Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 23.05.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 23.05.1931, Blaðsíða 1
¦ . ¦ ¦¦ ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. ápg. Reykjavík 23. maí 1931 23. tbl. • ísafjarðarverkfallinu lokið 16. þ. m. tókust samningar með verka- mönnum og atvinnurekendum á ísafirði. Kröf- «u verkamanna um dagvinnukaup karla og kvenna náði fram að ganga, og hækkaði um 10 aura áklst. (dagvinnukaup karla: kr. 1.20 og kvenna kr. 0,85 á klst). Eftirvinnukaup karla kr. 1.60, áður 1.50, krafist kr. 2.00 um kíst. EftirVinnukaup kvenna kr. 1.10, áður 1.00, krafist kr. 1.50. Nætur- og helgidaga- vinna kvehna við fiskvirihu og síldarverkun hækkar um 5 aura é klst, en karlrhannakaup við sömu vinnu er óbreytt. Krófur verka- manna voru að nætur- og helgidagavinna væri bonnuð. ÖU önriur nætur- og helgidagavinna karlmanná kr. 3 um klst. Fískþvottarkaup hækkar um 5 aura á skp. í stað 10 áura, eins og krafist var. Kaup unglinga frá 14—16 ára er kr. 1.00 í dagvíririu bg kr. 1.35 í eftirvinnu, en kr. Í.50 í helgidagavinnu. Kröfur verka- manna fyrir hönd unglinga voru kr. 1.05 í'dag- vinnu, en kr. 2.00 í eftirvinnu, nema í fisk- þurkun kr. 1.50. Kaup barna yngri en 14 ára er kr. 0,55 á klst. í stað kr. 0,75, eins og verka- menn kröfðust. Næturvinna unglinga og barna er ibönnuð. Verkfallið á ísafirði stóð í 16 daga. Samtök verkamanna voru framúrskarandi góð, og voru þeir ráðnir í að láta ekki undan síga og halda út þar til fullur sigur fengist. Verkalýðurinn um land allt sýndi félögunum á Isafirði alveg óvenjulega samúð, og þrátt fýrir atvinnuleys- ið og skortinn meðal alþýðunnar, tókst Al- þjóðasamhjálp verkalýðsins(A. S. V.) að safna talsvert á annað þúsund kirónum til styrktar ísfirsku stéttarbræðrunum. Lífið óg sálin í verkfallinu voru kommúnist- arnir á Isafirði, og þó einkum félagi Ingólfur Jónsson, sem verður í kjöri fyrir hönd Kom- múnistaflokksins hér í Reykjavík, við kosn- ingarnar 12. júní. . Verkalýðurinn á ísafirði hefir líka unnið mikið á, en þó erum við þess fullvissir, að betur hefði getað tekist. Slakað hefir verið allmjög á ýmsum kröfum verkamanna. Verka- mönnum á Isafirði hefir orðið þau mistök á, að gefa herra framkvæmdarstjóra Finni Jónssyni fullt umboð til samningsgerða, og samningur- inri ber líka að ýmsu leyti mark hans. Verka- menn verða að læra það, að treysta aldrei öði*- um en sjálfum sjer, og gefa foringunum aldrei fullt úmboð til samningsgerða. Þegar Alþ.bl. segir frá lokum verkfallsins, skýrir það meðal annars frá því, að eitt tbl. af Verkiýðsblaðinu, sém til Isafjarðar h'afi komið, meðan á verkfallinu stóð, hafi ekki ver- ið borið til kaupenda, vegna þess að félögum okkar á Isafirði hafi ekki líkað ummæli þess. Verklýðsblaðið hringdi Ingójf Jónsson upp og spurði hann um þetta. Kvað hann þetta tií- hæfulausan uppspuna. Tilefnið til þessará lyga bjóst hann við, að væri, að 19. tbl. kom af ein- hverjum ástæðum, sem pósturinn einn getur gefið upplýsingar um, seinna til Isafjarðar en 20. tbí. Hitt vitum við vel, að krötunum og atvinnu- rekendum á ísafirði hefir ekki verið vel við útbréiðslu Verklýðsblaðsins á meðan á verk- fallínu stóð. Verklýðsblaðið skýrði frá hinni öt- ulu fjársöfnun A. S. V., sem heppnaðist svona veí fyrir gott starf kommúnistanna, og stéttá- samúð þá, sem verkamenri um land allt sýndu félögunum á ísafirði. Jafnframt sagði Verk- lýðsblaðið látlaust og feimnislaust sannleik- ann um afstöðu kratanna til unglingavinnunn- ar. Finnur Jónsson og fleiri kratar töluðu á móti kröfunum, sem verkamenn gerðu fyrir hönd unglinga, og reyndu þeir að beita áhrif- um sínum í verkamannafélaginu, til þess að hindra það að þær yrðu g-erðar. Þegar út í verkfallið var komið, þorðu þeir ekki að sýna kröíuja verkamanna andúð, vegna þess að kosningar fóru í hönd. En samningur sá, sem Finnur hefir undir- skrifað, sýndi það bezt, að ekki var vanþörf á að minna verkamenn á fyrri afstöðu Fínns til unglingavinnunnar. ¦ ¦: --sLi^ ! . . . maí úti í heimi 1. maí í auðvaldsríkjunum.. Þrátt fyrir bönn, fangelsanir, ógnanir og lög- reglu borgaraflokkanna, sósíaldemókratanna þar meðtalda, fóru stórfeldar kröfugöngur fram 1. maí undir forystu kommúnista um öll lönd. Kröfugangan í Berlín er einhver hin mesta, er þar hefix sést. Göturnar bókstaflega flóðu af verkamönnum. Frá 50 stöðum héldu fylkingarn- ar til Lystgarten. Þúsundir rauðra fána með hamar og sigð í hominu blöktu yfir hinum löngu röðum rauðu fagfélaganna, íþróttafélag- anna og ungkommúnista. I Lustgarten talaði foringi þýzka flokksins Thálmann fyrir tugi þúsunda áheyrenda. I verkamannahverfunum blöktu rauðir fánar við hún og á háskólanum í Berlín höfðu kommúnistískir stúdentar dregið upp sovjetfána. Lögi'egían hafði safnast saman um áheyrendasvæðið o^ reyndi að koma af stað óspektum. Hún hafði komið fyrir vélbyssum á húsþökunum í kring og réðist á múginn með brugðnar kylfur, en sökum hins frábæra aga og skipulags verkamannanna tókst henni ekki að riðla fylkingunum. I öðrum borgun Þýzkalands fóru fram ágætar kröfugöngur, er sýndu greini- lega vöxt Kommúnistaflokksins og hnignun sósíaldernókrata. I Tékkóslóvakíu og Frakk- landi voru kröfugöngurnar í ár stóruni fjöl- mennari en í fyrra, í fjölmörgum borgum var vinna algjörlega lögð niður þennan dag. 50.000 byltingarsinnaðra verkamanna gengu kröfu- göngu í New York, öðrum 50.000, sem samein- ast vildu kröfugöngunni, var bægt frá af lög- reglunni. Þó bættust í hópinn um 35 þúsundir verkamanna. Fylking þessi gekk um götur New York borgar í tvo tíma með þúsundir rauðra fána og kröfuspjalda. I kröfugöngu sósíaldemó- krata tóku þátt 2,500 manns, sjálfir hafa þeir Framh. á 4. síðu. Samvinna stjórnmálaflokk- anna gegn alþýðu Kosningasvik, íslandsbanki ríkislögregla, gerðardómur o. f 1. Það er, fróðlegt að athuga „Tímann" á fyrstu ritstjómarárum Jónasar frá Hriflu, og bera saman við skrif hans nú. Framsóknar- flokkurinn komst til valda 1927 með tilstyrk sósíaldemókrata á þingi, sem fengu loforð um feitar stöður fyrir stuðníngnum. Svo átti að blekkja verkalýðinn með því að flytja frum.- vörp um smáhagsmunabætur verkalýðnum til handai Svo átti að rífast allmikið urri þétta, en þegar til atkvæðagreiðslu kæmi skyldu nokkr- ir úr Framsóknarflokknum greiða atkvæði með þessum „umbótafrumvörpum", eri hægilega margir á móti, svo "hægt væri að drepa öll mál, sem færu í þá átt að tiryggja betur af- ko'riiu verkálýðsiris í landinu.' Atkvæði Ihaldsmanna töldu þeir vís á móti öllum slíkum málum, éndá hefir sú voh ekki orðið sér til skáirimar. Skulu iíú hér tilfær9 nókkur dæmi úr þingsögu síðustú ará, sem sýria betur en allt aririað hvað náið samband hefir alltaf verið a milli Framsókriár og íhalds- ins. Kosningasvik. Við kosningarnar 1924 komst frambjóðandi Ihaldsins á Isafirði, Sigurjón Jónsson, að vegna svívirðilegra kosningasvika; ennfremur fram- bjóðandi Framsóknar, Berriharð Stefánsson, í Eyjafjarðarsýslu, sem flaut inn á mjög svo vafasömum atkvæðum. Sósíaldemókratar þótt- ust illa sviknir og klöguðu kosningarnar á ísa- firði og kröfðust þess, að frambjóðandi þeirra þar, Haraldur Guðmundsson, yrði tekinn gild- ur sem þingmaður. Sama gjörðu íhaldsmenn út af kosningunni í Eyjafirði. Kröfðust þeir að Stefán Btefánsson frá Fagraskógi ferigi þing- sætið, en ekki Bernharð. Hér var úr vöndu að ráða. Frariisókn mátti ekki tapa þingsætinu í Eyjafirði og vildu gjarnan lofa Haraldi ves- lingnum inn í þingsalinn. Var nú það ráð tek- ið, sem mun verða ævarandi smánarblettur á Alþingi, 1925, að kosning Sigurjóns Jónssonar var tekin gild gegn því að íhaldsmenn létu Bernharð halda sínu þingsæti. Sönnunargögnin fyrir kosningasvikunum á Isafirði í þetta sldpti var öllum ljós og verkalýður landsins fylltist gremju yfir framferði og spillingu þingmannanna. En þetta var aðeins forleikur að öðru stærra hneykslismáli og öðrum stærri kosningasvikum. 1927 var Jón A- Jónsson í k.iöri í Norður-lsafjarðarsýslu. Á móti var sósíaldemókratinn Finnur Jónsson. Kosninga- baráttan var hörð og ekkert var til sparað. At- kvæði voru fölsuð af íhaldsmanna hálfu, mút- ur veittar og fleira þessu líkt. Jón Auðun Jóns- son var kosinn með miklum atkvæðamun. Kosningin var kærð, og kæran tekin fýrir á Alþirigi. Um kjörbréf Jóns var rifist nótt og dag, en endir þeirrar deilu varð sá, að kjörbréf Jóns var tekið gilt fyrir atbeina Ihaldsmanna og nokkurs hluta Framsóknar, sem lagði bless- un sína á kosningarsvikin með því að greiða at- kvæði með því að taka gilt kjörbréf Jóns. Stimpluðu þeir sig sem fylgjandi kosningasvik- um og annari slíkri spillingu, sem altaf fylgir borgaraflokkunum og þingræðinu eins og skuggi.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.