Stéttabaráttan - 16.09.1976, Blaðsíða 3

Stéttabaráttan - 16.09.1976, Blaðsíða 3
STÉTTABARATTAN 16. tbl. 10/i) 197(i 1X1 Vel heppnuð undirskriftasöfnun: Lög um 17 þúsund söf nuðust námsefni Nú er undirskriftasöfnuninni gegn lokun mjólkurbúða lokið. STÉTTABARATTAN fékk þær upplýsingar frá starfshópnum, sem stóð að söfnuninni, að þetta hefði gengið mjög vel og fengið góðar undirtektir. Alls söfnuðust a. m. k. 17.138undir- skriftir, og voru listarnir af- hentir forstjóra Mjólkursam- sölunnar þriðjudaginn 7. sept. Ekki lá ljóst fyrir, hvernig forsvarsmenn MS brugðust við afhendingunni, þegar blaðið fór íprentun, en eitt er víst, að ekki geta þeir verið þekktir fyrir að hunsa þessa aðgerð. Forysta ASB aðgerðarlftil Blaðamaður STÉTTABARATT- UNNAR hafði samband við for- maui ASB til að heyra hvað yæri á döfinni hjá stjórninni, og hvað hún hefði gert í málum stúlknanna 167, sem koma til með að missa atvinnu sína ef til lokun mjólkurbúðanna kem- ur. En þar var komið að tóm- um kofunum. Ekkert hafði crið gert, þó svo að mál þetta hafi verið f deiglunni í rúm tvö ár, annað en að taka þetta valasama loforð af Kaupmanna- samtökunum, um að stúlkurnar mundu ganga fyrir um vinnu næsta árið í verslunum sem koma til með að selja mjólk. Ekki hefur verið haldinn al- mennur félagsfundur í ASB sfð- an um áramótin síðustu, og aðspurð kvað formaðurinn að ekki stæði til að halda fund á næstunni, því stjórnin ætíar að bíða og sjá til hvað kemur út úr undirskriftasöfnuninni. En vel að merkja, undirskrifta- söfnuninni var m. a. hleypt af stokkunum fvrir frumkvæði einstaklinga úr hópi neytenda og starfsstúlkna f mjólkurbúð- um, vegna aðgerðarleysis stjórnarinnar. Stjórnin hefur nú reyndar sent frá sér fréttatilkynningu til dagblaðanna þess efnis, að hún styðji undirskriftasöfnunina. Hvað varðar félagsleg réttindi stúlknamia er sömu sögu að segja. Hvað verður um lífeyr- issjóð ASB og hvað verður um þær konur sem þegar þiggja. líf. eyri úr sjóðnum þegar ekkert bætist í hann, hvorki frá MS né starfandi stúlkum í ASB? Aðspurður sagði formaðurinn að þessi vandamál ætti eftir að leysa, stjórnin væri að bíða eftir þvf hvað kæmi út úr undir- skriftasöfnuninni. En nú er hin almenna félagskona orðin þreytt á þessu endalausa að- gerðarleysi. STÉTTABARATTUNNI var tjáð í einni af mjólkurbúðum borgarinnar að þess hafi verið farið á leit við stjórnina, að hún boðaði til almenns félags- fundar. En stjórnin neilaði á þeim forsendum að það væri ekki vani að hafa fund á þessum tíma, og svo væri engin ástæða til að halda fund nú. En konur- nar létu ekki þar við sitja, heldur söfnuðu undirskriftum meðal starfssystra sinna til að krefjast fundar. Eins og menn vita verður stjórn verkalýðs- félags að halda l'und er nægi- lega margir félagsmenn krefj- ast þess. Verður því haldinn fundur í þessari viku, og hvet- ur STÉTTABARATTAN alla til Skattsvikin eru baktryggð . á Alþingi 'f ár sleppa 511 stór- "" fyrirtæki sem velta alls 37 milljörðum króna. Þeir 7,5-9 milljarðar sem fyrir- tæki þessi ættu með réttu að greiða til rík- isins f tekjuskatt verða launamenn lands- ins að borga. Þessi, svik eru baktryggð af skattalögum auðstéttar- innar og ríkisins. Það er athyglisvert að af veltu þessara fyrirtækja velta 16 um 44%. Aðstöðugjöld þeirra nema alls 161,282. 300 milljónum króna af um 370 milljónum. Þessar tölur sýna vel þá geysilegu samþjöppun sem átt hefur sér stað f fram- leiðslunni. En hver eru þessi 16 stór- fyrirtæki sem af 17 milljarða veltu greiða ekki eyri í tekju skatt. Þau eru: Almennar tryggingar, Breiðholt hf, Brunabótafélag fslands, Flug- leiðir hf, Glóbus hf, Hafskip hf, Kassagerð Reykjavíkur, KRON, Samáb. ísl. fiskiskipa, Samvinnutryggingar, Sindra- stál lif, Sláturfélag Suðurlands, Sveinn Egilsson hf, Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna, Veltir hf ,Sjóvá. Löglegar leiðir til skattsvika Stéttabaráttan hefur áður getið þeirra leiða sem rfkisvaldið gefur auðherrunum kost á til að svíkja undan skatti. Við skulum ifta á þær enn á ný: 1. Mörgum fyrirtækjum er gefið leyfi til að meta vöru- birgðir á allt of lágu verði. Þannig geta þau velt á undan sér miklum fjármunum án þess að þeir komi fram fyrr en löngu síðar. Og verðbólg- an sér um að gróðinn verði dávænn. 2. Tryggingarfélög geta lagt til hliðar miklar upphæð- ir til "ógreiddra bótagreiðslna'r og skotið þannig undan miklum gróða. 3. 25% af hreinum tekjum má leggja f varasjóð sem ÚREINU (ANNAD Ýmsir misskildir vinstri- menn eru allt að þvf óþreyt- andi í því að segja okkur "maóistunum" að þar sem við skilgreinum Sovétríkin sem heimsveldi á uppleið og meginuppsprettu heims- styrjaldarhættunnar, þá ætt. um við að styðja NATO. Og gjarnan er það látið ;(■ fljóta með að kfnverjar geri slíkt nú þegar (þetta er lygi sem hefur verið afhjúpuð). Það sem þessir menn t'f-, • hjúpa hjá sjálfum sér er ekkert annað en hvernig , • þeir myndu bregðast við, við svipaðar aðstæður. Þ.e.a.s. þeir myndu styðja eina auðvaldsblokkina gegn annarri. Enda gera sumir það nú þegar með stuðningi sínum við yfirgang sósíal- heimsvaldastefnunnar t. d. í Angóla. Það er ekkert eðlilegra en að \AIþýðubandalagið, Fylkingin og Sósíalistafelag Reykjavík- ur telji að það sé sósfalismi við lýði f Sovétrfkjunum, Pól- landi og vfðar. Þessi samtök eru sjálf fulltrúar fyrir sams- konar afskræmdan "sósíal- isma" sem er tíðkaður í lönd- unum þar sem endurskoðun- arsinnar ráða. Gagnrýni þessara aðila á framkvæmdina í Sovét og víðar er einskis virði því að þeir eru sammála endurskoðunarsinnum f grund- vallaratriðum. Það hefur lílía komið á dag- inn að ofangreind samtök eru iðnustu útbreiðendur kreml- áróðurins um Kína og "maó- ista" yfirleitt, þeir hafa tekið afstöðu með endurskoðunar- stefnunni og eru sjálfir endur- skoðunarsinnar. Þjóðviljaskrfbentinn Þröstur Haraldsson er iðinn andstæð- ingur "maóismans".. I dálki sínum "Klásúlum" fæst hann við skrif um tónlist (popp) og þykist því glaðari ef hann kem- ur auga á pólitískt popp í hljóm plötuverslunum. En þegar ÞH fjallaði um framboð pólitískra hljómskífa þá "gleymdi" hann að geta um þann aðila sem mesl gerir af því að flytja inn slílcar skífur, þe. Bókaverslunina Rauðu stjörnuna. En ÞH hefur nú skýrt afstöðu sína til þessa máls í Þjóðviljanum 8. 8. sl. Það kom nefnilega í ljós að hann skoðar skrif sín um hljóm- list sem þjónustu við hljóm- plötubissnissmenn, en þar sem "maóistar" hafa talað illa um Þjóðviljann þá "verkar það nú samt eilítið ankannalega að for- svarsmenn Rauðu stjörnunnar skuli yfirhöfuð búast við ein- hverri þjónustu af hendi Þjóð- viljans" (Þjóðv. 8.8. bls. 16). Þessi þjónusta ÞH nær þvx ekki að kynna þá verslun sem hefur 'mesta úrvalið af fram- sækninni músfk, en þjónustan er góð við aðra, sbr. umfjöllun Klásúlna á því nýjasta nýja í poppmúsík. En óbeit ÞH á "maóismanum" hefur leitt yfir hann blindu mikla, það kom nefnilega í ljós þegar hann heimsótti að styðja hverja þá álramhald- andi aðgcrð scm kanna að vera skipulögð f þcssu máli. Kaupmenn koma til með að krefjast hærra mjólkurverðs Svo við snúum okkur að því sem að neytendunum snýr, má bú- ast við því að kaupmenn beiti sér fyrir þvf að fá heimild til að hækka álagningu á mjólk og mjólkurvörum, en eins og kunn- ugt er, er hún miklu lægri en á öðrum vörum, eða 7%. Þetta gætu þeir gert m. a. á þeim for- sendum að mikill kostnaður fylgir sölu þessarar vöru, það þarf að vera ákveðinn kælir til í þeim verslunum sem taka að sér mjólkursölu, og svo krefst öll meðferð á mjólk geysimikils hreinlætis. Að lokum viljum við enn einu- sinni hvetja alla til að styðja stúlkurnar í baráttu þeirra, og láta yfirlýsingar forráðamanna Mjóllxursamsölunnar þess efnis, að nasga atvinnu sé að fá fyrir þær, því "við búum í svo gróskumiklu þjóðfélagi" ekki slá ryki f augun á sér. -/ISJ A síðustu dögum þingsins í vor var þrasað um lengi hvort rita skyldi bókstafinn z þar sem við ætti. I rauninni skiptir það sáralitlu máli hvort z verður tekinn upp að nýju eða ekki. flöfuðmáli skiptir að berjast gegn því að lög verði sett um stafsetningu. Lög um stafsetningu yrðu sennilega ekki annað en undanfari þess að lög yrðu sett um námsefni í fleiri greinum grunnskólans. Það getur þó verið að lög um starfsetninu séu ekki mjög skaðleg út af fyrir sig, heldur er það fordæmið sem þau gæfu sem er skaðlegt. Lögleiðing námsefnis vekur þá spurningu hvort börn verði lögbrjótar ef þeim tekst ekki að svara rétt á prófi, eða hvort blaðamenn verði lög- brjótar ef þeir gera villu. Ég efast stórlega um að allir þingmennirnir, sem setuna vilja, séu alveg klárir á að rita hana. Nei, þetta er fráleitt og okkur ber að berjast gegn þvf að nokkurt slíkt frumvarp verði samþykkt, við verðum jafnvel að berjast gegn z-frumvarpinu. -ing. Hver á sökina eða heiðurinn? ekki er skattaður. 4. Af kaupverði skipa, vöruflutningatækja, vinnuvéla og fleira má afskrifa á ári 15%. Annað lausafé má af- skrifa um 12,5% og fasteignir um 2-8% Þessar reglur eru svívirðnegar sérstaklega þar sem lánsfé stendur yfirleitt undir 50-90% af fjárfestingum auðherranna. Fýrningin veit- ir þeim í aðra hönd fé sem þeir eiga ekkert f. 5. En almenna fyrningin er ekki nóg fyrir braskaralýðinn. Til viðbótar þessum 15% fá þeir "óbeina fyrningu" sem sögð er miðuð við verðhækk- unarstuðul og hækkar það al- mennar afskriftir upp í 21,75% 6. Ofan á almennu fyrning- una bætist svo "flýtifyrningin" senx er 6% á ársgrundvelli. Samkvæmt reglum þessum er bröskurum og öðrum afætu- lýð opnuð leið til að skjóta und- an í kringum helmingi af hreinum gróða. Hér er enginn að "leika á" skattalögin. -/mvs Mikilli prentsvertu er eytt í það hjá ýmsum blöðum til að sanna að þessi eða hin rfkis- stjórnin hafi nú verið aldeilis frábær - eða öfugt. Mest eru það Mogginn og Þjóðarviljinn sem bítast um heiður ríkisstjórnanna - en Tíminn hefur farið milliveginn og segir báða ljúga að hálfu, þ.e. þegar að Mogginn segir að núverandi ríkisstjórn sé góð en "vinstri"stjórnin slæm (og öfugt hjá Þjóðviljanum) þá segir Tíminn að báðar hafi • verið góðar. Það sem Þórar- inn Tfmaritstjóri á við er það að báðar ríkisstjórnirnar hafa haft það til síns ágætis að í þeim sátu framsóknarmenn. Nú hefur Moggi birt heilmik- ið línurit (sjá mynd) þar sem sannað er svart á hvítu að "vinstri"stjórnin á verðbólgu- metið. Og afstaða Framsókn- ar verður öllu skiljanlegri þegar þetta afrek "vinstri" - stjórnarinnar er skoðað nánar. En eins og allir vita þá upp- . lýsti fyrrverandi skattrann- sóknarstjóri f sjónvarpinu að þeir sem græddu á verðbólg- unni væru þeir sem hefðu full- komna fyrirgreiðslu í bönlcun- um og fengju þar óverðtryggð lán, til að kaupa fasteignir o. fl Vilmundur Gylfason hefur nú uppfýst (Dagblaðið 3.9.) að Einar Agústsson fékk 5,7 millj- ónir lánaðar f Landsbanicanum til 8 ára. Forkólfar Fram- sóknar eru því meðal þeirra sem mest græða á verðbólg- unni, það er því ekki að undra þótt þeir fíti undanfarnar (og núverandi) verðbólguríkis- stjórnir glöðum augum. Tímabil viðreisnar- stjórnar Þróun verðbólgunnar 1960-1976. Lóðréttu línurnar, sýna stjórnar- skipti,en hvíti stöpullinn fyrir 1976,er áaetlaður. Rauðu stjörnuna (eftir að hann skrifaði urn hana) sá liann ekk- ert nema bækur sem "fallaeins og flfs við rass austrænna moð hausakenninga* 1 2 3.1 Það virðist vera svipuð blinda sem hrjáði fulltrúa EIK(m-l) er hann kom í búðina. Sá kom ekki auga á neitt nema bækur frá kreml- herrunum (sbr. Verkalýðs- blaðið), enda er iKFf/ML "þjónkarar sovéskrar drottn- unarstefnu" ef trúa má frótta- tilkynningum eikaranna. Stundum getur að líta sér- kennilega hluti í blaðaskrifum og er Stéttabaráttan ekki alltaf undanskilin. í 14. tbl. gat td. að lesa að "t. d. er búið að drepa algerlega niður drátta- vélaframleiðslu í Póllandi". En 12 línum neðar lesum við að "verkfallsmenn í Ursus dráttavélaverksmiðjunum í ná- grenni Varsjár rifu upp teina hraðlestarinnar... " Mættum við biðja um útskýringu. Guðjón Styrkjason er velmet^ inn framsóknarmaður og einn af stærri fallstykkjum í þeim flokki. En laun hans eru af skornum skammti eins og ný- lega opinberaðist í skatt- skránni. Sannast þar með að Framsóknarflokknum er ekki stjórnað af stórkapitalistum eins og illar tungur hafa sagt. Smælingjar á borð við Guðjón eru þar valdamiklir og fá jafn- vel að hafa hönd í bagga með stjórnun fyrirtækja á vegum flokksins, þe. Hótel Hof. En hótelið hefur nýlega orðið að sjá á bak eins af stjórnarmönn- um þess. Einar Karl Haralds- son, fréttastjóri Þjóðviljans, varð að segja af sér af pólit- ískum ;ástæðum - við krefj- umst þess að hann fái stól sinn aftur og verði ekki látinn gjalda pólitískra skoðana sinna framvegis. (Allavega ekki á þessu sviði, en um afdrif hans og hans skoðana að öðru leyti viljum við ekki bera ábyrgð á til fulls),___Gorgeir.____/

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.