Verklýðsblaðið

Issue

Verklýðsblaðið - 03.01.1934, Page 4

Verklýðsblaðið - 03.01.1934, Page 4
Deila járnstníðanema Mótorbátaútgerðin í Reykjavík og kröfur sjómanna. „það hefir sýnt sig, að siná- útvegurinn er að ýinsu leyti fœrari uð mæta kreppunni, heldur en stórútgerðin". (Jón porláksson í útvarpsræðu 1932). Á síðasta fundi Sjómannafé- lags Reykjavíkur voru til umræðu kjör mótorbátamanna á komandi vertíð. Af undanfarinni rannsókn á kjörum þeirra, sem framkvæmd var af nefnd, sem kosin hafði verið á næsta fundi á undan, kom það í ljós, að þeir sjómenn sem eiga afkomu sína undir þessari grein útvegsins, búa við einhver þau allra svívirðilegustu kjör, sem útgerðarauðvaldið hefir enn- þá þorað að bjóða sjómönnum. Það kom sem sé í ljós, að kaup hásetanna á þeim bátum, sem sigla frá Reykjavík, var frá rúm- um þrem krónum á dag og það upp í 12 kr. á allra hæsta bátn- um. Af þessu kaupi eiga hásetar að fæða sig og borga allan per- sónulegan kostnað auk þess, sem þeir eiga að sjá fyrir fjölskyldu sinni. Daglegur vinnutími er 18 —22 kl.st. í sólarhring, og öll aðbúð hin versta. Maður skyldi nú ætla, að stjórn Sjómannafélagsins hafi hrosið hugur við slíkum kjörum sem þessum, og lagt fram ákveðnar tillögur til þess að ráða bót á þessu. Hvað skeður? Á fundinum leggur stjómin, og nokkur hluti nefndarinnar fram tillögu um nýjan ráðningartaxta, þar sem fallið er frá hinum illræmdu hlutaskiftum, en gengið yfir til annars ekki betra, eða 35% af bruttó afla. Hlutur síðustu ver- tíðar, sem var ein aflahæsta ver- tíð sem sögur fara af, var reikn- að samkv. prósentutaxtanum 3,2 prósent. Með sama afla gerir Sjómannafélagsstjórnin því til- lögu um að kaup þessara manna hækki um 0,3%, eða með öðrum orðum, að það haldist óbreytt eða lækki frá því sem er, þar sem óhætt er að fullyrða, að afli síð- ustu vertíðar er hámark þess, sem nokkru sinni hefir verið. En nú eru líkur til að brodd- arnir falli einnig' frá þessu og leggi til að hlutakjörin haldist eins og áður. Fulltrúi samfylkingarliðs sjó- manna i nefndinni 1 agði fram eftirtaldar kröfur: sem aðal- kröfu, að hásetar hefðu 300 kr. fast mánaðarkaup og 15 kr. fyrir hvem sunnudagsróður. Sem vara- kröfu: hrein hlutaskifti (afnám allra stubba) og 50 kr. lágmarks- tryggingar á viku. Gegn tillögum samfylkingar- liðsins töluðu flestir stjórnendur Sjómannafélagsins, töldu þær „fjarstæður“, „sprengingartil- raunir“ og ennfremur ófram- kvæmanlegar vegna þess, að eig- endur bátanna væru blásnauðir menn, sem væru engu betur stæðir en þeir sem hjá þeim ynnu. Þessi blekking kratabrodd- anna þarf sérstakrar athugunar við. Tveir þriðju hlutar af fisk- Verkfallið í eftir- og nætur- vinnu, sem járnsmíðaenmar hófu fyrir nokkru síðan, heldur ennþá áfram á öllum verkstæðunum. Atvinnurekendur hafa gert til- raunir til þess að skipa nemun- um til slíkrar vinnu, en það hefir reynst árangurslaust. Nemend- umir standa fast og ákveðið saman um kröfur sínar, en þær eru að eftir- og næturvinnukaup- ið haldist óbreytt. Atvinnurek- endur hafa engin bein svör gefið við kröfum nemendanna, en nú nýléga hafa þeir látið í veðri vaka, að eftir- og næturvinna nemenda skuli afnumin. En það verða nemendur að gera sér Ijóst, að þetta er ekkert annað en her- bragð af hálfu burgeisanna til þess að láta nemendur sækjast eftir eftirvinnu og sætta sig við þessa stórkostlegu launalækkun, vegna þess að meistararnir vita það mjög vel, að nemendum er full þörf á aukatekjum, sökum þess hve laun þeirra eru óheyri- lega lág. Nú ríður á því fyrir nemend- urna, að enginn slappleiki komi framleiðslu landsins er afli frá línu-, mótor- og trillubátum. All- ur þessi fiskur, eða mest allur — er keyptur af auðhringunum Kveldúlfi og Alliance, og seldur gegnum fiskhringinn. I gegnum fiskhringinn og um- í’áð sín yfir bönkunum, hafa þessi tvö félög náð þeirri að- stöðu, að skammta smáframleið- endunum verðið, og þar með lækka kaup sjómannanna svo gíf- urlega. Flestir sjómenn munu átta sig til fulls á skilnirigi Jóns Þorláks- sonar á kostum hlutaráðningar- innar. Hinsvegar eru víst margir, sem átta sig ekki á afstöðu krat- anna. En finnst ykkur ekki, sjó- menn, að þeir menn séu erind- rekar auðvaldsins í herbúðum okkar, sem sem ætla okkur sömu og verri kjör en við höfðum síð- ustu vertíð, og gera allt til þess að halda okkur frá baráttunni fyrir bættum kjörum? Verkefni okkar, sem ekki viljr um una þessum smánarkjörum, er því að skipuleggja baráttu meðal sjómanna sjálfra, fyrir af- námi hlutaráðningarinnar. Og einn virki þátturinn í þeirri skipulagningu er, að við kjósum þá þrjá fulltrúa samfylkingar- liðs sjómanna, sem í kjöri eru við stjómarkosningu Sjómannafé- lagsins. Neytum allir kosningar- réttar okkar. Burt með erindreka fiskhringsins úr stjórn Sjómanna- félagsins. Sjómaður. Gunnar Benediktsson flytur erindi í Iðnó kl. 4 síðd. næstk. sunnudag. Erindið heitir: Kirkjan og fasisminn. Gunnar er fyrir löngu þekktur fyrir sín snjöllu og listfengu erindi. Munu verkamenn hyggja gott til að fjölmenna á fyrirlesturinn á sunnudaginn. fram í baráttunni, heldur þvert á móti aukinn kraftur í barátt- unni fyrir þessum sjálfsögðu kröfum. En það sem ef til vill er allra þýðingarmest einmitt núna, er það að sveinamir styrki nem endurna í baráttunni, með því að lýsa einnig verkfalli á eftir- og næturvinnu, þar til kröfum nem- endanna er fullnægt. Það yrði það högg, sem atvinnurekendur stæðust ekki _marga daga. Af- staða kratabroddanna til þessarar baráttu sést greinilega á orðum eins þeirra (Einars Bjamason- ar verkstjóra í Landsmiðjunni) er hann beindi til þeirra iðnnema er fremstir stóðu: „-----ég ef- ast um að nemendunum né nokk- ur þægð í þessu bölvuðu brölti ykkar“ — —! Kratabroddamir starfa nú sleitulaust að því að skipuleggja ósigur í deilunni. Járnsmíðanemar! Haldið deilunni áfram af auknum krafti! Jám- iðnaðarmenn! Standið við hlið yngri félaga ykkar! Stöðvið einnig eftir- og næturvinnu hjá ykkur og þá er sigurinn vís! Nazistalistinn „þjóðernishrcyfing íslendinga" hér í hænum er nú klofin. Hcfir flokks- brot þaö, sem telur sig rétttrúaða Hitlersdrengi, stillt upp lista til bæjarstjórnarkosninganna, með Helga S. Jónssyni efstum. En hitt brotið hefir skriðið saman við íhaldið og fengið Jóh. Ólafsson heildsala á lista þess. j Verklýðsbl. hefir borist eftirfarandí skemmtilega frásögn frá fundinum, þar sem listinn var ræddur: Þriðjudaginn 19. þ. m. var flokksfundur Nazista haldinn í Ingólfsstræti. Efni fundarins var aðallega að ákveða uppstillingu fulltrúa við í hönd farandi bæjar- stjórnarkosningar. Á fundinum voru mættir ca. 15 manns, en þar er þeir voru ekki allir innritaðir í Nazistaflokkinn, heldur sumir hverjir vafagemsar, gekk mikill tími í að afsaka að svo fáir væru mættir og önnur deild héldi fund j á öðrum stað, sem við umræður : kom í ljós að væri eldri deildin. Það þurfti líka að skýra það fyrir gestunum, að Gísli Bjarnason og aðrir menn þess armsins sem fjarstaddur var, væri gersamlega óhæfir til allra verka og til sann- indamerkis hefði Gísli hætt við að sækja kjörfundi í Gullbringu- og Kjósarsýslu síðastliðið vor, eftir 5 mínútna samræðu við Ólaf Thors. Hakakrossinn, blóðtákn Hitlers, var við hún og ræður haldnar honum til lofs og dýrðar. Það var orðið framorðið og fundur slitnaði við svo búið, en við útganginn mættu fundar- mönnum nokkrir af hinum armi Nazista í Reykjavík, sem ekki hefir enn tekizt að bræða við. Þar lenti í blóðugum skömmum, brigslyrðum og lá við áflogum. Þannig endaði þetta göfuga þing. Taxtabrot 1 atvinnubótavinnunni I þetta skipti hefir kaupkúg- unarárásinni á verkalýðinn ver- ið beint gegn vörubifreiðastjór- um í atvinnubótavinnunni. At- vinnubótanefnd úthlutar vinnu- seðlum til vörubifreiðastjóra þannig, að þeir eiga að keyra ákveðina tölu bílhlassa af grjóti í hafnargerðina. Fyrir hvert hlass eiga þeir svo að fá fjórar krónur, sem er allt of lítið þegar aðgætt er, aðstaðan við verkið. Ilafnar- verkstjóri ákveður hvar taka skuli grjótið, og fer það því eftir hans höfði hve langt er að keyra. Bifreiðastjórarnir verða að losa upp grjótið og láta á bílana sjálf- ir. Við svo margþætt verk verða fjórar krónur á hvert hlass ekk- ert kaup, og í þessu atriði er brotinn taxti vörubifreiðastjóra með því að láta verkið í akkorði í atvinnubótavinnu, sem er óheyrilegt og í öðru lagi með því að greiða svo lítið fyrir verkið að það nægir ekki fyrir meiru en V3 af kostnaðarverði verksins. Sumir bifreiðastjórar hafa skilað þessum vinnuseðlum aftur með þeim orðum, að betri væri engin vinna en þessi, þvi hún borgaði ekki bensín og slit á bifreiðinni. Atvinnubótanefnd hefir líka út- hlutað vinnuseðlum til vörubif- reiðastjóra upp á venjulegt tíma- kaup með bifreiðina, en þegar til kom varð tímavinnan ekki nein, heldur keyra þeir verkamenn til og frá vinnustað og vinna síðan sjálfir við venjulega verkamanna- vinnu, en bifreiðin stendur hreyf- ingarlaus allan daginn. Fyrir þessa keyrslu fá svo bifreiða- stjórarnir rúmar fjórar krónur á dag, sem er of lítið, þegar að- gætt er, að vegalengd er töluverð út úr bænum og vegir slæmir. Vörubifreiðastjóramir hafa líka látið þess getið, að fyrir þessa keyrslu þyrftu þeir að fá minnst 10—12 krónur á dag til að stand- ast kostnaðinn af keyrslunni. í þessu atriði, er líka ráðizt á launakjör og lífsmöguleika vöru- bifreiðastjóra, með því að svíkja af þeim keyrslu allan daginn, og í öðru lagi að greiða þeim svo lítið fyrir þessa keyrslu, að þeir hafa ekki fyrir kosntaði. Alþýðuflokksforkólfarnir standa með atvinnurekendum í þessu máli, má það bezt sjá á því, að Kjartan Ólafsson, sem er í bæjar- stjórn fyrir kratana er í atvinnu- bótanefnd og úthlutar þessum taxtabrotsvinnuseðlum án þess að kveinka sér nokkuð við. Kristínus Arndal frambjóðandi kratanna við næstu bæjarstjórn- arkostningar, nú ritari Dagsbrún- ar og stöðvarstjóri vörubifreiða- stöðvarinnar og á að hafa eftirlit með að taxti sé ekki brotinn hef- ir ekkert gert í málinu. í þessu sem öðru má sjá lepp- mennsku Alþýðuflokksforingj- anna í þágu borgarastéttarinnar. Vörubifreiðastjórar! Hrindið ]æssari árás atvinnurekenda og kratabrodda á lífskjör ykkar. Adólf Petersen. Abyrgöarm.: Brynjólíur BJamasoa. Prentsmiðjan Acta.

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.