Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.09.2009, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 16.09.2009, Qupperneq 6
6 16. september 2009 MIÐVIKUDAGUR UMHVERFISMÁL Engin lögbundin viðmiðunarmörk gilda á Íslandi um hámarksstyrk GSM-senda. Geisla- varnir ríkis- ins miða þó við sömu mörk og Evrópusamband- ið mælir með. „Það er margt við þessi viðmið- unarmörk sem þarf að skoða og rannsaka, við tökum alveg undir það,“ segir Þorgeir Sigurðsson, fagstjóri hjá Geislavörnum ríkisins. Öll geislun eigi að vera eins lág og hægt sé að komast af með. Lesendur hafa haft samband við blaðið til að þakka fyrir að greint hafi verið frá fjölskyldu á Egilsstöð- um sem fann fyrir óþægindum eftir að GSM-mastur var sett upp á hæð fyrir ofan hús hennar. Þessir lesend- ur segjast sumir hafa fundið fyrir svipuðum óþægindum í Reykjavík. Fjölskyldan á Egilsstöðum flúði úr húsinu uns slökkt var á sendinum. í skýrslu sem rafgæðamælinga- fyrirtæki gerði fyrir fjölskylduna kemur fram að í löndum eins og Sviss, Ítalíu og Kína séu viðmiðunar- mörk fyrir GSM-aflþéttni mun lægri en hjá Evrópusambandinu. Þorgeir Sigurðsson segir að starfsmenn Geislavarna hafi heyrt af þessum lægri viðmiðum. Hins vegar telur hann ólíklegt að í lönd- unum sé farið eftir svo lágum mörk- um í einu og öllu. Það leiddi að lík- indum til verra farsímasambands. Hann bendir á að athygli nor- rænna geislavarna sé meiri á símtól- unum sjálfum heldur en sendunum og vísar í samnorræna skýrslu sem segir að geislun sú sem fólk verði fyrir af sendunum sé hundrað til tíu þúsund sinnum undir viðmiðunar- mörkum Alþjóða geislavarnarráðs- ins og miklu minni en sú sem það verði fyrir af símunum sjálfum. Frá sendunum stafi þó stöðugum bylgj- um, ólíkt símunum. Spurður hvort Geislavarnir ríkisins hafi mælt útsendingu Egils- staðasendisins, segir Þorgeir nei. En svo mikið hafi verið talað um send- inn að ekki sé ólíklegt að það verði gert. „Við kíkjum ekki á öll farsíma- möstur, það hefur ekki verið talin ástæða til þess,“ segir hann. Annan daginn í röð svaraði bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs ekki skilaboðum blaðsins. klemens@frettabladid.is Taktu þér tíma með fjölskyldunni einu sinni í mánuði og farið saman yfir reikningana. Var símareikningur- inn til dæmis að hækka eða lækka? Hægt er að gera fjármálin að skemmtilegri fjölskyldustund. Þannig lærir barnið á skemmtilegan hátt að það sem það telur sjálfsagt kostar í raun pening. Kynntu þér dag fjármálalæsis nánar á fé.is Stofnun um fjármálalæsi er sjálfstæð stofnun við Háskólann í Reykjavík og beitir sér fyrir bættu fjármálalæsi íslensku þjóðarinnar. Byr sparisjóður er aðalstyrktaraðili stofnunarinnar. Okkar markmið er að efla fjárhagslega heilsu allra. Borgaðu reikningana með allri fjölskyldunni Hollráð: Dagur fjármálalæsis 18. september LÖGREGLUMÁL Tveir pólskir menn á þrítugsaldri voru handteknir í Flugstöð Leifs Eiríkssonar aðfara- nótt laugardagsins síðasta með tæp- lega 6.000 e-töflur faldar í farangri sínum. Mennirnir voru að koma frá Var- sjá. Töflurnar fundust faldar í niður- suðudósum í farangri þeirra. Alls voru töflurnar 5.995 og voru 2.647 í farangri annars og 3.348 í farangri hins. Báðir mennirnir voru úrskurð- aðir í gæsluvarðhald á laugardag til 2. október. Annar þeirra kærði úrskurðinn til Hæstaréttar, sem staðfesti úrskurðinn í gær. Farið var fram á gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna, enda ætti eftir að rannsaka aðdrag- anda ferðar mannanna til landsins, tengsl þeirra við hugsanlega vit- orðsmenn á Íslandi eða erlendis og sakaferil þeirra. Þá þykir líklegt að þeir reyni að flýja úr landi gangi þeir lausir. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins dvaldi annar maðurinn um nokkurt skeið hérlendis fyrir nokkr- um misserum. Hinn sagðist aldrei hafa komið hingað fyrr. Á öðrum stað í blaðinu í dag er sagt frá ungum pólskum manni sem ákærður hefur verið fyrir innflutn- ing á um 2.000 e-töflum til landsins í póstsendingu í desember síðastliðn- um. - sh Tveir handteknir við komuna frá Varsjá með fíkniefni í niðursuðudósum: Teknir með 6.000 e-töflur í dósum LEIFSSTÖÐ Um síðustu helgi voru þrír handteknir vegna smygls. Aðfaranótt sunnudagsins, rétt um sólarhring eftir að Pólverjarnir tveir voru teknir, handtók lögreglan litháíska konu í Leifsstöð með ríflega 800 grömm af amfetamíni í fórum sínum. Sú hafði notað sömu aðferð og Pólverjarnir, og falið efnið í niðursuðudósum í farangri sínum. Konan, sem er á þrítugsaldri, var að koma frá Litháen. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald til 28. september og kærði ekki þann úrskurð. ANNAÐ SVIPAÐ MÁL SÓLARHRING SÍÐAR Fylgist þú með átökum innan Borgarahreyfingarinnar? Já 28,7 Nei 71,3 SPURNING DAGSINS Í DAG Er það að vera atvinnulaus eitt af því versta sem fólk lendir í? Segðu skoðun þína á Vísi.is ÖRYGGISMÁL Samningur hefur verið undirritaður á milli Land- helgisgæslu Íslands og Slysa- og bráðasviðs Landspítalans um gagnkvæma þjálfun áhafna þyrlu LHG og hjúkrunarfræðinga á slysa- og bráðasviði LSH. Samningurinn felur í sér að auka öryggi og efla þjálfun starfsmanna sem sinna flutn- ingi á slösuðum og sjúkum með þyrlum Gæslunnar. Greiningar- sveit bráðasviðs LHG fær þjálfun í umgengni við þyrlur og sjúkra- flutningamenn í áhöfnum LHG fá þjálfun á bráðasviði LSH. Sam- komulagið hefur ekki sérstakan kostnað í för með sér. - shá Gæslan og Landspítalinn: Samningur um aukna þjálfun Engin lögbundin GSM-viðmið notuð Fagstjóri Geislavarna ríkisins segir engin lögbundin viðmið gilda á Íslandi um GSM-geislun. Samnorræn skýrsla segir að sendarnir geisli minna en símarnir sjálfir. Geislavarnir ríkisins rannsökuðu ekki sendinn á Egilsstöðum. ÞORGEIR SIGURÐSSON Geislavarnir Finnlands vöruðu við því í byrjun árs að börn fengju að nota farsíma að vild. Þær mæla með því að textaskilaboð verði notuð í aukn- um mæli og að foreldrar takmarki fjölda og lengd símtala barnanna. Einnig að notaður sé handfrjáls búnaður og ekki talað í farsíma þar sem samband er slæmt eða í bíl á ferð. Finnsku geislavarnirnar töldu þó ekki rétt að banna farsímanotkun barna, þar sem símarnir auki öryggi með því að auðvelda samskipti barna og foreldra. Stofnunin tók fram að þetta væri gert þar sem ekki væri hægt að meta langtímaáhrif af GSM-notkun fyrr en eftir nokkra áratugi. Varúðar væri þörf þótt ekki hefði verið sýnt fram á nein heilsufarsleg áhrif ennþá. Þorgeir Sigurðsson hjá Geisla- vörnum ríkisins tekur undir með finnskum kollegum sínum að gæta eigi varúðar um notkun barna á GSM-símum. VARAÐ VIÐ GSM FYRIR BÖRN GSM-VÆTT ÍSLAND Í ESB eru viðmiðunarmörk fyrir rafsegulsvið á GSM-tíðni tíu vött en í Sviss eru þau 0,4 vött. Svo lág mörk fást með því að fjölga sendum og draga úr afli hvers og eins, segir í skýrslu fyrirtækisins Héloga. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI ÞJÓFNAÐUR „Ég á ekki orð yfir að nokkur skuli stela vagni frá barni. Þetta er ótrúlegt,“ segir Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Barnavagni tíu mánaða sonar hennar og Adams Bjarka Ægissonar var stolið fyrir utan heimili þeirra á Holtsgötu í fyrrakvöld. Að sögn Aðalheiðar var vagninn horfinn þegar Adam hugðist setja hann inn í geymslu klukkan níu um kvöldið. „Enginn nágrannanna sá neitt. Þjófurinn hefur greini- lega verið á höttunum eftir barna- vagni, því hann snerti ekki við glæ- nýju grilli, hjóli og hlaupahjóli sem líka stóðu fyrir utan. Þetta er mjög rólegt hverfi og við bjuggumst alls ekki við þessu,“ segir Aðalheiður. Hrafnkell Ingi, tíu mánaða gamall sonur hjónanna, er hjart- veikur. „Hann á sína erfiðu daga vegna veikindanna. Þessi vagn hefur bjargað okkur alveg, því í honum hvílist Hrafnkell vel og sefur kannski í þrjá klukkutíma samfleytt. Í dag [í gær] höfum við reynt að láta hann sofa inni, en það hefur alls ekki gengið vel.“ Aðalheiður keypti vagninn, sem er svartur og grár Brio-kerru- vagn, árið 2007 þegar dóttir henn- ar fæddist. „Þá kostaði hann 80.000 krónur en kostar núna 145.000, og bara kerrupokinn kostar 20.000 í viðbót. Við fáum tjónið bætt, en konan sem ég talaði við hjá trygg- ingarfélaginu sagðist því miður hafa heyrt fleiri dæmi um barna- vagnaþjófnaði að undanförnu,“ segir Aðalheiður Þorsteinsdóttir. - kg Barnavagni tíu mánaða hjartveiks drengs í Hafnarfirði var stolið í fyrrakvöld: Bíræfinn þjófur stal barnavagni MEÐ BÖRNUNUM Aðalheiður ásamt börnunum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.