Fréttablaðið - 16.09.2009, Page 17

Fréttablaðið - 16.09.2009, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 16. SEPTEMBER 2009 Leikfimisalir Tækjasalur Sundlaug Spa Meðferðir Nudd Snyrtistofa Nýbýlavegi 24, Kópavogi | 511 2111 | www.meccaspa.is Leikfimi Morgunþrek Pilates Nýr lífsstíll Vaxtamótun Salsafjör Teygjutímar Göngur Tækjasalur Gleym -þér- ei Leikfimi og heilsurækt fyrir konur á öllum aldri í fallegu og notalegu umhverfi Námskeið hefjast 7. sept. Kynningarvika er frá 7. til 12. sept. Prufutímar eru í boði alla vikuna. Þeir Jón Margeir Sverrisson og Skúli Steinar Pétursson hafa æft sund frá því að þeir voru litlir strákar og ætla sér stóra hluti á Evrópumóti fatlaðra í sundi sem verður haldið hér á Íslandi dagana 15.-25. október. Þeir keppa í flokki S14 sem er flokkur þroskaheftra íþrótta- manna. „Við erum bestu vinir en æfum samt ekki með sama félagi,“ segir Jón Margeir, sautján ára, sem æfir með Ösp/Sunddeild Fjölnis en Skúli Steinar, 23 ára, æfir með Firði. Þeir segja að það sé svolítið erfitt að útskýra hvað sé svona gaman við sundið. „Flugsund er mín sterkasta grein,“ segir Skúli Steinar, sem hefur æft í sautján ár og sigrað á mörgum mótum er- lendis. Hann ætlar samt að keppa í 100 metra baksundi og 100 metra bringusundi á mótinu því ekki er keppt í flugsundi. Jóni Marg- eiri hefur ekki síður geng- ið vel. „Ég er tvöfaldur Íslandsmeistari í 100 metra baksundi og 100 metra skriðsundi,“ segir hann. Þeir segja að þetta sé í fyrsta skipti sem Ísland heldur Evrópumeistaramót í sundi. „Þetta er líka í fyrsta skipti síðan 2001 sem þroska hamlaðir fá að taka þátt í stórmóti á vegum Alþjóðaólympíuhreyfingar fatl- aðra. Það er víst út af því að þá svindluðu Spánverjar á stórmóti og sendu nær heilbrigt lið í körfu- bolta sem þroskahamlaðir áttu að vera í. Þetta er búið að vera voða- lega mikið vesen,“ segja þeir báðir. „Það er búið að þurfa að skrifa fullt af bréfum og undirrita alls kyns skjöl svo við megum keppa,“ segir Skúli Steinar og hristir höfuðið en alls keppa þrettán íslenskir sund- menn á mótinu. Finnst ykkur þroskahömlunin trufla ykkur í daglegu lífi? „Ekki finnst mér það neitt,“ segir Jón Margeir en Skúli Steinar er á öðru máli. „Við erum að berjast fyrir svo mörgu í lífinu, eins og að kom- ast í grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla. Mamma og pabbi eru búin að berjast fyrir mig að kom- ast í almennilega skóla.“ Og nú eru þið búnir að berj- ast fyrir því að komast á Evrópu- meistaramót fatlaðra í sundi? „Já, og við ætlum að gera okkar besta. Það eru 37 þjóðir sem keppa á þessu móti svo það verður erf- itt en við erum alveg óhrædd- ir og ætlum að synda til sigurs. Svo viljum við hvetja alla Íslendinga til þess að koma og horfa á okkur í Laugardags- lauginni.“ - uhj Synda til sigurs Jón Margeir er óhræddur við erlendu keppendurna, sem koma frá 37 löndum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Skúli Steinar er búinn að æfa í sautján ár og segir flugsund sína sterkustu grein. Söfnum kröftum − breytum vandamálum í verkefni nefnast fjögurra vikna námskeið sem hefjast 29. september. Þau eru haldin á vegum Lífs og sálar, í húsakynnum þess að Fiskislóð 75. Leiðbeinendur eru sálfræðingarn- ir Þórkatla Aðalsteinsdóttir, Einar Gylfi Jónsson, Áslaug Kristins- dóttir og Rakel Davíðsdóttir. Markmiðið með námskeiðinu er að leggja þátttakendum lið við að glíma á jákvæðan hátt við erfiðar aðstæður. Fjallað verður um við- brögð við áföllum og breytingum, árangursríkar leiðir til að byggja upp sjálfsmynd og mikilvægi já- kvæðra viðhorfa til viðfangsefna tilverunnar. Þátttakendur verða aðstoðaðir við að setja sér mark- mið, auka virkni sína og gefa dag- lega lífinu innihald. Námskeiðið er í allt sex skipti, tveir tímar í senn. Starfsmennta- sjóðir stéttarfélaga og Vinnu- málastofnun niðurgreiða það. Nánari upplýsingar í síma 511 5508 og lifogsal@lifogsal.is. - gun Glímt við erfiðleika Einar Gylfi Jónsson sálfræðingur er meðal leiðbeinenda á námskeiðinu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.