Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 08.09.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 08.09.1931, Blaðsíða 1
ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. á*g« Reykjavík 8. septembex* 1931 41» tÚl. Hvinær fá sjómenn síld sina úfborgaða? Síidin falliis niðiar í 14 kr. - 40.000 tunnur af síld skemmdar hjá saltendum. Tilraunir til að skella skaklafðlluntim á háseta. Sífelt kemur það betur og betur í ljós, hve hörmulegt það er að hásetar á síldveiðiskip- unum skuli hafa verið upp á hlut og verSa að þjást fyrir öll skakkaföll atvinnudrottaanna og braskið á auðvaldsmarkaðinum. Nú er síldin fallin niður í 14—15 kr. tunnan og samsvarar það því, að ekker,t fáist fyrir innihaldið. Veit útflutningsnefndin ekki sitt rjúkandi ráð og mun helzt hugsa til að stöðva alla sölu á sinni síld í Svíþjóð, til þess að reyna að hækka verðið. Væri það svo sem alveg eftir þeim, að geyma hana til vorsins og henda henni þá, frekar en selja hana nú. 1 síldinni hefir orði'ð vart sólsuðu og munu um 40,000 tunnur skemmdar. Hlýzt af því geysilegur skaði hvort heldur tekst að sortera nokkuð af síldinni eða henni verður fleygt í bræðslu, sem hugsanlegt er. En nú er deilumál- iö' hvor eigi að bera skaðann af sólsuðunni, síld- veiðendur eða saltendur í landi. Um það mál verður verkalýðurinn á sjó og landi að' láta til sín taka og það getur einungis orðið á þessa leið: í vor þegar fulltrúar saltenda og lútgerðar- manna knúðu það í gegn að taka söltunina úr höndum Einkasölunnar, báru þeir það fýrir að það væri til þess að koma ábyrgðinni af Einka- sölunni og yfir til útgerðarmanna og saltenda sjálfra. „Verkamaðurinn" og „Verklýðsblaðið" bentu þá á það strax að með þessu móti væri verið að stofna hluti sjómannanna í hættu, því þeir fengju þá ekki að vita fyrr en seint og síðar meir um hvort síld þeirra yrði tekin gild eða ekki — og töldu það skipulag alveg óíært. Nú hafa útgerðarmenn skipanna ráðstafað allri síldinni, hásetar hafa engu fengið að ráð- stafa sjálfir. Samningarnir um söltunina eru al- veg einkamál útgerðarmanns og saltenda — og sjómaðurinn hefir ekkert þar með að gera. Hásetar eiga því engan skell að fá af sfldar- skemmdunum, heldur verða útgerðarmenn, sem réðu síldarsöltuninni, og atvinnurekendur í íandi, sem tóku hana áð sér, að bera hann. Þessvegna verða sjómenn að taka höndum sam< an um að kref jast þess, að Einkasalan greiði ekki skemmdirnar, því þá skellur það á sjó- mannahlutnum líka, heldur verði utgerðarmenn og atvinnurekendur í landi að bera þetta sjálfir. Verkafólkið í landi verður hinsvegar að heimta Iaun sín greidd að fullu og það beint frá Einkasölunni, til þess að vera tryggt um laungreiðslu sína, ef einhverjir verða gjald- þrota við skellinn. Sjómenn og verkafólk í landi! Takið höndum saman! Heimtið laun ykkar greidd að fullu! Hindrið með samtökum ykkar tilraunir at- \innurekendaklíkunnar til að velta afleiðingum skakkafalla þeirra sjálfra yfir á ykkur og skerða ykkar rýra hlut! Ummæli ensks íhaldsmanns um Sovét-Rússland. Einn af hinum kunnustu ensku sérfræðing- um á útgerðarsviðinu, hinn þekkti íhaldsmað- ur Metkaf, stjórnarmeðlimur brezk-rússenska verzlunarráðsins, sem dvelur um þessar mundir í Leningrad, skýrir blaðamönnum frá því, sem fyrir augu hans bar í Rússlandi. Farast honum orð á þessa leið: „Einn af fyrstu dögum mínum í Rússlandi skoðaði ég höihina í Leningrad, og fannst mér mikið til um. Myndi ég kjósa, að skoðanabræð- ur mínir í Englandi gætu séð með eigin augum Leningrad og Moskva, eins og þær borgir eru í dag, því aðekki gæti fram hjá þeim farið, •hinn stórkostlegi árangur endurreisnarinnar, hinar stöðugu framfarir og hinn stórkostlegi áhugi og vinnugleði meðal fólksins. Vil ég hið kröftuglegasta andmæla þeim mönnum, - sem tala um fimm ára áætlunina eins'og skýjaborg væri. í Rússlandi eru nú þegar til ótakmarkaðir möguleikar efnalegrar þróunar, og er það meira en sagt verður um nokkurt annað land. I Russ- landi er enginn offramleiðsla á nokkru sviði, . enda er þar hvarvetna næg eftirspurn á mark- I aðsvörum". Um þann rógburð auðvaldsríkjanna, að í Rússlandi sé um nauðungarvinnu að ræða, far- ast.Metkaf þannig orð: „Allt það, sem ég sá í Ráðstjórnarríkjunum, afsannar rækilega þessar fáránlegu sögusagnir. Eg sá þar verkamenn vera að virða fyrir sér vélar þær, sem nýkomnar voru frá útlöndum, og hinn mikli áhugi og augljósa ánægja, sem lýsti sér hjá þeim við móttöku og uppsetningu vélanna, bar þess vitni, að þeir væru sjálfir drottnar 'framleiðslu sinnar og væru sér þess einnig meðvitandi. Ég er að vísu íhaldsmaður í skoðunUm, en verð þó að játa, að veruleikinn verður ekki afmáður, þó að hann kunni að koma í bága við kennisetningar einstakra stjórn- málaflokka. Ég lýsí yfir því fyrir öllum heimi, að Ráðstjórnarríkin hafa þegar náð stórkost- legum árangri, sem verða mun því glæsilegri sem lengra líður. Þessa skoðun mun ég flytja löndum mínum, þegar heim kemur". Saltfisksalan Öngþveiti auðvaldsins og „ráð"þesi Tilraunir til að mynda eiukasólu á saltfiski. Svartar eru horfurnar með sölu saltfiskjar- ins, sem flestra annara afurða auðvaldsþjóð- fólagsing á íslandi. Auðmannastétt su, sem í krafti eignavalds síns yfir framleiðslutækjun- um, hrifsar til sín afurðirnar, sem vinnandi stéttirnar framleiða, stendur nú ráðþrota með afurðirnar í höndum sór, — og sá hluti hennar, fiskkaupmennirnir, sem hingað til hafa sífelt notað tækifærið til að kaupa afurðirnar af smá- íramleiðendunum og græða á því, láta nú smá- útgerðarmennina allflesta „brenna inni" með fisk þeirra, því bröskurunum finnst gróðavonin lítil. Islenzka auðmannastéttin stendur framml fyrir gjaldþroti síns eigin skipulags. Á þorsk- inum hefir ríki hennar byggst og þegar hann bregst, hvað verðið snertir (því ötulir sjómenn og gjöfull sær sjá um að gnægtir séu nægar), þá riðar allt vald hennar og hún sér hrunið framundan. Stærstu braskararnir reyna að vanda að bjarga sér á kostnað sinna kæru stéttarbræðra og síns heittelskaða föðurlands. „Kveldúlfur" og „Alliance" hafa selt allt hvað þeir gátu og látið í umboðssölu á Spáni og munu langt komnir með að selja sinn fisk. Lækka þeir með þessu móti stórum fiskverðið. Samlag smærri útgerðarmannanna sér nú að ekki má við svo búið standa og reyna að grípa tii varnarráðstafana. Og varnarráðstafanirnar eru þær, að reyna að koma á algerri einkasölu á saltfiskinum á íslandi. Aðferðir samlagsins eru þær að reyna að knýja „Kveldúlf" og „Alliance" inn í samtökin, — en ef það ekki takist, á að fá ríkisstjórnina til að setja með bráðabyrgðalögum einkasölu á saltfisk. Mun ekki standa á ríkisstjórninni að gera það, ef útgerðarmenn æskja. Getur ríkiseinkasala á saltfiski bjargað ölig- þveitinu, sem saltfisksalan er í? Tvímælalaust ékki. Það, sem saltfiskeinka- sala myndi gera, er að setja fast, allhátt verð á, fjskinn til markaðslandanna og halda því verði, selja minna með því en ella hefði verið selt, fá heldur hærra verð á skippund, — en brenna inni með því meira, sem yrði verðlaust, Afleið^ ingin yrði gvo sú að næsta ár yrði saltfiskfram-< ieiðslan takmörkuð með lögum, h'kt og síldar- söltunin nú, og minnkuð stórum. Atvinna verkalýðs minnkaði stórkostlega, smáútgerðin yrði harðast úti að vanda, þeir, sem skuldugir eru sliguðust ennþá ver undir skuldafarginu, því afborganir og vextir yrðu hlutfallslega miklu þyngri en fyr. Saga síldareinkasölunn- ar myndi endurtaka sig hvað saltfiskinn snert- ir og sú saga er nú lýðum kunn, Langar sjó^ mennina i að fá hana endurtekna með saltfisk- inn Hka? Er einkasala á saltfiski sósíalistisk lcrafa? Langt frá því. Einkasala á saltfiski, meðan auðvaldið ríkir á Islandi, er aðeins ríkisrekst- ur auðvaldsins, fullkomnasta mynd auðvalds- reksturins, það skipulagsform, sem auðvaldið grípur til, þegar allt er komið í öngþveiti. Þótt sósíaldemókratar hafi barizt fyrir þessari

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.