Verklýðsblaðið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Verklýðsblaðið - 03.01.1934, Qupperneq 2

Verklýðsblaðið - 03.01.1934, Qupperneq 2
kratabroddamir með því að hindra allsherjarverkföll verka- lýðsins gegn ríkislögreglunni, hjálpa henni svo gegnum þingið og skipa sér síðan við hlið henn- ar með fasistunum til að berja á verkalýðnum, eins og í Diönu- slagnum. 7. júlí og 9. nóv. bæði 1932 og 1933 tala enn til allra verkamanna því máli, sem þeir skilja, um samvinnu íhaldsins og Alþýðu- fiokksforingjanna gegn verka- lýðnum hvenær, sem á ríður. Og lærdómamir af þeim baráttu- dögum mega síst gleymast nú, þótt kratabroddamir beiti nú öllum ráðum til að blekkja verka- lýðinn aftur til fylgis við sig fyrir bæjarstjórnarkosningarnar. Verkalýður Reykjavíkur sam- fylkir sér hinsvegar óðum undir forustu Kommúnistaflokksins til að hefja sókn á móti hungurá- rásum Reykjavíkurauðvaldsins. Á atvinnubótavinnustöðvunum kjósa verkamenn sjálfir forustunefndir til að bera fram kröfur sínar og skipuleggja baráttuna. Við höfn- ina vex óðum fylgi hinna róttæku krafa um kauphækkun við kol, salt og sement og togaravinnuna til baráttu gegn vinnuhraðanum. Á vinnustöðum og í fátækum verkamannahýbýlum eflist bar- áttuhugur þess verkalýðs, sem skilur gildi sitt og volduga hlut- verk í þjóðfélagsþróuninni. Og bæjarstjórnarkosningamar verða einmitt lífsafnaður þess verkalýðs, sem heimtar atvinnu og brauð þess verkalýðs, sem berjast vill fyrir frelsi sínu og sósíalismanum . gegn rotnandi, dauðadæmdu skipulagi auðvalds- ins, sem aðeins skammtar alþýðu kaupkúgun, atvinnuleysi, kjallara- holur og tæringu. Og sá liðsafn- aður beinist óhjákvæmilega gegn ölium flokkum auðvaldsins: hin- um útvalda flokki þess, íhaldinu, með helztu fjáraflaklær og há- launamenn auðmannastéttarinnar. á lista sínum, — gegn Framsókn með foringja hins svívirðilega stéttarhers burgeisanna, sem tákn ofbeldisaðferðanna efstan á lista sínum, — en alveg sérstaklega stendur þó baráttan gegn Alþýðu- flokksforingjunum, því við þá er um þann hluta verkalýðsins að berjast, sem vantar í hópinn, svo sigur fáist, — því Alþýðuflokks- foringjamir, völd þeirra og áhrif, er sá múr, sem auðvaldið hefir hlaðið í kringum sig sér til varn- ar, og brjóta verður niður, hvað sem það kostar. Liðsafnaður verkalýðsins fer fram í hinni daglegu hagsmuna- baráttu á vinnustöðvum og á heimilum verkalýðsins, sem at- vinnuleysið kreppir að. En hin þýðingarmiikla liðskönnun, sem um leið er einn stórvægilegur þáttur í hagsmunabaráttunni, verða bæjarstjórnarkosningarnar 20. janúar. Sá liðssafnaður er undir forustu Kommúnistaflokksins, — flokks- ins, sem stjórnað hefir þeirri verklýðsbaráttu, sem háð hefir verið í Rvík síðustu 2 árin, bar- áttunni 7. júlí, sem knúði fram atvinnubætumar, baráttunni 9. nóv., sem hindraði launalækkun- ina, þótt kratabroddunum tækist Dómurinn Vegna öflugra mótmæla verkalýðs allra landa þorir nazistadómstóllinn ekki að dæma Torgler, Dimitroff og félaga hans til dauða. En borgarastéttin þýzka heldur þeim ennþá í fang- elsum til þess að geta látið myrða þá á laun. Aðeins efld mótmælabarátta getur forðað þeim úr böðulsklóm. Úrslit brennumálsins, sem kunn urðu rétt fyrir jólin, vom þau, að félagarnir í Leipzig voru sýknaðir um að hafa kveikt í þýzka ríkisdeginum. Þar með hef- ir fasistastjórnin þýzka, brennu- vargarnir, orðið að hopa fyrir hinum opinberu ákærum verka- lýðs um öll lönd og fyrir ský- lausum afhjúpununl fél. Dimi- troffs fyrir ríkisréttinum. Þann- ig hefir verið felld sú ástæða, sem Hitlerstjómin hafði sem á- tyllu til hinna grimmilegu of- sókna sinna gegn þýzkum verka- lýð. Sýknudómurinn er veikleika- merki, sem einnig kemur fram í því, að með þessu er gerð tilraun til að lækka ákæmöldumar um brunamálið. En brunamálið má ekki gleym- ast. Þessi ákæra á hendur Kom- múnistaflokknum þýzka, sem kostað hefir þýzka verkalýðinn nokkra beztu foringja sína, sem kostað hefir hann hinar hryllileg- ustu kvalir og dauða, má ekki gleymast. Vopnið hefir snúist í höndum fasistanna, verkalýðurinn í öllum löndum verður að grípa það og hefja til höggs. í fangelsum Þýzkalands sitja ennþá tugir þúsunda, sem teknir hafa verið fastir og pyndaðir fyrir þessa ákæru. Verkalýður allra landa verður að krefjast þess að allir þessir menn verði látnir lausir, hann verður að að hindra fleiri ávexti þess sig- urs, jámsmiðaverkfallinu, bar- áttunni gegn ríkislögreglunni, baráttunni gegn fasismanum og blóðtákni Hitlersstjórnarinnar, baráttunni fyrir atvinnubótum og atvinnuleysisstyrkjum nú í haust, og fyrir hækkuðu kaupi í vetur. Það er því gegn Kommúnista- flokknum, sem fasisma auðvalds- ins er stefnt. Ríkislögreglan er sett til höfuðs honum, eins og J. Þorl. tilkynnti og 25 kommúnist- ar og byltingarsinnaðir verka- menn bíða nú dóms fyrir hæsta- rétti auðvaldsins fyrir þátttöku I sína í baráttu verkalýðsins. | En einmitt af sömu orsökunum | sem auðvaldið ræðst svo harðvít- uglega á K. F. í., einmitt af j því hann er órjúfanlega tengdur j verkalýðnum og brautryðjandinn j í baráttu hans, þess vegna stillir : Kommúnistaflokkurinn einmitt verkamanni efstum á lista sinn, einhverjum bezta pólitískt þrosk- aðasta og duglegasta verkamann- inum í okkar flókki, og hefir lista sinn verklýðslista út í gegn, þannig, að ekki eru þar íleiri en í Leipzig. krefjast þess, að Thálmann for- ingi Kommúnistaflokksins þýzka, Toigler, Dimitroff og félagar hans verði strax látnir lausir. Á ný hefjast hryllilegar of- sóknir gegn þýzkum verkalýð. Fyrir örfáum dögum voru 7 ungir verkamenn hálshöggnir í Köln. Þetta átti að vera hefnd fyrir hinn mikla atkvæðafjölda gegn stjóminni þýzku, sem hinum hugrakka Kölnar-verkalýð tókst að koma fram, þrátt fyrir ógn- irnar í kosningaskrípaleiknum síðasta. Þetta átti að vera hefnd fyrir þá baráttu sem hið hrausta Félag ungra kommúnista stendur fyrir gegn fasisma og stríði. Hin nýju hryðjuverk Hitlers- stjórnarinnar koma fram í aukn- um fjöldafangelsunum, morðum á föngum og allskonar pynding- um á verkalýðnum. Hún er hefnd fyrir það, að fasistaböðlamir hafa ; orðið að hopa á hæl í Leipzigar- j málaferlunum, og hún er ennfrem- j ur örþrifaráð gegn vaxandi mót- 1 mælum og styrkleika verkalýðsins undir forustu Kommúnistaflokks Þýzkalands, sem einn leiðir bar- áttuna gegn fasisma og stríði, en fyrir valdatöku verkalýðsins að dæmi Ráðstjórnarríkjanna. Þessar ofsóknir Hitlersstjórnarinn ar eru í þriðja lagi einn liðurinn í undirbúningi árásarstríðsins á Sovét-Rússland. Islenzkur verkalýður verður því ! einnig að halda áfram baráttu , sinni gegn fasismanum. Hann verður að krefjast þess með öðr- um verkalýð, að þýzku félagarn- ir verði látnir lausir, að þeim Thál mann, Torgler, Dimitroff og fé- lögum hans verði þegar í stað sleppt úr varðhaldi. Islenzkur verkalýður verður að efla samfylk ingarbaráttu sína gegn íslenzkri borgarastétt, sem að dæmi þýzku fasistanna undirbýr fasistiska ógn j arstjóm hér á landi. 5—7 manns, sem ekki tilheyra j verkalýðsstéttinni, og þeir allir þrautreyndir í baráttunni fyrir ! sigri verkalýðsins og sósíalism- ans. „Frelsi verkalýðsins verður að vera hans eigið verk“, segir Marx, og við koimnúnistar vitum hvaða þýðingu það hefir að ! verkalýðurinn hafi sjálfur trúna á krafti sínum og setji einmitt þá menn af sinni stétt, sem hann geíur treyst, á oddinn, í forust- una fyrir stéttinni í sókn hennar. Kommúnistaflokkurinn er verk- lýðsflokkur og hann sýnir það og sannar, ekki aðeins með allri bar- áttu sinni, heldur einnig með uppstillingu sinni til bæjarstjórn- arinnar' í Rvík nú. Og verkalýð- ur Reykjavíkur hefir þegar sýnt þroska sinn með undirtektunum, sem þessi verklýðslisti K. F. í. hefir fengið á vinnustöðvunum. Og þess vegna verður markið, sem flokkurinn setur sér við þess- ar kosningar: tvo kommúnista í bæjarstjórn. Kosningahríðin, sem framundan er, verður hörð. Með eitt viku- bláð verðum við að berjast gegn Ungherjadeild A.S.V. heldur Barna- skemmtun föstud. 5. jan. 1934 í fundarsaln- um við Bröttug. Skemmtiskrá: 1. Ræða: ungherji. 2. Mjólkin og verkamannabömin (smáleikur). 3. Söngur. 4. Upplestur. 5. Ballet dans. 6. Ræða: ungherji. 7. Jólasveinamir (smáleikur). 8. Dans. Aðgöngumiðar á 0.25 aura seld- ir á fimmtudag kl. 1—7 og föstudag kl. 4—6 á skrifstofu A. S. V., Hafnarstræti 18. 4 dagblöðum auðvaldsins. Með sjálfboðaliðsvinnu áhugasamra verkamanna og flokksfélaga vierðum við að keppa við launaða smala auðvaldsflokkanna. En félagar! Málefni voru er sig- urinn vís, af því það er í sam- ræmi við hagsmuni verkalýðsins og þróun þjóðfélagsins, — en barátta allra annara flokka er fjandsamleg verkalýðnum og þeir sjálfir dauðadæmdir, orðinn fjöt- ur á mannfélagsþróuninni, — fjötur, sem verkalýðurinn mun sprengja. Það ríður á að hver einasti maður geri sína skyldu þar sem hann er, láti enga tæki- færisstefnu, bölsýni eða vonleysi hafa áhrif á sig, heldur herðist við erfiðleikana, sem auðvaldið reynir að skapa okkur, til að sigra þá umsvifalaust. Kommúnistar og róttækir verkamenn! Öll alþýða landsins, allir, sem kúgaðir eru og þjást af oki Reykjavíkurauðvaldsins, treysta á forustu ykkar, baráttu- þrótt og fómfýsi í þeirri viður- eign við þessa hötuðu yfirstétt og erindreka hennar, sem fram- undan er! Alþýðuflokksverkamenn! Nú ríður á að velja. Annarsvegar er auðvaldið og hinn vaxandi fas- ismi þess rneð lögreglukylfurnar roðnar í verkamannablóði, sem tákn sitt — og þeim hafa sósíal- fasistar Alþýðuflokksins rutt brautina, — en hinsvegar er Kommúnistaflokkurinn og hinn byltingarsinnaði verkalýður, sem þið börðust með og sigruðuð með 7. júlí og 9. nóv.! Það er undir ykkur komið, hvort baráttan í vetur og bæjar- stjórnarkosningamar 20. janúar verða eitt stórt skref fram á við í baráttunni fyrir atvinnu og brauði, spor á leiðina til verk- lýðsbyltingarinnar og sigurs sósíalisihans! Yfir okkur vofir fasisminn eins og í Þýzkalandi ef Alþýðuílokks- foringjunum tekst að halda meiri- hluta verltalýðsins áfram undir á- hrifum sínum! En framundan er verklýðsríkið að dæmi Sovét-Rússlands, ef meirihluti verkalýðsins fylkir sér um Kommúnistaflokk íslands.

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.