Spegillinn - 01.02.1927, Blaðsíða 2
6
SPEGILLINN
Ví að kaupa útlenda »dívana«
þegar að innlendir bólstraðir
legubekkir fást í
versl. Áfram, Laugaveg 18,
við allra hæfi og af öllum gerðum.
Fjórar tegundir fyrirliggjandi.
Munið, að ómissandi hlutur á
hverju heimili, er legubekkur frá
ÁFRAM (sími 919).
o©@<o
Seljum í heildsölu:
allar teg. af sykri,
hveiti,
hrísgrjón,
ávexti, þurra og nýja.
Afgreiðum pantanir
hvert á land sem er.
<o@@<o
Verðið hvergi lægra.
Símar 807 & 1009 - Sim: Shipping
G. Kristjánsson
skipamiðlari, Hafnarstræti 17.
Hefir ætíð birgðir af g ó ð u m og
ódýrum kolum til skipa- og
húsanotkunar.
Skipulagsskrá Spegilsins.
Ef menn halda, að ekkert fyrirtæki hafi
skipulagsskrá nema sjóðir, svo sem Hall-
veigarsjóður og »Styrktarsjóður misskilinna
gáfumanna«, sem heyrst hefir, að í ráði sje
að stofna og vjer væntum oss mikils af,
persónulega, þá er slíkt algerður misskiln-
ingur, því hvaða fyrirtæki þurfa skipulags-
skrár við, ef ekki stórblöð eins og Spegill-
inn er að verða, og það að maklegleikum.
Skipulagsskrár hafa það fram yfir venju-
legar hurðaskrár og stjórnarskrána, að að
þeim þarf engan lykil, heldur eru þær sjálf-
ar lykill að fyrirtæki því, er þær eru samd-
ar fyrir. Nú vill svo til, að meðal lesenda
blaðs vors eru allir önnumköfnustu menn
þjóðarinnar, og það bar við, ekki alls fyrir
löngu, að merkur kaupsýslumaður borgar-
innar kom inn á skrifstofu vora, til þess
að biðja oss fyrir svívirðingu um einn kol-
lega sinn, sem hann þóttist hafa farið hall-
oka fyrir i viðskiftum. Vjer neituðum þessu
auðvitað, því þess háttar á heima fyrir
sáttanefnd eða hæstarjetti, en ekki í blaði
voru, og sló þá kaupsýslumaðurinn öllu
upp í gaman, og sagði, að erindið hefði
verið alt annað. Hann sagðist hafa siglt
tvisvar sinnum og sjeð framandi þjóðir og
siðu þeirra, og benti oss á, að efni blaða
erlendis væri miklu skipulegar flokkað en
hjer ætti sjer stað. í stuttu máli sagt,
árangurinn af samtali voru við þennan
íhaldsfrömuð (svo vjer leyfum oss ný-
yrði, sem er ekki til í orðabók Björns
Halldórssonar) varð sá, að framvegis skip-
um vjer niður efni blaðsins eitthvað á
þessa leið:
Fyrsti partur: Andleg mál.
A. Kirkjumál:
a. Lögmál.
b. Evangelium
B. Frœðslumál:
a. Skólamál.
b. Spursmál.
c. Vafamál.
d. Leyndarmál.
e. Tungumál.
C. Lysta- og vísindamál:
a. Söngmál.
b. Matmál.
c. Mál (sem málarar nota).
d. Lesmál.
e. Skáldskaparmál.
Annar partur: Veraldleg mál.
A. Stjórnmál:
a. Innanríkismál.
b. Utanríkismál.
c. Fíflskaparmál.
B. Atvinnumál:
a. Sjóaramál (ef mál skyldi kalla).
b. Tímamál.
c. Verslunarmál.
d. Póst- og símamál.
e. Vita- og vegamál.
f. Síldarmál.
C. Rjettarmál:
a. Gesta-, hæsta-, hnefa-, staupa- og
hestarjettarmál.
b. Dómsmál (þar undir sjúkdómar í
rjettarfarinu).
D. Fjármál:
a. Þjófnaðarmál.
b. Okurmál.
c. Vjelamál.
E. Ahuga- og fjandskaparmál:
a. Seðlaútgáfumál.
b. Bankamál.
c. Slagsmál.
d. Þjóðnýtingar- og kynbótamál.
e. Umbótamál.
F. Heilbrigðismál:
a. Þrifnaðar- og óþverramál.
b. Sóttvarnarmál.
c. Landlæknir.
G. Þjóðernismál:
a. Vesturheimsk mál.
b. Danskislandsksamfundsmál.
H. Bindindis- og brennivinsmál.
a. Stúkumál.
b. Pelainál.
Þriðji partur: Lesbók.
A. Dagbók.
B. Leiðrjettingar á dagbókinni.
C. Verðlaunaþrautir.
Eins og öllum hugsandi íslendingum er
ljóst, er ekki hægt að keyra heiminn og
alt sem i honum er, inn undir fastar regl-
ur, jafnvel ekki gútemplararegluna, sem
í augnablikinu er allra reglna voldugust
með þjóð vorri, þegar frá er talin óreglan
og ritreglur Morgunblaðsins, kollega vors.
Þar af leiðir aftur, að ýmisleg atriði geta
orðið efst á baugi með þjóð vorri, Sem
hreint ekki er gott að skipa í ákveðinn
flokk, en slík atriði verða þá tekin fyrir í
Lesbók vorri, sem vjer vonum, að ekki
komi til að standa að baki þeirri eftir Nor-