Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 14.02.1931, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 14.02.1931, Blaðsíða 4
FJórðungsráðstefna Kommúnistaflokksins á Norðurlandi Að afloknu þingi V. S. N. var haldin á Akur- eyri fjórðungsráðstefna Kommúnistaflokksins á Norðurlandi. Dagskrá ráðstefnunnar var þannig: 1. Skýrslur um flokksstarfsemi deildanna. 2. Pólitíska ástandið og framtíðarstarfið. 3. Ástandið í verklýðsmálunum og deilurnar í vor. 4. Samvinnumálin og starfsemin meðal bænda og smáútvegsmamia. 5. Skipulagsmál og fjármál. 6. Útilokun kommúnista frá atvinnu. öll þessi mál voru rædd mjög ítarlega í sam- bandi við ályktanir stofnþings flokksins í Reykjavík í haust. Starfslínur voru dregnar upp fyrir starfið meðal bænda og smáútvegs- manna. Ákveðið var að senda fulítrúa til ýmsra staða til að gangast fyrir stofnun verklýðsfé- laga og skipuleggja verklýðshreyfinguna. Við- víkjandi útilokun kommúnista frá vinnu, var samþykkt eftirfarandi tllaga: „1> ráðstefna K. F. í. á Norðurlandi skorar á allan verkalýð, að svara útilokun róttækra verklýðssinna frá atvinnu með verkfalli hjá við- komandi atvinnurekenda. Ennfremur skorar þingið á verkalýðinn að láta ekki skoðanamun hafa áhrif á þassa sjálfsögðu ráðstöfun gegn árásum auðvaldsins. Kjörorðið sé: Stétt gegn stétt". Ráðstefnan kaus 9 manna stjórn fyrir f jórð- ungssamband flokksins á Norðurlandi. 5 þeirra eiga sæti á Akureyri. S. U. K. Krónuveltan Enn þá meiri hraða verðum við að setja í krónuveltuna, félagar. Árangur síðustu viku er allt of lítilL Sérstaklega er nauðsynlegt að félagar út um land velti krónunum hraðar inn í Baráttusjóð S. U. K. í seinustu viku skoraði Hallgrímur Jakobs- son, Rvík á Stefán ögmundsson Rvík og Kjartan Gíslason Rvík. Ásgeir Bld. Magnússon Rvík skorar á Stefán Pétursson Húsavík og Helgu Guðmundsdóttur Siglufirði. Halldór Ólafsson Isafirð i skorar á Ragnar G. Guðjónsson tsafirði og Ingibjörgu Steins- dóttur Rvík. Sigurður Halldórsson Rvík skorar á Jón Grímsson Rvík og Gunnar Björnsson Rvík. Björn Carlsson Rvik skorar á Hallgrím Jak- obssn Rvík og Sæmund Sigurðsson Rvík. Halldór Þorsteinsson Rvík skorar á Helga Guðlaugsson Rvík og Björgvin Þorsteinsson Reykjavík. Baráttustjóður S. U. K. Á Isafirði hafa félagarnir safnað vel í Bar- áttusjóðinn. Nú þegar eru komnar kr. 50. Akureyrarfélagarnir virðast heldur ekki liggja á liði sínu, því að þeir hafa safnað kr. 40 og í Rvík komu kr. 10,28 inn á síðasta fundi F. U. K. Félagar. Við hvetjum ykkur til frekari söfn- unar í Baráttusjóðinn. Sovét-stjörnumar eru komnar. Hver stjarna kostar kr. 1, og verða þær seldar í Bókaverzlun Alþýðu í Reykjavík. Einstakar deildir S. U. K. geta fengið stjörnumar eftir pöntun til stjórnar S. U. K. „Verklýðsblaðið". Ábyrgoarm.: Brynjólfur Bjarnason. — Árg. 5 kr., i .lausasölu 15 aura eintakið. — Utanáskrift blaSsins: VerklýOsblaöio, P. O. Box 761, Reykjavík. Prentsmiðjan Acta. Rektor háskólans í Kaup- mannahöfn talar um kommúnismann „Þróunin í Ráðstjómarríkjunum sýnir að jafnaðarstefnan er möguleg". Fyrir nokkru síðan hélt hinn kunni gáfu- maður, prófessor Birck hagfræðingur, rektor við háskólann í Kaupmannahöfn, ræðu um jafn- aðarstefnuna. Þess er skylt að geta að Birck hefir um langt skeið verið andstæðingur jafn- aðarstefnunnar. En Birck er fyrst og fremst visindamaður og það er fjarri honum að láta þjónslund við borgarastéttina blinda augu sín fyrir staðreyndum. I ræðu þessari sagði Birck meðal annars: „Þróun tækninnar er komin á það stig, að framkvæmd jafnaðarstefnunnar er möguleg. í auðvaldsþjóðféiaginu er framleiðslan meiri en kaupgetan. Nú er um tvo kosti að ræða: Ann- aðhvort fárra manna stjórn, sem lætur skjóta á f jöldann og svelta hann í hel eða — jafn- aðarstefnan. Þróunin í Ráðstjórnarrússlandi sýnir, að jafnaðarstefnan er möguleg. I Rúss- landi fer raunverulega fram stórkostlegt við- reisnarstarf. En auðmennirnir hafa rétt van- ans yfir auðlindunum og þessum rjetti sleppa J>eir ekki með góðu. Verkalýðurinn má ekki leggja eyrun við friðarskrafi sósíaldemókrata, ekki láta af vopna sig, heldur halda vopnunum". „Núverandi tækni bendir á nýtt þjóðskipu- lag. Auðvaldsskipulag nútímans er næst því að vera mannætuskipulag og skapai einkennilega yfirstétt, yfirstétt atvinnurekendanna. Af fús- um vilja lætur eignastéttin ekkert af hendi. Sem stendur er afturhaldið sterkara í Evrópu en byltingastefnan. Ástæðan er friðsemi verka- lýðsins, sem lærði að fara með vopn og horfast i augu við dauðann í stríðinu. Þessvegna geng- ur borgarastéttin nú á lagið og ég er ekki viss um að jafnaðarstefnan sé eins sterk og menn halda. Ég held ekki að vandamálin verði Ieyst með endurbótum innan hins borgaralega lýð- ræðis. Hef ði einhver þingsamkunda átt að leysa átthagabandið, myndu bændurnir vera ánauð- ugir enn í dag". Að endingu skoraði prófessor Birck á stúd- enta þá, er dreymdi um kommúnismann, að láta ekki sitja við draumana, heldur taka ötul- lega til starfa fyrir framkvæmd hans. „Og sú vinna krefðist mikillar fórnfýsi". Höfuðmálgagn danskra krata, „Sósialdemó- kraten", rjeðst mjög á Birck fyrir ræðu þessa. Taldi blaðið meira af jafnaðarstefnu í Dan- mörku enn í Rússlandi(!!) Fer þá skörin að færast upp í bekkinn, þegar farið er að kalla danskt auðvaldsskipulag, arðrán, vinnuþjökun, atvinnuleysi og neyð jafnaðarstefnu! En þegar hið volduga ríki kommunismans rís hærra og hærra, skapað af höndum öreiganna í verk- lýðsríkinu, stinga þessir herrar höfðinu í sand- inn. Ætti þetta að sýna hversu fráleitt það er þegar sagt er, að kommunistar og sósíal- demókratar stefni að sama marki. Sósíaldemó- kratar óttast framkvæmd jafnaðarstefn- unnar. Mannaskiftl Ritstjóraskifti hafa orðið við Alþ.bl. Er Ólafur Fríðriksson orðinn ritstjóri þess, en Haraldur Guðmundsson er orðinn bankastjóri við útbú Útvegsbankans á Seyðisfirði. Hver skyldi taka við ritstjórn Alþýðublaðs- ins, þegar ólafur er orðinn bankastjóri? Munið að Verklýðsblaðið er í fjárþröng. Safnið nýjum áskrifendum. Safnið í pappírssjóðinn. Héðinn Valdimarsson framkvæmdarstjóri og formaður „Dagsbrúnar", er nýkominn frá Vestmannaeyjum. Á mánudagskvöldið í vik- unni, sem leið mætti hann og félagar hans úr Þórshamri á fundi í Verkamannafélaginu „Drífandi". Á fundi þessum voru um 300 manns. Á fundinum var Héðinn harðlega vítt- ur fyrir framkomu hans og Verkamálaráðsins í Gullfoss-verkbanninu. Verkamannafélagið hefir þrásinnis lýst því yfir, að það tæki verkamönnum, hverrar póli- tiskrar skoðunar sem væi'U, opnum örmum. Fé- lagið hefir gert allt til þess að hvetja þá menn i „Þórshamri", sem ekki eni atvinnurekendur, itil að ganga í „Drífanda". Nú flutti Héðinn þá kröfu, fyrir hönd félaga sinna í „Þórshamri", að öllum „Þórshamarsmönnum", einnig þeim, sem eru stórútgerðarmenn og verkfallsbirjótar, yrði veitt viðtaka. Þessu svaraði félagið með eftirfarandi tillögu, sem var samþykkt með öllum atkvæðum: „Verkamannafélagið „Drífandi" lýsir sig hreint stéttarfélag verkamanna. Vill benda mönnum úr öðrum stéttum, sem hafa santúð með verkamönnum, á jafnaðarmannafélögin, sem vettvang, þar sem starf þeirra í þágu verkalýðsins geti notið sín". 1 Reykjavík vill Héðinn neita verkamönnum um upptöku í „Dagsbrún". Það var hann sem knúði það í gegn, að þeim Hauk Björnssyni og Sigurði Halldórssyni var neiitað um upptöku í „Dagsbrún", með örfárra atkvæða meirihluta á fámennum fundi, af þvi þeir eru kommúnistar. Sjálfur er Héðinn einn af stærstu atvinnurek- endum landsins og fleiri stóratvinnurekendur, góðvinir Héðins, eru í Dagsbrún. I Vestmanna- eyjum krefst Héðinn þess, að stórútvegsmenn og verkfallsbrjótar séu teknir í verkamannafé- lagið. Hvort mælir Héðinn í umboði auðvaldsins eða verkalýðsins? Þessar staðreyndir taka avo greinilega af skarið, að enginn verkamaður, sem hefir augun opin, getur svarað nema á einn veg. ITerkamannatoróf frá Sandgrerdi 2. febr. 1931. „Héðan ganga 25—30 bátar og eru á þeim 10—11 menn og helmingaskipti. Fiskirí frem- ur tregt. Loftur Loftsson kaupir fiskinn upp úr sjónum með haus og hala af 7 bátum á.10 aura kílóið af þorski en 6—7 aura af öðrum fiski*). Kauptaxti er hér sá sami og í fyrra, kr. 1.00 í dagvinnu og kr. 1.40 í eftir- og nætur- vinnu, en kr. 2.00 í helgidagavinnu, en svo eru ýmsir taxtar á mánaðarkaupinu. Sumir eru ráðnir upp á 600 kr. yfir veturinn til 11. maí, sumir fyrir 200 kr. um mánuðinn og frítt fæði, og eftirvinna innifalin og svona fram eftir göt- unum. 1G ihaldssinnaðir afturhaldsseggir gengu úr verkamannafélaginu um áramótin og hafa manna helzt vinnu, þó í samningum standi, að félagsmenn gangi fyrir vinnu. Hér er íhaldið yfirléitt í blóma sínum, á lóðirnar og kofana, sem fólkið býr í og í hreppsnefnd sitja 5 í- haldsmenn". Nokkrar smellnar alþýðuvísur um Ólaf Thors, sem bréfritari skrifar Verklýðsblaðinu, sýna, að verkamönnum þar syðra þykiv lítill sómi að slíkum fulltrúa fyrir kjördæmi, þai' sem yfirgnæfandi meirihluti kjósenda eru verkamenn og smábændur. *) Hér selur Loftur ýsuna á 20 aura kílóið.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.