Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.09.2009, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 16.09.2009, Qupperneq 27
MIÐVIKUDAGUR 16. september 2009 19 Raftónlistarmaðurinn Rúnar Magnússon er um þessar mund- ir á sinni fyrstu tónleikaferð um Bandaríkin til að fylgja eftir útgáfunni Options. Útgáf- an er USB-lykill sem er framleidd- ur í bambuskassa og geta kaupend- ur valið hvaða lög fara á lykil- inn. Á honum er grunnútgáfa með nýjum lögum eftir Rúnar en kaupendur geta síðan keypt meira af nýju og eldra óútgefnu efni frá Rúnari og hljómsveit hans Vindva Mei. Rúnar hefur síðustu árin farið í tónleika- ferðir um Asíu og í vor spilaði hann í Mexíkó. Options er fyrsta útgáfan sem kemur út hjá fyrir- tækinu Hljóðaklettum. Ferðast um Bandaríkin Tæplega eitt hundrað flytjendur koma fram á tónleikaseríunni Réttum í næstu viku, 23. til 26. september. Á meðal þeirra sem hafa bæst í hópinn eru Hanne Hukkelberg frá Noregi, Bode- brixen frá Danmörku, Dr. Spock og XXX Rottweiler. Áður höfðu flytjendur á borð við Hjaltalín, Hjálma, Jesse Hartman og The State, the Market & the DJ boðað komu sína. Tónleikarnir fara fram á fimm tónleikastöðum: á Grand Rokk, Nasa, Sódómu, Batt- erí og Jacobsen. Miði sem veitir aðgang að öllum tónleikum kost- ar 3.500 krónur. Nánari upplýs- ingar má finna á síðunni Rettir. is. Eitt hundrað í Réttum DR. SPOCK Hljómsveitin Dr. Spock spilar á tónleikaseríunni Réttum í næstu viku. Hátt í þrjátíu erlendir blaðamenn eru væntanlegir á Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem stendur yfir frá 17. til 27. september. Wendy Mitchell frá kvikmyndasíðunni Screen- daily.com kemur hingað, auk blaðamanna frá Pol- itiken, Jyllandsposten, Berlingske Tidende, Boston Phoenix, Tagesspiegel, Sight and Sound og fleiri fjölmiðlum. „Þetta er mesti fjöldi blaðamanna sem hefur komið á hátíðina. Það hefur aldrei verið meiri áhugi á henni,“ segir Hrönn Marínósdóttir hjá RIFF. Jessica Hausner, sem er í dómnefnd á RIFF, fékk nýverið hin virtu Fipresci-verðlaun á kvikmynda- hátíðinni í Feneyjum fyrir mynd sína Lourdes. Hún gerist á samnefndum pílagrímaslóðum í Pýrenea- fjöllum Frakklands og fjallar um Christine, sem er sjónskert og bundin í hjólastól. Myndin verður sýnd á RIFF 17. september, sama dag og hátíðin verður sett í Háskólabíói með sýningu kanadísku myndarinnar Ég drap mömmu. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra setur hátíðina auk þess sem leikstjórinn Ólafur Jóhannesson og Alan Bones, sendiherra Kanada á Íslandi, halda ræður. - fb Þrjátíu erlendir blaðamenn HRÖNN MARÍNÓSDÓTTIR Aldrei hafa fleiri erlendir blaðamann komið á Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík. MYND/RIFF Norræna netsíðan dvoted.net hefur boðið ungum kvikmynda- gerðarmönnum að sýna stutt- myndirnar sínar á hátíðinni Nordisk Panorama. „Þetta er gríðarlega skemmti- legt tækifæri fyrir unga kvikmyndagerðarmenn,“ segir Grímur Hákonar- son leikstjóri. Hann verður viðstaddur ásamt leikstjórunum Rúnari Rúnarssyni og Benedikt Erlingssyni og veita þeir opna gagn- rýni á hverja stuttmynd á sérstakri Nord- isk Panorama- sýningu. Þar verða fimm sérvaldar íslenskar stuttmyndir frá vefnum dvoted.net sýndar. Áhugasamir ungir kvik- myndagerðarmenn sem vilja eiga möguleika á að mynd- in þeirra verði sýnd geta hlaðið inn stuttmyndunum sínum fyrir 22. september inn á dvoted.net. Sýning dvoted.net fer fram í Regn- boganum í sal 3, laugardag- inn 26. september kl. 16, og er aðgangur ókeypis. Stuttmyndir á netið GRÍMUR HÁKONAR- SON Grímur tekur þátt í kvikmynda- hátíðinni Nordisk Panorama. RÚNAR MAGNÚSSON HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 16. september 2009 ➜ Tónleikar 20.00 Blokkflautaleikarinn Michala Petri og gítarleikarinn Lars Hannibal flytja verk eftir m.a. J.S. Bach, A. Vivaldi og A. Piazzolla á tónleikum í Norræna húsinu við Sturlugötu. 20.30 Bubbi Morthens verður með tónleika í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík þar sem hann flytur nýtt efni í bland við eldra. ➜ Blómaskreytingar 14.00 Japanskur Ikebana-meistari verður með sýnikennslu í japanskri blómaskreytingalist í Norræna húsinu við Sturlugötu. Nánari upplýsingar á www.nordice.is. Aðgangur er ókeypis. Með leyfi AVALON PROMOTIONS & LIBERTY BELL GRUMPY OLD WOMEN LIVE Miðasala á www.midi.is og www.loftkastalinn.is einnig í síma: 527 1000 erglind Berghreinsdóttir etta var ótrúlega fyndið og ég var eftir mig af hlátri. g vona að þetta verði gefi ð út á DVD svo ég geti éð þetta aftur. Kristín Ásgeirsdóttir Þetta er frábær sýning, al lir geta séð sjálfan sig eða þekkja eitthvað sem kem ur fram. Ég og dóttir mín grétum úr hlátri alla sýnin guna. Enginn má missa af þessari sýningu. Svandis Birkisdóttir Ég fór á Fúlar á móti o g var með harðsperrur í maganum lengi á eftir, ég hló svo mikið. Hjördís G. Thors Athuga vel að vera bún ar að pissa... ÁÐUR en gengið er til sætis !!! :) Ingunn Mjöll SigurðardóttirHló á mig gat, þetta var sko ekkert frat,fúl á móti, já ég segi það, svitakóf, pirringur, hormóna hvað,á Fúlar á móti, þær tækluðu það :) Axel Axelsson rábær sýning og bráðfyndin. Allt satt og rétt sem fram om í sýningunni. Látið mig þekkja það að heiman og ðar að. nda Lorange urning um að fara í blöðruaðgerð eftir allan krampa-turinn og sixpakkinn breyttist í kút;) sa María Guðjónsdóttir ar á móti var snilld! Hef sjaldan hlegið jafn mikið á u leikriti, algjör snilld! Hló á mig gat. Jóhanna Vídalín Þórð ardóttir Þið voruð bara flottar o g fyndnar. Góð sýning og kennsla í því sem koma skal, er a ð koma eða kannski þe gar byrjað? He he! Sigurlaug Ásta Gréta rsdóttir hló mikið og skemmt i sér vel. Var hálf mar in á annarri hliðinni eftir regluleg olnbogaskot frá eigin manninum. Mæli eindregið með þ essari sýningu. Gróa Kristjánsdóttir Geðveik sýning sem þ jálfaði maga- og andlit svöðva vel. Ingibjörg Ingadóttir Veit ég truflaði sýningu na töluvert, þetta með að ná ekki andanum á köflum er auðvitað stórhættuleg t! Endorfín sem dugði fram á nótt . Gísli Gíslason Vaknaði í morgun en nþá hlæjandi og við v erðum það næstu daga, við hjónin . Takk fyrir frábæra ske mmtun. Sýnt í Loftkastalanum Miðasala á midi.is Takma rkaður sýning afjöldi fim. 1 0 sept. UPPSEL T fös. 1 1. sept . UPPS ELT fös. 1 8. sept . ÖRFÁ SÆTI L AUS lau. 1 9. sept . ÖRFÁ SÆTI L AUS fim. 2 4. sept . ÖRFÁ SÆTI L AUS fös. 2 5. sept . ÖRFÁ SÆTI L AUS

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.