Stéttabaráttan - 04.04.1978, Side 3
STÉTTABARÁTTAN 4.4.1978
-------------------------------^
Fjöldastef na eða f yrirsláttur
Marxíska-leníníska hreyfingln hefur vaxið að afli og áhrifum á
undanförnum árum. Hún setti sér við upphaf ferðar sinnar orð
Lenfns að kjörorði: Án byltingarsinnaðrar fræðikenningar getur
ekki verið um byltingarhreyfingu að ræða. Þetta var skilyrðis-
laust nauðsynlegt þá, þar sem ýmis konar falsspámenn endur-
skoðunarstefnunnar höfðu dregið fræðikenninguna niður f svað-
ið, snúið út úr henni og afskræmt á allan hátt. Þegar 8. tugur
aldarinnar gekk í garð, var "íslenski marxisminn" hljómlítið
bergmál sovéskrar endurskoðunarstefnu. Byltingarsinnuðu inni-
haldi marxismans hafði verið varpað fyrir róða og eftir stóð
aðeins borgaraleg þingræðisbarátta flokks, sem misst hafði
nær öll tengsl við hinn vinnandi fjölda og var fullkomlega orðinn
samdauna kapitalismanum. Þá var sérstakiega mikilvægt að
draga skýrar markalínur milli endurskoðunarstefnu og marx-
isma að skilja hismi frjálshyggjunnar frá byltingarstefnunni. ;
Enn er þetta verkefni brýnt, en nýr þáttur þess verður æ meir
aðkallandi. Nú er mikilvægast að aðlaga hin almennu sannindi
marxismans að baráttu íslenskrar verkalýðsstéttar fyrir frelsi
sínu og framtíð. Hin fræðilega barátta sem háð var gegn endur-
skoðunarstefnunni í byrjun áratugsins og fjallaði að mestu um
skilgreiningar á íslenska auðvaldsþjóðfélaginu og stéttunum sem
takast á í því, víkur hægt en markvisst fyrir framkvæmd þeirra
marxísku stefnumála sem mótast hafa í fræðilegu baráttunni.
Fræðilegu baráttunni er ekki lokið. Svo lengi sem stéttir verða
til - og þess er langt að bíða að þær hverfi af vettvángi sögunn -
ar - mun verkalýðsstéttin heyja fræðilega baráttu gegn borgara-
stéttinni. En fræðin eru leiðsögn til athafna, framkvæmd marx-
ískrar stefnu við íslenskar aðstæður er hið mikilvæga og knýj-
andi verkefni sem íslenskir kommúnistar standa frammi fyrir.
Mynd eftir rúmenska teiknarann Eugen Taru.
Pólitikin er afgerandi.
Gervallt þjóðfélagið er nu
í gerjun. Stéttirnar eru að
undirbúa sig undir þau átök
sem eru í vændum. Þessi
undirbúningur birtist m. a. í
hörðum átökum um starf og
stefnu innan samtaka fjöldans.
I verkalýðshreyfingunni er að
vaxa fram skipulögð andstaða
gegn stéttasamstarfi og borg-
aralegri pólitík forystunnar.
Innan andheimsvaldahreyfing-
arinnar er barist um stefnu-
mótun, tekist á um leiðirnar
til að skipuleggja baráttuna.
Alþýðubandalagið er smám
saman að missa hefðbundna
forystustöðu sína innan Sam-
taka Herstöðvaandstæðinga,
vegna undansláttar- og eigin-
hagsmunastefnu sinnar.
Innan kvennahreyfingarinnar
takast tvær andstæðar stefn-
ur á. Hið vaxandi og nýja
innan fjöldahreyfinganna er
marxisminn-Ienínisminn.
Hið ganila og deyjandi 'er
borgaraleg endurskoðunar-
stefna. En sjálf stefnumótun
marxismans verður ekki án
innri átaka. Þar sem annars
staðar birtist barátta stétt-
anna f ágreiningi um stefnuna,
Deilurnar milli Kommúnista-
flokksins og EKm-1 varða
einmitt stefnumótun íslensk-
ra marxista-lenínista. Póli-
tíska stefnan er afgerandi á
þessu skeiði. Bett pólitísk
I stefna mun sigra, jafnvel
I þótt talsmenn hennar séu fá-
I liðaðir í dag. Hentistefna og
I röng pólitik er dæmd til að
bíða ósigur. 1 þessu ljósi
verður að skoða háværar
yfirlýsingar EKm-1 um eigið
ágæti og falsmarxisma ann-
ara. En það er ekki sigur-
vænlegt eitt sér, að vera
sjálfsánægður og hrokafullur.
Starf EIKm-1 er til frásagn-
ar um og mælikvarði á það
hvort póiitik þeirra er rett
eða röng.
Tal um þjónustu við fjöldann
til að dylja ðtta við fjöldann.
Fjöldahreyfingarnar á ís-
landi eru undir forystu og
áhrifum borgaralegra afla.
Þetta jafngildir því, að fjöld-
inn sé undir forystu og áhrif-
um borgaralegra afla. Is-
lenskir marxistar setja sér
það verkefni að vinna fylgi
og stuðning fjöldans og snúa
honum til baráttu gegn auð-
valdsþjóðfélaginu.
Augljóslega verður þetta
ekki gert á annan hátt, en
með því að afhjúpa borgara-
lega forystu sem svikula og
fjandsamlega hagsmunum __
fjöldans, og svipta hana nú-
verandi fylgi sínu. Jafnaug-
Ijóst er, að slík barátta get-
ur hvergi annars etaðar farið
fram en innan fjöldahreyf-
inganna. ísfenskum marxist-
um er nauðugur einn kostur
að starfa af alefli innan
fjöldahréyfiiiganna og heyja
návígi við fulltrúa borgara-
legra skoðana þar um stefnu
og starf fjöldahreyfinganna.
Og það er einmitt í þessu at-
riði, sem EIKm-1 verður á
í messunni. í stað þess að
berjast innan fjöldahreyfing-
anna, velja samtök þessi að
beita gamalkunnri en sérkenni
legri baráttuaðferð.
Jafnframt háum yfirlýsingum
um byltingarstefhu og fjölda-
stefnu sína, draga þau sig út
úr fjöldahreyfingunum. í stað
þess að takast á við hin flóknu
og erfiðu verkefni baráttunn-
ar, bregða þau sér í hin
ýmsu dulargervi, allt eftir
því hvaða málefni baráttunnar
um ræðir.
Á 1. maí heita shmtökin
"Samfylking'fy þann 21. ágúst
kalla þau sig "?1. ágústnéfnd-
ina", þegar háustar breytast
þau í "1. des. nefndina" og í
marsmánuði bera þau nafnið
"8. marsnefndin". Á milli
þessara baráttudaga, h^ita*
þau svo EIKm-1 og eru Leið-
togar ofantalinna fjöldahreyf-
inga. Þessi sérkennilega bar-
áttuaðferð einangrunarstefn-
unnar hefur ýmsa kosti fyrir
EKm-1 sjálf, Þau slá aðgerð-
um "fjöldahreyfinganna" upp
í málgagni sínu og hælast um
í málgögnum systurflokka
sinna erlendis fyrir mátt sinn
og megin. Fyrir fjöldann hef-
ur þessi baráttuaðferð nánast '
bara ókosti í för með sér.
Fyrir það fyrsta kæmi þetta
fólk áreiðanlega að notum í
baráttunni innan fjöldahreyf-
inganna, ef það veldi leið
baráttunnar í stað sjálfum-
gleði einangrunarstefnunnar.
Þess utan valda EKm-1 klofn-
ingi og skemmdarverkum á
baráttunni gegn endurskoðun-
arstefnunni innan fjöldahreyf-
inganna og veita foringjum
hennar tækifæri til að stimpla
kommúnistana sem klofnings-
menn í augum fjöldans. Þau
veifa rauðum fána til þess
eins að dylja klofningsaðgerð-
ir sínar. Allri gagnrýni um
klofnin|sstarf er umhugsunar-
laust vísað á bug með fullyrð-
ingum um að EIKm-1 séu að
skilja sig að frá endurskoðun-
arsinnum og hentistefnumönn-
um. Þau gæta þess hins vegar
ekki að þau skilja sig að fra
fjöldanum og einangrast.
Og það gildir einu hversu oft
EKm-1 lýsa því yfir að þau
starfi í þágu fjöldans, meðan
starf þeirra ber greinileg
merki þess að þau óttast bar-
áttuna um fylgi fjöldans. Af-
leiðingin af einangrunarhyggj-
unni verður skiljanlega sú,
að samtökin megna ekki að
gera greinarmun áborgara-
legri forystu og fjöldanum.
Þau hefja sig upþ yfir baráttu
stéttanna og stimpla alla aðra
"tækifærissinna og falsmarx-
ista". ________
Nokkur dæmi um þess stefnu
EIKm-1.
Þann 21. ágúst klufu EIKm-1
sig út úr samstarfi við Herö
stöðvaandstæðinga og stofnuðu
"21. ágústnefndina" sem rauu
ar hlaut stuðning SHÁáð vissu
leyti. A hinn bóginn varð
þetta klofningsstarf EIKm-1
til þess að veikja aðstöðu
þeirra afla innan SHA sem
berjast vilja gegn sósíal-
heimsvaldastefnu Sovétrikj -
anna. Þetta veitti endurskoð-
unarsinnum tækifæfi til að
draga sig út úr starfinu og
kraftur mótmælanna varð
minni en skyldi, tvímælalaust
vegna hentistefnu EKm-1.
Samtökin réðust m. a. s. að
mótmælaaðgerðum SHA með
rógi og lygum til að bæt'a
gráu ofan á svart. Hið sama
var uppi á teningnum I mót-
framboðinu innan Dagsbrúnar.
Þar setti EKm-1 sig af heift
gegn þeim sem stóðu að
framboðinu og veittu þannig
forystu Dagsbrúnar "gagnrýn-
inn stuðning" sinn. Þetta kom
sem beint framhald af stuðn-
ingi EIKm-1 við stefnu ASl-
forystunnar I síðustu kjara-
samningum, en þá snerust
samtökin einkum gegn stefnu
Kommúnistaflokksins, en
höfðu sömu kröfu á oddinum
og ASI-forystan. Nú eftir að
forystan hefur ógilt framboð-
ið hafa samtökin tvíeflt árás-
ir sínar á þá verkamenn sem
að framboðinu stóðu og kallað
það "stuðning við Dagsbrúnar-
forystuna".
Það er erfitt að gera sér I
hugarlund hvernig slík rök-
semdafærsla er soðin saman.
Hún er í anda þeirra fullyrð-
inga EKm-1 að mótmælaað-
gerðirnar gegn sovésku sósíal
heimsvaldastefnunni þann 21. *
ágúst s. 1. hafi I raun verið
stuðningur við Sovétríkin.
Eins og fólki er kunnugt, eru
þetta nákvæmlega sömu rök
og leigupennar Morgunblaðs-
ins notuðu í árásum sínum á
aðgerðir SHA.
Þann 1. des. héldu EKm-1
sérstakar aðgerðir sem beint
var m. a. gegn aðgerðum
stúdenta í Háskóla íslands.
Hið sama skeði nú, þann 8.
mars. Vaknandi barátta á
grundvelli stéttabaráttunnar
innan Rauðsokkanna er alls
stuðnings verð, en EIKm-1
valdi samt leið klofningsfns.
Og það gagnar Verkalýðs-
blaðinu lítið að titla alla sem
ekki taka þátt I aðgerðum
EKm-1 "endurskoðunarsinna" |
osfrv. Það er að kunna ekki
að skilja á milli fjöldans og
tiltölulega fámenns hóps
endurskoðunarsinna.
Leggjum traust okkar á
fjöldann.~
EIKm-l hafa gegnt sundrung-
arhlutverki I byltingarhreyf-
ingunni og aðalmarkmiðið í
þessu sundrungarstarfi er að
reyna að kljúfa og brjóta nið-
ur Kommúnistaflokkinn. Þess
vegna hafa allra handa henti-
stefnumenn á borð við Ölaf
Ingólfsson og Hjálmtý Heið-
dal átt griðastað innan EIK
að launum fyrir svik þeirra
og trotskíska klíkustarfssemi
gegn flokknum.
EKm-1 hafa einkum og sér í
lagi fært einangrunarstefnu
KSML á árunum 1972-74 í
tal og reynt að stimpla Komim
únistaflokkinn "endurskoðun-
arsinnaflokk", þrátt fyrir að
hann hafi fyllilega gert upp
við þessar villur. Það sem
er þó merkilegast er að EIK
ástundar nú sams konar
einangrunarstefnu og KSML
gerði á fyrstu árum starfs
slns. Vilji félagar EIKm-1
berjast gegn einangrunarstefn
unni I einlægni og ekki bara
sem lýðskrum, ættu þeir að
snúa sér að því af krafti að
gera upp við þá fáu einstakl-
inga I forystu samtakanna
sem standa fyrir einangrunar-
stefnu og sundrungu ÉIKm-1.
Þannig og aðeins þannig er
hugsanlegt að hægt sé að sam-
eina alla íslenska marxista-
lenínista undir merkjum eins
og sama flokks.
Kommúnistaflokkuriim hafnar
sundrungarstefnu EKm-1
og falskri "fjöldastefnu" full-
komlega. Kommúnistaflokk-
urinn leggur traust sitt á
fjöldann og hvetur alla ein-
staklinga sem raunveruiega
vilja berjast fyrir byltingar-
sinnuðum hagsmunum fjöld-
.ans til samstarfs gegn fjand-
mönnum okkar - risaveldun-
um tveimur, íslenska einok-
unarauðvaldinu og endurskoð-
unarsinnuðum talsmönnum
þeirra innan verkalýðshreyf-
ingariimar. Meginstefna (
Kommúnistaflokksins er að
sameina alla þá sem hægt er
að sameina gegn stéttarovin-
inum, en einangra hinn fá-
menna hóp endurskoðunar-'
sinna og hentistefnumanna
sem vinna að sundrungu innan
raða alþýðunnar.
vífill.
Beóió eftir flokksstofnun
Lesandi Stéttabaráttunnar sendi blaðinu þessa mynd I tilefni þess að Ari T. Guðmundsson for-
maður EK(m-l) ætlar sér að stofna Kommúnistaflokk fyrir árið 1980. Eins vegna ummæla
hans að "íslenskir kommúnistar nú á dögum standa betur að vígi en kommúnistar þá og hafa
náð betri árangri á sama tíma". Samkvæmt skilgreiningu EIK(m-l) þá eru Eikarar einu komm-
únistarnir á íslandi og það sem Ari á við með fyrrgreindum orðum er, að EIK(m-l) hafi náð
meiri og betri árangri en gamli Kommúnistaflokkur Islands á jafn löngum tíma.
Dramb er falli næst. (Sjá nánar um sama mál 112. tbl. STB.)