Fréttablaðið - 16.09.2009, Page 10

Fréttablaðið - 16.09.2009, Page 10
10 16. september 2009 MIÐVIKUDAGUR FRÉTTASKÝRING: Fangelsismál Fangelsismál í landinu eru í ólestri sökum fjárskorts og plássleysis. Á annan tug nefnda og starfshópa hafa unnið að úrlausn í nær fimmtíu ár. Nýtt fangelsi er enn óbyggt. Á annan tug nefnda og starfs- hópa hafa verið skipuð síðastliðin fimmtíu ár til að vinna að bygg- ingu nýs fangelsis á höfuðborgar- svæðinu. Þessir vinnuhópar eru allt að fjórtán talsins. Fangels- ið er enn ekki risið og raun- ar hefur öllum hugmyndum um það verið sópað út af borðinu. Hins vegar leitar Ragna Árnadóttir dómsmálaráð- herra nú allra leiða til að fjölga afplánunarplássum fyrir dæmda brotamenn. Meðal annars er í athugun að leigja húsnæði undir slík pláss. Fréttablaðið hefur að undan- förnu fjallað um óviðunandi stöðu fangelsismála hér á landi. Um 240 dæmdir brotamenn eru á boðunar- lista til afplánunar. Fangelsin eru troðfull, svo tvísetja þarf í klefa í sumum tilvikum. Ekki líður svo vika að ekki séu einhverjir, jafn- vel heilu hóparnir úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna afbrota. „Þetta er orðin býsna löng saga hvað varðar byggingu fangelsis í Reykjavík, eiginlega sagan enda- lausa,“ segir Guðmundur Gísla- son, forstöðumaður fangelsisins í Kópavogi, Hegningarhússins og fangelsisins á Akureyri. „Það hafa allnokkrar nefndir verið að vinna að byggingarmálinu í gegnum tíð- ina, en sagan nær allar götur aftur til 1960, þegar reisa átti fangelsi við Korpúlfsstaði. Það var teiknað upp, en síðan kom hlé og bygging- in leit aldrei dagsins ljós.“ Nokkrum árum síðar var Síðu- múlafangelsið tekið í notkun. Það gegndi hlutverki gæsluvarðhalds- fangelsis fyrir lögregluna og var í fullum rekstri til ársins 1996. Næsta tilraun til fangelsisbygg- ingar var í kringum 1975, þegar ákveðið var að stefna að byggingu fangelsis við Tunguháls 6. „Botnplata byggingarinnar var steypt á áttunda áratugnum,“ rifj- ar Guðmundur upp. „Hins vegar var aldrei byggt ofan á hana þannig að hún varð ónýt með tím- anum. Svo var einfaldlega mokað yfir hana. Síðan þá hafa nefnd- ir og hópar verið að störfum við að reyna að skipuleggja þetta. Ein nefndin skilaði mjög ákveðn- um tillögum um nýja fangelsis- byggingu í Reykjavík 1992. Hún lagði eindregið til að fangelsi yrði reist í Reykjavík, en Litla- Hraun yrði fyrst og fremst fyrir langtímafanga sem annaðhvort væru í námi eða vinnu í fangels- inu. Þáverandi dómsmálaráðherra tók annan kost og lét stækka Litla- Hraun. Þegar Síðumúlafangelsið var lagt niður var gæsluvarðhald- ið fært austur, sem var ekki mjög skynsamlegt að ég tel. Lögreglan tekur áreiðanlega undir það núna í þeim mannahalds- og fjárhagsörð- ugleikum sem þar er við að stríða, að það er ekki gæfulegt að þurfa að setja mannskap, bíla og fjár- muni í að flytja gæsluvarðhalds- fanga, kannski mörgum sinnum í viku, milli Litla-Hrauns og Reykja- víkur vegna yfirheyrslna, fyrir dómara eða í öðrum erindum, á sama tíma og kvartað er undan því að lögreglan geti ekki sinnt brýnni þjónustu vegna öryggis borgaranna.“ Um 2001 var farið að vinna að því að reisa nýtt fangelsi á Hólmsheiði. Ágreiningur varð um hvernig fangelsið ætti að vera, auk þess sem upp kom sterk umræða um að reisa flugvöll á heiðinni. Ekki varð neitt út neinu. „Byggingamálin í Reykjavík eru í ólestri,“ segir Guðmundur. „Nóg hefur verið um starfshópa og tillögur, en fjármagn hefur enn ekki fengist.“ GUÐMUNDUR GÍSLASON FANGELSIÐ Í KÓPAVOGI Til stendur að loka fangelsinu í Kópavogi um leið og fjármagn fæst til afplánunarúrræða annars staðar. Sagan endalausa BOÐUNARLISTAR – fjöldi dæmdra brotamanna sem bíða afplánunar Ár fjöldi 2001 65 2002 63 2003 53 2004 75 2005 97 2006 105 2007 142 2008 148 2009 240* *15.09.2009 HEIMILD: FANGELSISMÁLASTOFNUN TVÍSETT Í FANGAKLEFA Staður fjöldi pláss Akureyri 10 10 Hegningarhúsið 15 14 Kvíabryggja 22 20 Litla-Hraun 81 77 Kópavogur 10 11 HEIMILD: FANGELSISMÁLASTOFNUN „Að láta dæmda brotamenn bíða eftir að geta afplánað refsingu svo árum skiptir, er ekkert annað en mannréttindabrot.“ Þetta segir Vigdís Hauksdóttir alþingis maður, fulltrúi framsóknar- manna í allsherjarnefnd Alþingis. Hún hefur farið fram á fund í nefndinni vegna stöðunnar í fangelsismálum. Formaður nefndarinnar hefur ákveðið að verða við beiðninni og mun fundurinn verða hald- inn síðar í vikunni. Þangað verða kvaddir fulltrúar frá Fangelsismálastofnun og fangelsunum sjálfum. „Ég vænti þess að við getum farið yfir stöðuna með fulltrúum fangelsismála og fengið mynd af því hver staðan nákvæmlega er,“ segir Vigdís. Hún kveðst ekki hafa áhyggjur af því að ekki finnist húsnæði sem hægt sé að leigja undir fangapláss. Hún hafi frekar áhyggjur af því að fá starfsmenn í það viðbótarhúsnæði fyrir fangelsin. Ein- hvern veginn verði að finna úrræði til að stytta biðlistann því þegar menn hafi hlotið dóm verði þeir að fá að afplána hann sem fyrst. Aðstæður manna geti breyst til betri vegar frá því að þeir voru dæmdir. Þá sé þeim allt í einu kippt út úr daglega lífinu til að taka út gamlan dóm. „Þessi mál eru komin í algjört óefni og fjármagn bráðvantar til fangelsismála,“ segir Vigdís. - jss VIGDÍS HAUKSDÓTTIR Allsherjarnefnd Alþingis ræðir stöðu fangelsismála síðar í vikunni: Þetta er mannréttindabrot ■ 1960 Dómsmálaráðuneytið felur Valdimar Stefánssyni sakadómara að gera áætlun um að koma fangelsismálum í nútímalegt horf. Hann leggur til að ríkisfangelsi rísi á Korpúlfsstöðum. ■ 1961 Ný lög um ríkisfangelsi samþykkt þar sem ákveðið er að stofna deildaskipt fangelsi fyrir bæði kynin, afplánun, gæsluvarðhald, öryggis- gæslu og geðsjúka. ■ 1965 Nefnd dómsmálaráðherra leggur til gæsluvarðhaldsdeild í Síðu- múla, utan ríkisfangelsis. ■ 1974 Reykjavíkurborg veitir vilyrði fyrir lóð undir fangelsi við Tunguháls 6. ■ 1976 Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir samþykkir að gerð verði áætlun um byggingu fangelsis við Tunguháls. ■ 1978 Framkvæmdum við grunn og botnplötu lokið. Vegna fjárskorts verð- ur ekki af frekari framkvæmdum. ■ 1991 Dómsmálaráðherra skipar nefnd til að gera úttekt á fangelsismálum og skila tillögum. ■ 1992 Nefndin skilar skýrslu og vill nýtt afplánunar- og gæsluvarðhalds- fangelsi í Reykjavík. Ný bygging er reist á Litla-Hrauni og plássum fjölgað þar. ■ 1995 Dómsmálaráðherra skipar nefnd til að gera áætlun um byggingu gæsluvarðhalds- og afplánunarfangelsis á Tunguhálsi 6. ■ 1996 Skipaður starfshópur til að hafa umsjón með frumathugun, áætl- anagerð og framkvæmdum við nýtt Tunguhálsfangelsi. ■ 1998 Nefndin skilar tillögum sínum um móttöku-, gæsluvarðhalds-, og afplánunarfangelsi á Tunguhálsi 6. Ekki verður af framkvæmdum. ■ 2001 Dómsmálaráðherra kallar saman hóp til að taka upp þráðinn við undirbúning nýs fangelsis á höfuðborgarsvæðinu. ■ 2001 Fangelsismálastofnun ríkisins falið að vinna að frekari undirbúningi verkefnisins. ■ 2001 Reykjavíkurborg úthlutar lóð undir nýtt fangelsi á Hólmsheiði. ■ 2004 Starfshópur Framkvæmdasýslu skilar drögum fyrir alútboð fyrir byggingu gæslu- og afplánunarfangelsis. ■ 2004 Fangelsismálastofnun skilar ítarlegri heildarlausn um uppbyggingu fangelsa til dómsmálaráðherra. ■ 2005 Fangelsismálastofnun skilar framkvæmdaáætlun um uppbyggingu fangelsa til dómsmálaráðherra. ■ 2005 Áætlun Fangelsismálastofnunar samþykkt í ríkisstjórn. ■ 2009 Fangelsismálastofnun skilar þarfagreiningu til dómsmálaráðuneytis með fjórum útfærslum að lausnum. BYGGINGARFERILL NÝS FANGELSIS Í 50 ÁR FRÉTTASKÝRING JÓHANNA S. SIGÞÓRSDÓTTIR jss@frettabladid.is KORPÚLFSSTAÐIR Fyrir tæpum fimmtíu árum stóð til að reisa fangelsi á Korpúlfsstöðum. með ánægju Rödd skynseminnar Það er alveg málið að fara í matvöruverslun og kaupa í matinn þegar maður er úti. Um að gera að sleppa því að fara á veitingahús á hverju kvöldi. Þannig spararðu og getur keypt alls kyns gúmmelaði sem þú finnur ekki á klakanum. Hlustaðu á rödd skynseminnar, bókaðu flug til Evrópu og fáðu góð sparnaðarráð á www.icelandexpress.is Farðu út í búð! Verð frá: Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum. 14.900 kr. icelan dexpr ess.is Finndu ódýras ta flugið á F í t o n / S Í A F I 0 3 0 5 6 1

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.