Fréttablaðið - 16.09.2009, Side 8
8 16. september 2009 MIÐVIKUDAGUR
NOREGUR Úrslit norsku þingkosn-
inganna eru fyrst og fremst sigur
Jens Stoltenberg forsætisráðherra.
Flokkur hans, Verkamannaflokkur-
inn, bætti við sig þingmönnum og
tryggði þar með stjórninni meiri-
hluta en í fyrsta sinn í sextán ár
heldur norsk ríkisstjórn velli í
kosningum. Stoltenberg þakkaði
kjósendum rauðgrænu stjórnar-
innar, eins og
hún hefur verið
nefnd, kærlega
stuðninginn á
blaðamanna-
fundi í gær.
Norska stjórn-
in hlaut alls 86
þingmenn af
169 en stjórnar-
andstaðan,
bandalag hægri-
flokka, fékk 83
þingmenn kjörna. Skoðanakann-
anir rétt fyrir kosningar höfðu
sýnt að stjórnin stæði tæpt. „Þó
að meirihlutinn sé ekki stór þá er
hann öruggur,“ segir Birgir Her-
mannsson stjórnmálafræðingur.
Hann segir ekki ólíklegt að óein-
ing í röðum hægriflokkanna hafi
ráðið úrslitum um lokaniðurstöðu
kosninganna. „Þar ræður mestu
stefna stærsta flokksins, Framfara-
flokksins, í málefnum innflytjenda,
sem flokkurinn vill miklu strangari
reglur um. Borgarlegu flokkarnir
gátu ekki stillt upp sannfærandi
valkosti,“ segir Birgir.
Stjórnarflokkarnir komu misvel
út úr kosningunum. Verkamanna-
flokkurinn bætti við sig þremur
þingmönnum, Miðflokkurinn stóð í
stað en Sósíalíski vinstri flokkurinn
tapaði fjórum þingmönnum. Talið
er líklegt að ráðherrum síðast-
nefnda flokksins muni fækka í
kjölfarið. Stoltenberg vildi þó ekki
láta neitt uppi um mögulegar breyt-
ingar. Hann sagði á blaðamanna-
fundi að fyrst þyrfti að gera nýjan
stjórnar sáttmála, svo væri hægt að
huga að skipan ráðherra.
Verkamannaflokkurinn hefur
verið fylgjandi aðild Noregs að
Evrópusambandinu en hún er ekki
á dagskrá ríkisstjórnarinnar að því
er fram kom á blaðamannafundin-
um. „Aðild að Evrópusambandinu
er stóra málið sem menn ræða sín
á milli í norskum stjórnmálum en
ekki opinberlega,“ segir Birgir.
„Það er ekkert í kosningaúrslitun-
um sem breytir því.“ Samstarfs-
flokkar Verkamannaflokksins
eru andvígir aðild og segir Birgir
að samkomulag hafi verið um að
setja málið ekki á dagskrá. Hann
segir ótímabært að spá fyrir um
áhrif mögulegra aðildarviðræðna
Íslendinga. „Því yrði eflaust velt
upp hvort Norðmenn ættu að fylgja
Íslendingum, en það er ekkert sjálf-
gefið í því.“ sigridur@frettabladid.is
Sigur Stoltenbergs
Í fyrsta sinn í sextán ár hélt norsk ríkisstjórn velli í kosningum. Kosningarnar eru
sigur forsætisráðherrans Jens Stoltenberg en flokkur hans bætti við sig þremur
þingmönnum. Búist er við breytingu á ráðherraliði en ekki í stefnumálum.
„Verkamannaflokkurinn vann kosn-
ingabaráttuna á samskiptasíðunum
Facebook og Twitter og á blogginu.
Þó að það sé ekki rétt að kalla þetta
nýja miðla er það nýtt fyrir okkur
að nota þá í kosningabaráttunni á
þann hátt sem við gerðum núna,“
sagði Jens Stoltenberg á blaða-
mannafundi í gær. Að því er fram
kemur á Aftenposten sagði forsætis-
ráðherrann frá því með innlifun
hversu ágætt honum þætti að vera í
sambandi við kjósendur sína í gegn-
um Facebook. Hann sagðist þó ætla
að láta sérfræðingum það eftir að
greina hversu mikil áhrif kosninga-
baráttan á netinu hefði haft.
Aftenposten greindi frá því
síðastliðið vor þegar Verkamanna-
flokkurinn hélt landsfund sinn að
Stoltenberg hefði sérstaklega hvatt
liðsmenn Verkamannaflokksins til
að nota samskiptasíður í kosninga-
baráttunni. Sjálfur er Stoltenberg
mjög virkur á Twitter og uppfærði
stöðuna sína til dæmis á kosninga-
nótt þegar hann sagðist vera að
fylgjast með talningu atkvæða:
„Verkamannaflokkurinn bætir við
sig fylgi. Spennandi að sjá hvort
meirihlutinn heldur velli,“ sagði í
færslunni.
UNNU Á FACEBOOK OG TWITTER
SIGURVEGARINN Glaðbeittur Stoltenberg á leið frá heimili sínu til skrifstofu í
gær. Hann hefur verið forsætisráðherra samfellt frá árinu 2005. Hann var einnig
forsætisráðherra Noregs frá 2000 til 2001 og var þá yngsti forsætisráðherra í sögu
landsins, 41 árs gamall. NORDICPHOTO/AFP
Verkamannaflokkurinn 35,4%
64 þingmenn +3
Sósíalíski vinstriflokkurinn 6,1%
11 þingmenn -4
Miðflokkurinn 6,2%
11 þingmenn 0
Framfaraflokkurinn 22,9%
41 þingmenn +3
Hægriflokkurinn
17,2%
30 þingmenn
+7
Kristilegi þjóðarflokkurinn 5,6%
10 þingmenn -1
Frjálslyndir (Venstre) 3,8%
2 þingmenn -8
Aðrir flokkar 2,6%
0 þingmenn
Meirihluti þingmanna en minnihluti atkvæða
Norska stjórnin hélt þriggja
þingmanna meirihluta, fékk 86
þingmenn af 169, þrátt fyrir að
fá rúmlega 45 þúsundum færri
atkvæði en hægriflokkarnir. Í
kosningunum árið 2005 fengu
rauðgrænu flokkarnir einnig færri
atkvæði en hægriflokkarnir. Skýring
þessa er misjafnt atkvæðavægi,
atkvæði íbúa fámennra fylkja í
Noregi vega þyngra en atkvæði
þéttbýlla svæða, rétt eins og á
Íslandi.
Stærstan ósigur kosninganna
biðu Frjálslyndir (Venstre) sem töp-
uðu átta þingmönnum. Formaður
flokksins, Lars Sponheim, sagði
af sér þegar úrslitin voru ljós og
norskir stjórnmálaskýrendur velta
fyrir sér hvort dagar flokksins séu
taldir. Hægriflokkurinn bætti mestu
við sig eða sjö þingmönnum.
BIRGIR
HERMANNSSON
DÓMSMÁL Sautján ára pólskur pilt-
ur hefur verið ákærður fyrir stór-
fellt fíkniefnabrot. Honum er gefið
að sök að hafa reynt að taka á móti
tæplega 2.000 e-töflum, ætluðum
á markað hérlendis, á pósthúsi í
Reykjavík í desember.
Pilturinn sótti sendinguna í póst-
miðstöðina að Stórhöfða 15. desem-
ber í fyrra, örfáum dögum eftir
sautján ára afmælisdag sinn.
Böggullinn hafði borist frá Pól-
landi og var stílaður á pólska konu
í Breiðholtinu. Í honum hafði lög-
regla fundið 1.921 e-töflu og nokk-
ur grömm af e-töfludufti. Búið var
að fjarlægja efnin úr bögglinum
þegar pilturinn sótti hann.
Hann var handtekinn í kjölfarið
og sætti gæsluvarðhaldi um nokk-
urra daga skeið.
Ákæra Ríkissaksóknara á hend-
ur piltinum var síðan þingfest í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær.
Hann neitar sök og ber fyrir sig að
hann hafi ekki vitað hvað hafi átt
að vera í sendingunni. Hann gæti
jafnvel átt yfir höfði sér nokkurra
ára fangelsi.
Aðalmeðferð í málinu fer fram
19. október. - sh
Sautján ára piltur ákærður fyrir að reyna að smygla hingað um 2.000 e-töflum:
Neitar innflutningi á e-töflum
FÍKNIEFNI Í PÓSTI E-töflurnar fundust í
bögglinum og voru fjarlægðar áður en
pilturinn sótti hann.
SAMSETT MYND
Stilling hf. • Sími 520 8000 • www.stilling.is • stilling@stilling.is
Bílavarahlutir