg völd verkalýðsstéttarinnar. Sam- félagsleg skipulagning sósíal- ismans hefur enn einu sinni sýnt yfirburði sína yfir ein- staklingshyggju auðvaldsþjóðfé- lagsins og samtakamátt sinn gagnvart náttúruöflunum. Ekk- ert fær komið verkalýðsstétt Kína á kné, hvorki einangrun heimsvaldasinna, fjárkúganir sósíalheimsvaldasinna, né skelfingar náttúruhamfaranna. Þeir tímar munu koma, þegar alþýða alls heimsins mun feta í fótspor kínverskrar alþýðu og samfélagsleg skipulagning mannkynsins mun fá þvf áork- að, að hættunni af náttúruham- förum verður útrýmt. Reynsla verkalýðsins f Tangshan er mikilsvert fordæmi fyrir alþýðu alls heimsins, jafnframtþví sem hún er sigur yfir eyðilegg' ingaröflunum sem berjast gegn alræði öreiganna í Kfna. -/KG • •• Kt ftuflV mAí PORTUGAL: MOTMÆLI GEGh| SPINOLA Tugþúsundir gengu um götur Lissabon þann 12 ágúst til að mótmæla því að Spinola fyrr- verandi forseta skyldi leyft að koma inn í landið á nýjan leik. Mikil verkföll áttu sér stað í mótmælaskyni, og í iðnaðar- borginni Setubal lá næstumöll vinna niðri. Þessar aðgerðir sýna vel það hatur sem alþýða Portugal hefur á Spinola, sem í tvígang hefur reynt hægri- valdarán, og er leiðtogi ELP, ólöglegra fasistasamtaka. Afstaða stjórnarinnar að leyfa Spinola að fara frjáls ferða sinna eftir dags yfirheyrslur sýnir að í Portugal fá fasistar og hasgri-öfgamenn að vaða uppi, á sama tíma og vinstri- mönnum eru settar hömlur og ríkisvaldinu beitt gegn fag- legri og pólitískri baráttu verkafólks. Sama dag og það var kunngert að Spinola fengi landvist var kunngert að tveir síðustu vinstrisinnuðu her- foringjarnir hefðu verið leystu | frá störfum fyrir að neita að hlýða fyrirskipunum. Þeir neituðu að beita hernum gegn samyrkjubúum smábænda í S-Portueal. FORD/FMUM ÍTALSKA FASISTA; Ungur ítalskur námsmaður úr verkalýðsstétt, Gaetano Amor so lést fyrir skömmu eftir að hafa verið barinn til óbóta af fasistum í götubardögum í Mflano í apríl s. 1. Gaetano, sem var 21. árs að aldri, var meðlimur í Marx-leniniska Kommúnistaflokk Italíu, og framarlega f and-fasiskum fjöldasamtökum. Hann tók virk| an þátt í fjöldabaráttu verka- lýðs og and-fasista fyrir sósíalj isma og frelsi. Þegar félagar úr ritnefnd Stéttabaráttunnar voru á ferð um ítalíu f fyrra dvöldu þeir í Mflano í boði Marx-leniniska-| Kommúnistaflokksins (PCMLI )| og kynntu sér m. a. starf and- fasísku fjöldasamtakanna sem Gaetano Amorso starfaði með. Með dauða hans hefur enn eitt fórnarlambið fallið fyrir of- beldisverkum fasista, en ár- lega eru fjöldi and-fasista myrtir með fullri vitneskju yfirvalda, sem þó gera ekkert til að hindra starfsemi fasista.l Dauði Amorso hefur orðiðand-f fasistum hvatning til að herða enn baráttuna gegn morðingjur hans og láta ekki staðar numið | tyrr en alþýðan hefur kollvarp- að auðvaldsþjóðfélaginu og kom| ið fasistahyskinu undir græna torfu. Stéttabaráttan sendir félögum okkar á Italíu baráttukveðjur. Niður með fasismann! VERKFÖLL I MEXICO Atta daga verkfalli sem verka- I menn í Volkswagenverksmið- junum í Puebla í Mexico háðu lyktaði með fullum sigri, Ilinir þýsku eigendur neyddust til að hækka laun 7000 verka- manna um 17% og stytta vinnu- tíma þeirra. ÁSTRALIA; ALLSHERJAR - VERKFALL. Liu Chin-cheng, flokksritari í Santsun-héraði var einn þeirra sem siösuðust í jarðskjálftanum. Þrátt fyrir það hóf hann þegar skipulagsstarf meðal fjöldans \ ið enduri’eisn framleiðslunnar og dýpkun gagnrýnisherferðarinnar gegn Teng Hsiao-ping og hægri kenningum hans. Meira en þrjár milljónir ást- ralskra verkamanna, eða nær 50% allra verkamanna í Astra-| liu mættu ekki til vinnu 12 júní | sl. til að mótmæla breytingum | á heilsugæslu og sjúkrasam- lagi sem stórlega rýrði kjör ogj möguleika verkamanna til heil-j brigðisþjónustu.

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.