Fréttablaðið - 16.09.2009, Side 22
14 16. september 2009 MIÐVIKUDAGUR
timamot@frettabladid.is
MICKEY ROURKE
ER 56 ÁRA Í DAG.
„Ég var mjög óþroskaður
lengi framan af ævinni og
ekkert var í jafnvægi. Hjá
mér var það annað hvort
allt eða ekkert.“
Bandaríski leikarinn Mickey
Rourke vann til Golden Globe
og BAFTA-verðlaunanna fyrir
leik sinn í The Wrestler fyrr á
þessu ári en hann var fjarri
sjónarsviðinu í mörg ár vegna
eiturlyfjaneyslu.
MERKISATBURÐIR
1810 Mexíkó lýsir yfir sjálfstæði
frá Spáni.
1893 Lög sem taka Austur-
Skaftafellssýslu undan
Suðuramti og leggja hana
til Austuramtsins eru sam-
þykkt.
1963 Lyndon B. Johnson, vara-
forseti Bandaríkjanna,
kemur til Íslands í opin-
bera heimsókn. Rúmum
tveimur mánuðum síðar,
þegar Kennedy er myrtur,
verður Johnson forseti
Bandaríkjanna.
1979 Minnisvarði er afhjúpað-
ur um Hermann Jónasson
ráðherra í Hólmavík.
1989 Erró, Guðmundur Guð-
mundsson listmálari,
gefur Reykjavíkurborg tvö
þúsund listaverk eftir sig.
Þennan dag árið 1936 fórst franska rannsóknar-
skipið Pourquoi-Pas? við Álftanes á Mýrum og
með því franski vísindamaðurinn og landkönn-
uðurinn Jean-Baptiste Charcot og 37 aðrir skip-
verjar.
Charcot leiddi tvo mikilvæga könnunarleið-
angra til Suðurskautslandsins og kortlagði þar
haf- og landsvæðin. Hinn fyrri var farinn á skip-
inu Français á árunum 1904 til 1907 og hinn síð-
ari á sérútbúna rannsóknarskipinu Pourquoi-
Pas? frá 1908 til 1910. Síðan fór hann í rann-
sóknarleiðangra á sama skipi til Færeyja,
Grænlands og Svalbarða en skipið var búið
þremur rannsóknarstofum og bókasafni.
Á leið sinni frá Grænlandi kom Charcot við á
Íslandi, eins og oft áður, til að sækja kol og vistir.
Á leiðinni frá Íslandi til Kaupmannahafnar lenti
skipið í miklu óveðri úti af Mýrum í Borgarfirði
og fórst. Aðeins einn komst lífs af.
ÞETTA GERÐIST: 16. SEPTEMBER 1936
Pourquoi-Pas? ferst
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
Svanhildur Guðnadóttir
Hörgshlíð 6, Reykjavík,
lést á Landspítala Landakoti laugardaginn 12. september.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðrún Þ. Þórðardóttir Þorvaldur K. Þorsteinsson
Svanhildur Þorvaldsdóttir Þór Tryggvason
Margrét Á. Þorvaldsdóttir Georg Garðarsson
og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og systir,
Ástrós Sigurbjörg Jónsdóttir
Lingaas
Faxabraut 13-15, Keflavík, áður til
heimilis að Hólmgarði 2,
lést á Hjúkrunarheimilinu Hlévangi, föstudaginn
11. september. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju,
föstudaginn 18. september kl. 11.00.
Per Snorri Lingaas Carola Lingaas
Edda Lingaas
Aina, Sofia, Pétur, Baldur,
Ragnhildur S. Jónsdóttir og Ársæll Jónsson.
Elskuleg dóttir okkar, sambýliskona,
móðir, tengdamóðir, systir, mágkona og
besti vinur,
Bylgja Hrönn Nóadóttir
frá Tálknafirði, Tjaldhólum 52, Selfossi,
lést á bráðamóttöku Landspítalans aðfaranótt mánu-
dags 14. september sl. Útför verður auglýst síðar.
Fríða Sigurðardóttir Nói Marteinsson
Bjarki Hrafn Ólafsson
Hildigunnur Kristinsdóttir Ívar Pétur Hannesson
Fríða Hrund Kristinsdóttir Róbert Árni Jörgensen
Atli Fannar Bjarkason
Börkur Hrafn Nóason Helena Rut Hinriksdóttir
Ingibjörg Jóna Nóadóttir Birgir Már Gunnarsson
Hannes Kristinn, Róbert Maron
og aðrir aðstandendur.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Þórarinn Jens Óskarsson
húsasmíðameistari, Skúlagötu 20,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Seljakirkju fimmtudaginn
17. september kl. 15.00.
Gunnar Þórarinsson Steinunn Sighvatsdóttir
Ágúst Þórarinsson Sigríður Hanna
Jóhannesdóttir
Sæmundur Þórarinsson Kristjana Daníelsdóttir
Katrín Þórarinsdóttir Haukur Ingason
Sigrún Þórarinsdóttir Stefán Örn Bjarnason
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Margrét Guðmundsdóttir
frá Leiðólfsstöðum, Laxárdal, Dalasýslu,
áður til heimilis Hraunbæ 87, Reykjavík,
lést fimmtudaginn 10. september að hjúkrunar-
heimilinu Skógarbæ. Útför hennar fer fram frá
Langholtskirkju þriðjudaginn 22. september kl. 15.00.
Svanur Ingvason Rán Einarsdóttir
Sigmar Hlynur Sigurðsson Anna Guðný Guðjónsdóttir
Eygló Björk Sigurðardóttir
Elfa Brynja Sigurðardóttir Sigfús Haraldsson
ömmubörn og fjölskyldur þeirra.
Systir okkar, mágkona og frænka,
Katrín Vigfúsdóttir
frá Sunnuhvoli, Vopnafirði,
sem lést fimmtudaginn 10. september, verður jarð-
sungin frá Vopnafjarðarkirkju laugardaginn 19.09.2009
klukkan 14.00.
Herdís Vigfúsdóttir
Fanney Vigfúsdóttir
Haukur Vopni
og aðrir vandamenn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, fyrr-
verandi eiginkona, amma og langamma,
Erna Guðlaugsdóttir
frá Vík í Mýrdal, Grænumörk 2, Selfossi,
lést á Fossheimum að morgni mánudagsins 14. sept-
ember. Útförin fer fram frá Víkurkirkju laugardaginn
19. september kl. 16.00.
Óskar Jóhann Björnsson Sigríður Haraldsdóttir
Guðlaugur Gunnar Björnsson Elsa Birna Björnsdóttir
Guðmunda Rut Björnsdóttir Pétur R. Gunnarsson
Sigurður Guðni Björnsson Lilja Guðrún Viðarsdóttir
Björn Jóhann Óskarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
MOSAIK
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og
útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Kvæðamannafélagið Iðunn var stofn-
að 15. september 1929 og átti því áttatíu
ára afmæli í gær. Í tilefni af því efna fé-
lagsmenn til veglegrar tveggja daga af-
mælisdagskrár í Menningarmiðstöðinni
Gerðubergi um helgina. Haldnir verða
tónleikar með rímnakveðskap og hljóð-
færaslætti, kvæðafólk og skáld fjalla
um kveðskaparhefðina, sýning verð-
ur á munum úr eigu Iðunnar í hliðar-
sal og tekið á móti upptökum af rímna-
söng sem fólk lumar á í heimahúsum.
Steindór Andersen kvæðamaður er einn
þeirra sem koma fram á hátíðinni.
„Ég byrja dagskrána með því að troða
upp ásamt félögum mínum í Sigur Rós
og Hilmari Hilmarssyni á laugardag,“
segir Steindór. „Við flytjum parta úr
tónverkinu okkar og fjöllum um tildrög
tónsmíðanna. Fjöldi listamanna treður
síðan upp.“
Steindór hefur verið félagsmaður
Kvæðamannafélagsins Iðunnar síðan
1993. „Það var forvitnin sem laðaði
mig að þessu. Um leið og ég kynntist
þessu uppgötvaði ég hversu stórkost-
legur heimur er í kringum rímurnar
og merkilegri en margur gæti ætlað.“
Hann segir sérstakt fyrir þjóð að eiga
óslitna hefð í kveðskap eins og Íslend-
ingar státa af. „Við eigum mikið dýr-
mæti í þessum sjóðum.“ Hann bætir við
að ekki hafi þó verið farið að safna kveð-
skap saman með skipulögðum hætti fyrr
en með sjálfri stofnun Kvæðamanna-
félagsins Iðunnar árið 1929. „Að stofn-
un félagsins stóð fólk, með systkinin frá
Vatnsnesi í fararbroddi, sem vildi halda
utan um þessa gömlu hefð að kveða
rímur og varðveita það sem það þekkti
frá þessum heimi. Sjálfsagt hafði eitt-
hvað gleymst en þarna var gerð krafa
um að rifja þetta upp. Svo var nú hluti
af þessu gefinn út á plötu.“
Steindór segir markmið félagsins hafa
verið að safna saman efni, kenna yngra
fólkinu og halda reglulega fundi. „Þarna
voru margir að flytja á mölina og þeir
söknuðu baðstofuandans, sem gæti hafa
ýtt undir stofnun félagsins.“ Hann bætir
við að góðu skipulagi megi þakka að fé-
lagið er enn við lýði eftir öll þessi ár en
félagsmenn eru nú um 250. „Hluti kemur
fram á hátíðinni, þar sem kveðið verð-
ur úr rímum þekktra manna og Lúðra-
sveit Reykjavíkur, Spilmenn Ríkinís og
Voces Thule troða upp. Dagskráin er frá
klukkan 14 til 17 báða daga.“ Nánar á
www.gerduberg.is. roald@frettabladid.is
KVÆÐAMANNAFÉLAGIÐ IÐUNN: Á 80 ÁRA AFMÆLI
Merkilegra en margur gæti ætlað
FJÁRSJÓÐUR Steindór segir mikil dýrmæti að finna í rímunum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI