Verklýðsblaðið

Issue

Verklýðsblaðið - 13.04.1931, Page 4

Verklýðsblaðið - 13.04.1931, Page 4
Til aðkomii'Verkamanna A ▲ A A A 1 A i i A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A Kaupíélag Verkamanna í Vestmarniaeyjum * er verzlun allra stjettvisra verkamanua og kvenna í Eyjum. Fjeiagið hefir jafnau til sölu nauðsynlegustu neytsiuvörur, sem verkafólk þarfnast, og selur með lægra verði en aðrar vörutegundir, sem kaupfjelagið hefir Hveiti. Strausykur. Molasykur. Kandísykur. Rúgmjöl. Hrísgrjón. Haframjöl. Sagógrjón. Kartöflumjöl. Hrísmjöl. Baunir. H R E Grænsápu. Sóda. Sólskinssápu. Fægilög, tvær tegundir. Kókosmjöl. Kaffi óbrent. Kaffibætir L. D. Kaffi br. og malað. Kókó. Te. Súkkulaði. Smjörllki: Akra — Svana — Ljóma. Plöntufeiti. verzlanir. — Skulu á boðstólum: Dósamjólk. Mjólkurostur. Mysuost. Kex, sætt og ósætt. Kremkex. Grænar baunir. Síld i oliu og tomat. Niðursoðið kjöt. Kæfu í dósum. Lax. Fiskbollur. S V 0 I N L Æ T I OfnBvertu fljótandi. »Lúx«. ----fasta. »Atac-skúriduft. Skósvertu. »Imi« uppþvotta- Skógulu. duft. Persíl. Húsgagna-áburð. hjer taldar aðal- Gerduft. Eggjaduft. AlÍ8k. krydd. Kökudropa. Þurkaða ávexti. Soju. Ávaxtalit. Sveskjur. Rúsínur. Appelsinur. Laukur. R U R : Handsápur. Bónvax. Silvo. Raksápur. Rakkrem. t i i Tóbaksvorur og S œ I g Sígarettur: Commander — Fíl — Fjóra ása — Abdulla. Reyktóbak — Gruno. — Skraa — B B. — Obel. — Neftóbak. Lakkrís. — Töggur. — Tyggigúmmi og fleira. Blá vlnnuiöt. — Vlnnuvetllngar — hvergl ódýrara. A A A A A A A A A A A A A A A A A A A A i A A A A A A Ég hefi verið hér í Eyjum nokkrar síðustu vertíðir, og get af reynslunni borið um, að hér er nóg að gera með köflum, um þennan tíma, jafnvel svo, að margur þó kuár sé og léttur til vinnu, hefir orðið hvildinni feginn. Ég hefi unnið á flestum stærstu veiðistöðv- um landsins, og get af reynslunni gefið það upp sem mína skoðun, að hvergi á sér stað hér á landi, almennt, og alla daga jafnt, önnur eins vinnuþjökun sem hér. En þetta er ekki nóg. Eftir þvi, sem eg hefi bezt kynnt mér, munu auk þessa, hvergi vera eins ómaklega og illa launuð vinna, sem einmitt hér í Eyjum. Hvernig stendur I þessu? Menn eru frjálsir að því sjálfir hvort þeir ganga að tilboði atvinnurekendans eða ekki, segja sumir, þegar okkur verður á að mögla og kvarta þegar við berum, að vertíðinni lokinni, saman kaupið okkar og lífsþarfiruar: Fargjald, heimilisúttektina > okkar á meðau við vorum að heiman o. s. frv. Jú, að vísu gengur ekki atvinnurekandinn framan að okkur, þar sem við stöndum í stórum hóp á bryggjunni nýkomnir úr skipinu, og segir við okkur: »þrælaðu hjá mér í vetur fyrir þetta kaup eða hlut, annars drep eg þig«. Nei, langt i frá að hann segi slíkt. Hann auðvitað heilsar okkur með handa- bandi — ef hann þá þekkir okkur — og biður okkur velkomna. í sumum tilfellum spyr hann hvort við séum ráðnir, eftir að hafa sagt frá erflðum tímunum og slæma útlitinu. Stundum þarf hann þess einu sinni ekki. Þá erum það við, sem spyrj- um — sérstaklega þegar margir slíkir gemBar og eg eru komnir á bryggjuna — hvort hann eigi ekki enn eitthvað óráðið? Svarið er þá eins og margir kannast við: Ég veit ekki — talaðu við mig seinna. Og stund- um þegar minnst er á næturgistingu eða því um líkt: Við skulum sjá hvort ekki er hægt að »orna« þessu o. s. frv. Hvernig er þá hægt að segja það með sanni, að menn séu neyddir til að ráða sig hér i þræl- dóminn upp á einhver smánar laun ? Eru menn ekki sjálfráðir? Þessu svara eg á þá leið: Vissulega eru menn ekki með hótunum af einum eða öðrum, nema þá í fáum tilfellum — knúðir til að ráða sig þannig. En þó eru þeir til neyddir. Málið er ofur einfallt og hefir ætíð undanfarið um lokin, verið að skýrast fyrir mér, því þá hefi eg ekki komist hjá því að hugleiða það. Hér er um það argasta og viðbjóðslegasta nauðungaruppboð að ræða, Bem hægt er að hugsa sér, í hvert sinn, sera skip koma hingað fyrripart vetrar, full af hinum lifandi ÓBkipu- lagða varningi: vinnuaflinu. Hingað hafa ár eftir ár komið, bæði eg og aðrir, og boðið sig fyrir hvað sem atvinnurek- endanum hefir þóknast, aðeins fyrir þá sök, að við vorum komnir á staðinn, frá heimilinu okk- ar, peningalausir, hálf eða al-húsviltir, komnir i þá úlfakreppu, að okkur er nauðugur sá eini kostur, að ráða okkur hjá þeim sem fyrst skýt- ur yfir okkur skjólshúsi — svo framarlega, sem hann vill nýta okkur. Ekki nóg með þetta. Við komum venjulega á þeim tíma, sem stéttabræður okkar hér í Eyjum, sjómennirnir, standa i hörðustu baráttu fyrir kaupi sinu, og allra, sem hér stunda vinnu á vertiðinni, ein- mitt á þeim tima, sem mestu máli skiftir, að enginn ráði sig, til að fá kröfur verklýðBsam- takanna í gegn. Þannig höfum við gert tvennt í senn: Álpast hingað í blindni á þeim tima, er Bízt skýldi, komið sjálfum okkur í þær ógöngur, sem neyða okkur I það, að ráða okkur fyrir smánarlaun, og í öðru lagi, hjálpað burgeisunum í Vestm.- eyjum til að brjóta samtök verkalýðsins á bak aftur, og Bkerða lifsviðurværi verkamanna hér í Eyjum. Þannig höfum við gerst böðlar sjálfra okkar og annara. Ég hefi til skamms tíma haldið mig frá öll- um félagsskap — ekki haft trú á honum — en nú hefir reynsla min og athugun breytt skoðun minni þannig, að eg álít hvern þann verka- mann, hvort hann starfar á sjó eða landi, fá- ráðling, stétt sinni til skaða og skammar, Bem ekki er i verklýðsfélagi — og það af lífi og sál. Við höfum fyrir okkur þá staðreynd, að allstaðar, þar Bem samtökin eru sterk hér á á landi, er kaupgjaldið bezt, en þar sem þau eru veik eða ekki til, er það lægst og kjör verkalýðsins verst. Ég hefi í seinni tíð kynnt mér dálítið baráttu verklýðsBamtakanna hér og hefi strax sannfærBt um, að þau hafi við mikið að stríða. Fyrst eru það þesBÍr mörgu útgerðarmenn, sem virðast fleetir vera á snærum. stórkaup- manna og bankans, og svo eru það við að- komumennimir, sem ekki ennþá höfum skilið okkar vitjunartíma —- þó skömm sé frá að segja — Ég læt mig litlu skifta — að þessu sinni — hvar smáútvegsmenn Btanda i baráttu stéttanna hér i Eyjum, en hitt get eg ekki látið fram hjá mér fara lengur, hvernig við aðkomumennirnir framvegis snúum okkur í þessum málum. Ég mun sjálfur ganga í verklýðssamtökin hér i Eyjum, reyna að kynnast þeim og starfi þeirra, til að geta flutt með mér heim í kotið mitt og sveitina mína það, sem eg kemst með af nýrri þekkingu um verklýðssamtökin, því nú veit eg fyrir víst, að við sveitamennirnir erum þeir, sem eiga að reka smiðshöggið á sigur okkar verkamannanna hér á næsta hausti. Við eigum allir, hvaðan sem við erum, að hafa náið samband við verklýðssamtökin i Eyjum. Á því byggist sigur okkur allra. Landmaður. í næsta blaðl kemur verkamannabréf um atvinnubætur, frá Eyjum. „V©rklýðsbiaðlð“. Ábyrgðarm: Brynjólfur Bjarnason. — Arg. 5 kr., i lausasölu 15 aura eintakið. — Utandskrift blaðsins: Verklýðsblaðið, P. 0. Box 761, Reykjavik.__ Prentsmiðjan & Bergstaðaitræti 19. Kaupfélag verkaxnanna. heiir verið stofnað í Vestm.eyjum. Stofnendur þess eru um 100 fátækir verkaruenn og hefir fjelagið starfað í röskan mánuð. — Fjelagið rekur eingöngu kontant verzlun og hefir þegar áunnið sjer hylli alls þorra verkafólks í Vest- mannaeyjum, sem lætur það sitja fyrir verzlun sinni, með þá litlu aura, sem það hefir handa á milli. Örðuga8ti hjallinn, stofnun fjelagsins, er yfirstiginn, en fjelagið er fjelitið, og verka- menn geta, margir hverjir eigi skift við það, vegna þess hvernig kaupgjaldsgreiðslu er hag- að i Eyjum, flestir ráðnir upp á hluti eða fasta- kaup, sem þeir fá greitt á vertíðarlokum. Neyð- aBt þvi verkamenn til þess, að taka mikið af kaupi sínu út i vörum hjá atvinnurekendum og geta þessvegna ekki verzlað í sinni eigin verzlun. Ríður nú verkamönnum, á að fylkja sjer sem bezt um samtök sín, fyrst og fremst til þess, að halda uppi hinu lága kaupi sínu, í öðru lagi, að knýja fram greiðslu kaupgjalds i peningum, til þess að þurfa ekki að fita and- stæðinga sína og böðla á verzlun sinni við þá. Slíkt er stór frádráttur á launum þeirra, og eft- irgjöf um greiðslu kaupgjalds í peningum er hverjum verkamanni eigi aðeins tjón heldur og smán. — Verkamenn, tökum allir höndum sam- an! Styrkjum verkamannafjel. Drííanda og verzlum við sjálfa okkur í kaupfjelaginu. Eflum á þann hátt baráttuna gegn kaupmannavaldinu og atvinnurekendakúguninni I Foringiap atvlnnuleyslngjanna, þeir, er i Reykjavik þennan vetur voru bornir sökum og settir í fangelsi fyrir baráttu sína i þágu verkalýðsins, hafa nú aftur verið kallaðir af sömu ástæðum fyrir dómstól borgaranna. Er • það mjög að líkum og samkvæmt eðli auðvaldsins, að þeir, er fremstir ganga i bar- áttu verkalýðsins, fái frekast að kenna á tönn- um þess og klóm. Má geta þess, að allir hinir ákærðu eru verkamenn og flestir þeirra hafa verið nær atvinnulausir hingað til. Er það ekki nema borgaraleg nákvæmni og glöggskygni, að taka þá nú undir kúr, einmitt þegar svoiítið er farið að rakna úr atvinnuleysinu. Ættu verkamenn að fylgjast vel með þessu máli, og mun verða hér í blaðinu sagt frá því jafnóðum og eitthvað gerist.

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.