Fréttablaðið - 16.09.2009, Blaðsíða 13
Sölufulltrúi Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473
„Mongólía er gróið menningarsam-
félag og þótt Íslendingum finnist
hún fjarlæg kannast þeir við margt
þegar þeir koma þangað. Hún er víð-
áttumikil og strjálbýl því stór hluti
hennar er eyðimörk en ótrúlega víða
er landslagið líkt og á Íslandi. Hest-
arnir sem bændur nota mikið eru í
ætt við þá íslensku en þó ekki eins
glæsilegir og á borðum er oft matur
sem minnir á íslenskan heimilismat,
lambakjöt, kartöflur, hrísgrjón og
súrmjólk.“ Þetta segir Ásta eftir
að hafa dvalið í Mongólíu í nokkrar
vikur árið 1999.
Mongólía liggur langt inni í Asíu,
á milli Kína og Síberíuhluta Rúss-
lands. Ásta segir landið harðbýlt
en íbúa þess nægjusama og yndis-
lega. „Hirðingjar eru hluti þjóðar-
innar. Þeir flytja tjöld sín nokkrum
sinnum á ári til að nýta hagana því
þeir hvorki rækta né heyja handa
bústofni sínum heldur halda honum
til beitar. Það er ríkt í fólki að hirð-
ingjalífið sé hið frjálsa líf,“ segir
hún. „En höfuðborgin Ulan Bator
fer samt ört stækkandi og kringum
hana eru víðfeðm svæði sem sveita-
fólk hefur sett niður tjöld sín á og
býr í þeim áfram með aðeins garð
í kring með kartöflum og rófum.
Í borginni er skólakerfi og heilsu-
gæsla og fólkið er meðvitað um
nauðsyn menntunar.“
Vegakerfið er ófullkomið og Ásta
kveðst hafa fest jeppann sem hún
var á, í leðju. „Þá fékk ég að gista
í hirðingjataldi og kynntist siðvenj-
um sem hafa verið viðhafðar frá því
fyrir Krist. Smjörið er heimagert og
osturinn líka eins og hér var áður
til sveita og svo eru allir í nokkurs
konar þjóðbúningum. Ég fór í smá
útreiðartúr en hnakkarnir eru úr
tré og mjög harðir. Ég var hálf aum
í skrokknum næstu daga.“
Ásta segir auðvelt að finna ferðir
til Mongólíu á netinu og mælir með
heimsókn þangað. Hún sé ævintýri.
„Stór hluti þjóðarinnar lifir enn eins
og á þeim tíma þegar �ngólfur steig á
land hér og Íslendingar þekkja flest
vandamálin sem upp koma á ferða-
lagi um landið eins og að vegurinn
sem var fær í gær sé kannski ófær í
dag.“ En er ekkert erfitt að gera sig
skiljanlegan? „Nei, nei, sumir kunna
ensku og svo er kurteisi alþjóðlegt
fyrirbæri. Þú lendir ekki í neinum
vandræðum með að dást að hestin-
um eða leika við litlu börnin.“
gun@frettabladid.is
Hið frjálsa líf hirðingja
Ásta Ólafsdóttir listakona brá sér til Mongólíu fyrir nokkrum árum. Þótt ýmislegt væri framandi minnti
annað á Ísland, þar á meðal hestarnir sem hirðingjarnir nota er þeir halda búsmalanum til beitar.
MiðvikudagSganga ferðafélagsins Útivistar verður
farin á Helgafell í Mosfellsdal í dag. Lagt verður af stað klukk-
an 18.30 en sameinast verður í bíla og lagt af stað frá Topp-
stöðinni í Elliðaárdal. Í vetur verða síðan miðvikudagsgöngur í
Elliðaárdalnum. www.utivist.is
Ásta í forláta fínum jakka sem
hún festi kaup á í Mongólíu.
UPPLÝSINGAR O