Fréttablaðið - 16.09.2009, Page 14
ÁRLEG HAUSTGANGA Hornstrandafara
Ferðafélags Íslands verður farin laugardaginn 3.
október. Nánari ferðatilhögun má skoða á www.fi.is
Bílasýningin í Frankfurt í Þýska-
landi hófst í vikunni. 781 bíla- og
bílaparta framleiðandi frá þrjátíu lönd-
um kemur saman og frumsýnir um
hundrað nýjar gerðir bíla.
Volkswagen reið á vaðið með sýn-
ingu mánudaginn á markverðustu
nýjungum samsteypunnar. Þar gaf að
líta nýjar gerðir Bentley, Bugatti, Lam-
borghini, Skoda og Audi-bíla en nýi
smábíllinn VW Up vakti einna mesta
athygli.
Rafmagnsbílar eru áberandi á sýn-
ingunni. Til dæmis var Trabant nT raf-
magnsbíll frumsýndur í gær. Trabant
hefur lengi verið merki gamla Austur-
Þýskalands en snýr nú aftur nýr og
endurbættur og tilbúinn fyrir fram-
tíðina.
Bílasýningin er
opin almenn-
ingi frá 17. til
27. septem-
ber.
Rafmagnið í öndvegi
RAFMAGNSBÍLAR ERU ÁBERANDI Á
BÍLASÝNINGUNNI Í FRANKFURT.
Vestnorden ferðakaupstefnan var sett í Kaupmanna-
höfn í morgun og er þetta sú 24. í röðinni. Ferða-
málasamtök Norður-Atlantshafsins (NATA), sem eru
samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands,
standa að Vestnorden.
www.ferdamalastofa.is
Trabant nT rafmagnsbíll.
Renault Twizy Z.E. rafmagnsbíll.
„Mörkin skartar sínu fegursta og
því viljum við bjóða upp á tveggja
til þriggja tíma haustlitagöngur um
aðra helgi og þar með starta haust-
og vetrarstarfseminni,“ segir Guð-
rún Ægisdóttir, verkefnisstjóri hjá
Farfuglum. Félagið hefur séð um
gistingu og veitingar í Húsadal í
sumar og þó að Kynnisferðir hafi
hætt með daglegar ferðir í Þórs-
mörk eru Farfuglar langt frá því
að skella í lás. „Við verðum með
eðlilega starfsemi út september.
Eftir það verður skálavarsla fram
í miðjan október en kannski ekki
hægt að ganga að vöfflum vísum í
kaffi tímanum, eins og verið hefur í
sumar,“ segir Guðrún glaðlega.
Hún telur Farfugla þó ávallt til
þjónustu reiðubúna ef hópar vilji
gista í Húsadal í haust og vetur.
Fólk þurfi bara að panta fyrir
fram. „Við höfum umráðarétt yfir
mannvirkjunum í Húsadal og þar
er aðgangur að interneti, gufu-
baði, heitri laug og sturtum. Smá-
hýsin eru vinsæl og hægt er að
gista í tveggja manna herbergjum
og fjallaskála. Svo getum við boðið
upp á gönguferðir, hópefli, hvata-
ferðir, mat og drykk bara ef við
fáum smá fyrirvara.“
Guðrún segir þetta fyrsta
sumar Farfugla í Mörkinni hafa
verið skemmtilegt og lærdóms-
ríkt. Haustið leggst líka vel í
hana. „Það er dásamlegt í Mörk-
inni á öllum árstímum og við
erum við opin fyrir góðum hug-
myndum,“ segir hún. „Mætum
bara á staðinn og getum redd-
að flestu sem fólk vill. Það þarf
bara hafa samband,“ segir hún og
gefur upp netfangið thorsmork@
thorsmork.is og símann 552 8300.
gun@frettabladid.is
Haustlitadýrð í Mörkinni
Þórsmörkin er alltaf heillandi og ekki síst þegar hún skartar haustlitunum. Farfuglar verða með göngu-
ferðir þar dagana 26. og 27. september í tengslum við rútuferðir Kynnisferða þangað frá Hvolsvelli.
Landslagið er óneitanlega tignarlegt.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Guðrún segir skálavörslu verða í Húsadal fram í miðjan október, en kannski ekki
hægt að ganga að vöfflum vísum í kaffitímanum eins og í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Þórsmörk hefur sinn sjarma á öllum árstímum. MYND/GUÐRÚN
ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236
BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR
• Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli
• Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir
Loka umferð Íslandmóts Tómstundahúsins og SBKÍ, keppni fjarstýrðra
bensín torfærubíla verður haldin sunnudaginn 20. september á
brautasvæði SBKÍ í Gufunesi, Grafarvogi. Hægt er að skrá sig í keppni á
heimasíðu sbki.is eða á staðnum. Frekari upplýsingar á www.sbki.is