Fréttablaðið - 16.09.2009, Page 12
12 16. september 2009 MIÐVIKUDAGUR
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is VIÐSKIPTARITSTJÓRI: Óli Kr. Ármannsson olikr@markadurinn.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is
og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Jón Kaldal jk@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Við fréttir af slæmri meðferð barna fyrir nokkrum ára-
tugum á vistheimilum og öðrum
stofnunum er freistandi að hugga
sig við að nú sé öldin önnur.
Við erum hætt að taka börn frá
fátækum eða illa stöddum for-
eldrum og senda þau úr augsýn.
Við lokum ekki lengur fötluð og
veik börn inni á stofnunum og
meinum þeim að hitta foreldra
sína. En sem samfélag sitjum
við uppi með skömm og sektar-
kennd yfir heimsku okkar og
dugleysi. Hvernig datt okkur í
hug að koma bágstöddum börnum
fyrir í framandi umhverfi innan
um blá ókunnugt fólk sem hafði
takmarkaða eða enga menntun í
umönnun barna? Af hverju tókum
við ekki mark á þeim sem kvört-
uðu? Hvað vorum við að hugsa?
Það má kannski segja okkur
til málsbóta að við vorum ekki
eins vel upplýst þá og við erum
nú. Við vorum uppteknari af
líkam legum en tilfinningalegum
þörfum fólks og vissum ekki hve
alvarleg áhrif aðskilnaður barna
frá foreldrum þeirra getur haft
á líðan þeirra, sjálfsmynd og
tengslamyndun. Kynferðislegt
ofbeldi gagnvart börnum var
ekki komið í almenna umræðu og
fæstir höfðu hugmyndaflug til að
ímynda sér þær þjáningar sem
börn máttu, og mega enn, þola.
Við gátum samt gert betur.
Í dag vitum við mun meira
um þarfir barna og mikilvægi
fyrstu áranna. Börn eru frá fæð-
ingu ofurnæm á þá sem annast
þau og því hefur líðan og ástand
foreldranna áhrif á þeirra líðan.
Vanlíðan foreldra dregur úr
getu þeirra til að sinna þörfum
barna og halda streitu þeirra
innan viðráðanlegra marka.
Viðvarandi streita ungra barna
getur skaðað heila þeirra og
minnkað mótstöðuafl gegn lang-
vinnum heilsufarsvanda fram á
fullorðins ár. Börnum er sérstök
hætta búin ef foreldrar þeirra
voru sjálfir vanræktir eða mis-
notaðir í barnæsku, njóta lítils
stuðnings, stríða við fíkn eða
geðheilsuvanda eða búa við
fátækt eða heimilisofbeldi. Þá
kennir reynslan börnum að öðru
fólki sé ekki treystandi, sjálfs-
mynd þeirra verður neikvæð og
þau skortir forsendur til að setja
sig í spor annarra. Við núverandi
þjóðfélagsaðstæður má búast við
að fjölgi í þessum hópi.
Það er ekkert launungarmál
að hættulegasti staðurinn fyrir
sum börn er heimilið. Þetta
þýðir ekki að foreldrar þeirra
séu vont fólk eða vilji ekki gera
betur. Þeir eru einfaldlega ekki
færir um að setja þarfir barna
sinna í forgang og veita þeim
vernd. Eftir sem áður þrá börnin
foreldra sína og enginn leggur
meira á sig til að leyna ofbeldi og
vanrækslu foreldranna en börnin
þeirra.
Það er skylda okkar sem sam-
félags að snúa ekki aftur blinda
auganu að börnum illa staddra
foreldra. Lausnin felst ekki
lengur í að taka þau frá foreldr-
um sínum, nema í undantekn-
ingartilvikum, og það er ástæða
til að ætla að betur sé staðið
að þeim málum í dag. Stundum
dugar hjálp nánustu fjölskyldu
eða vina, oft nægja inngrip frá
heilsugæslu eða félagsþjónustu,
en stundum er þörf á sérhæfðri
meðferð fyrir foreldrana.
Höfum við á þessum síðustu og
verstu tímum efni á að veita illa
stöddum foreldrum meðferð? Á
móti má spyrja hvort við höfum
efni á, siðferðilega og fjárhags-
lega, að sitja með hendur í skauti
á meðan geðræn og félagsleg
vandamál flytjast til næstu kyn-
slóðar. Í kreppunni sem reið
yfir Finnland voru fjárframlög
til fjölskyldna í vanda skorin
verulega niður. Í kjölfarið jókst
örorka vegna þunglyndis um
120% hjá fólki sem var á barns-
aldri þegar kreppan reið yfir.
Heldur einhver að það sé ódýrari
lausn? Er skárra að ýta þeim
vanda á undan okkur en Icesave?
Tækifæri til forvarna eru
aldrei jafn stórkostleg og á
fyrstu æviárum barna og illa
staddir foreldrar eru aldrei jafn
móttækilegir fyrir breytingum
og þegar börnin þeirra eru lítil.
Þess vegna felst bæði skynsemi
og mannúð í að veita þeim með-
ferð, einmitt þá. Vonandi átta
stjórnmálamenn sig á að kostn-
aður sem af því hlytist er smá-
aurar miðað við sparnaðinn
sem kæmi á móti í heilbrigðis-,
mennta- og félagskerfinu. Bregð-
ist kerfið börnum enn og aftur
getum við ekki skýlt okkur á bak
við fáfræði, hvorki nú né eftir
eftir nokkra áratugi.
Höfundur er sálgreinir.
Börn þurfa betri hjálp
SÆUNN KJARTANSDÓTTIR
UMRÆÐAN | Kreppan og
börnin
Engin skúringakona rekin
Á flokksráðsfundi VG á Hvolsvelli
á dögunum komu fram áhyggjur
af því að niðurskurður í heil-
brigðiskerfinu mundi bitna illa
á ófaglærðu starfsfólki og þeim
sem ættu minnst undir sér í
kerfinu. Ögmundur Jónasson
heilbrigðisráðherra svaraði
afdráttarlaust; Það verður
engin skúringakona rekin
á minni vakt, sagði
ráðherrann við
góðar undir-
tektir. En
svo leið vika
og þá bár-
ust fregnir
af fyrstu
uppsögnum allra þrjátíu starfs-
manna í eldhúsi Landspítalans.
Til hlés
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra lét kröftuglega til sín taka
þegar skýrslur um meðferð
barna á vistheimilum
og í Heyrnleysingja-
skólanum komu fram
um daginn. Hún
tók strax af skarið
og baðst afsökunar
fyrir hönd þjóðarinnar.
Jóhanna hefur
fengið gagnrýni
fyrir að veita ekki
nægilega sterka
forystu. Það er
rifjað upp að hún lét lítið fara fyrir
sér í umræðum um þau stórmál
sem voru á dagskrá í sumar og
forðaðist að ræða við erlenda
fjölmiðla. Þegar spurt er út í þetta
í forsætisráðuneytinu er því svarað
að forsætisráðherra „haldi sig til
hlés“ um þessar mundir. Hún hafi
ekki fengið sumarfrí og geti ekki
farið frá vegna annríkis en sé
að reyna að draga úr álaginu
með því að fá sig lausa utan
þess að sækja bráðnauðsynlega
fundi. Því er tekið víðsfjarri
að hún sé að forðast
erlenda blaðamenn.
Slík viðtöl eru sögð á
döfinni.
peturg@frettabladid.is
UMRÆÐAN
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
skrifar um bíla og orku
Á mikilvægri ráðstefnu um orkumál sem lauk í gær
voru ræddar tegundir orkugjafa
fyrir bifreiðar. Umræðan hefur
færst frá því að ræða einungis
hvaða eini orkugjafi taki við af
bensíni í þágu umhverfisins í
að ræða marga ólíka orkugjafa
(t.d. metan og rafmagn).
Mikilvægt er að muna í þessari umræðu að hver
borg þarf að nálgast sínar umhverfislausnir út frá
sínum sérkennum. Þannig er til dæmis Kaupmanna-
höfn vel í stakk búin til að leggja meiri áherslu á
hjólreiðar en nú þegar nýta 39% íbúar þar hjól sem
ferðamáta til og frá vinnu. Í Reykjavík er þessu
öfugt farið þar sem einkabíllinn varð sífellt meira
áberandi undanfarin ár. Frá 1990 hefur fólksbíl-
um í borginni fjölgað um ríflega 70% til ársins
2007 og 75% allra ferða á eru farnar á einkabíl.
Reykvíkingar fara 6% ferða sinna með almennings-
samgöngum og 12% gangandi eða hjólandi.
Þrátt fyrir að stór hluti ferða sé farinn á einkabíl
eru vegalengdir innan borgarinnar stuttar og því
tækifæri í að nýta aðra orkugjafa en bensín. Um
60% allra ferða sem farnar voru innan höfuðborgar-
svæðisins árið 2002 voru styttri en 3 km. Í þessu
felst mikið tækifæri fyrir Reykvíkinga að breyta
um orkugjafa á bílum sínum.
Samgöngur í Reykjavík eru ein af aðaluppsprettum
losunar gróðurhúsalofttegunda og tækifærin til
umbóta hafa ekki farið framhjá borgarfulltrúum.
Borgarstjórn hefur markvisst unnið að því síðustu
þrjú ár að bjóða upp á aðra valkosti í samgöngu-
háttum með metnaðarfullum grænum skrefum,
samgöngustefnu borgarinnar og loftlags- og loft-
gæðastefnu. Fjölgun hjólastíga, fjölgun forgangs-
reina fyrir Strætó, bætt umhverfi fyrir gangandi,
stæði til að hlaða rafmagnsbíla, frí stæði fyrir
eyðslugranna bíla og setningu orkustöðvastefnu í
stað bensínstöðvastefnu eru bara nokkur dæmi um
aðgerðir. En það þarf meira til – nú af hendi ríkis-
stjórnarinnar – sem talar og talar um umhverfis-
mál, nýjar leiðir í samgöngum og rafmagnsvæð-
ingu en gerir ekkert. Þvert á móti er raunin sú að
höfuðborgar svæðið fær nær engar samgöngubætur,
ekkert er gert í að breyta skattaumhverfi umhverfis-
vænna bíla og ríkið viður kennir ekki að göngu- og
hjólastígar séu hluti af samgöngukerfi. Ríkis stjórnin
stundar umræðustjórnmál í þessu sem öðru.
Höfundur er borgarfulltrúi.
Sérkenni höfð að leiðarljósi
ÞORBJÖRG HELGA
VIGFÚSDÓTTIR
bílaperur
Quarts
allt að 80% meira ljós
NÝJAR bílaperur frá
K
ynbundið ofbeldi er sannarlega mein í íslensku sam-
félagi. Miðað við umfang þessa meins og, sem betur
fer, vaxandi umræðu um það á undanförnum árum
verður að teljast sérkennilegt að ekki skuli hafa verið
dregin upp heildarmynd af umfangi vandans hér á
landi.
Rannsókn hér, og önnur þar, eru eins og púslukubbar í heldur
dökkri mynd. Þeir (eða öllu heldur oftast þær) sem í starfi sínu
fást við ofbeldið og afleiðingar þess, svo sem talskonur Stígamóta
og Kvennaathvarfs, koma einnig ötullega til skila upplýsingum
um tilteknar birtingarmyndir ofbeldisins, púslum í myndina, en
heildarsýn hefur engu að síður skort.
Bók Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur, Á mannamáli, sem út kom
í gær er því fagnaðarefni öllum þeim fjöldamörgu sem eiga sér
þann draum að útrýma þessu meini og vinna að því eftir mis-
munandi leiðum. Þar er ekki bara safnað saman miklum upp-
lýsingum sem snerta kynbundið ofbeldi og raðað saman í mynd
heldur eru þessar upplýsingar settar í samhengi, samhengi sem
stundum kemur á óvart. Spurningum er varpað fram, sumum
svarað og öðrum ekki. Bókin er að auki einstaklega aðgengileg,
vel skrifuð og lifandi.
Þórdís bendir í bók sinni meðal annars á að kynbundnir
ofbeldis glæpir kosti íslenskt samfélag að lágmarki hálfan annan
milljarð króna á ári og er þá átt við bein og óbein útgjöld ríkis-
ins ásamt útgjöldum brotaþola og atvinnurekenda þeirra. Þá er
vitanlega ótalinn sá miski sem brotaþolinn verður fyrir og ekki
er hægt að meta til fjár en brotaþolinn getur engu að síður þurft
að glíma við allt sitt líf.
Svo virðist sem ákveðið tregðulögmál sé á ferðinni þegar
kemur að markvissum aðgerðum á vegferðinni til upprætingar
á kynbundnu ofbeldi. Sú glíma virðist standa við drauga aftur-
halds, hugmyndaheim þar sem það er liðið að þeir sem valdið
hafa beiti á grundvelli aflsmunar ofbeldi án þess að verða sóttir
til saka. Þetta er ömurlegur veruleiki og rímar ekki við hug-
myndir um siðað samfélag þar sem mannréttindi eru í hávegum
höfð. Fjarri því.
Við lestur bókar Þórdísar Elvu vakna margar spurningar.
Hvers vegna hefur refsiramminn í nauðgunarmálum, sem hefur
í heil sjötíu ár verið sá sami, sextán ára fangelsi, aldrei verið
nýttur nema til hálfs? Af hverju er fyrir dómstólum einblínt
svo mjög á hversu ofbeldisfull nauðgun er í stað þess að skoða
nauðgun ina sjálfa og afleiðingar hennar sem skipta brotaþola
margfalt meira máli en skrámur og ör. Og hvers vegna eiga
úrræði sem að gagni koma í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi
ævinlega í vök að verjast fjárhagslega meðan ríkissjóður getur,
af rausn, stutt ýmis ágæt verkefni sem þó hafa tæplega jafn
mikla samfélagslega vigt? Til að leita svara við þessum spurn-
ingum og mörgum öðrum þarf að fara í naflaskoðun.
Sumum kann að þykja fyrirsögn þessa pistils helst til
hástemmd en sú sem hann ritar hyggur að þannig muni mörgum
verða innanbrjósts við lestur bókar Þórdísar. Ef þær upplýsingar
sem fram koma í bókinni verða ekki virtar að vettugi mun hún
reynast mikilsverð varða á leið okkar til siðaðs samfélags.
Haldgóð samantekt um kynbundið ofbeldi:
Loksins, loksins
STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR