Spegillinn - 01.02.1927, Blaðsíða 3

Spegillinn - 01.02.1927, Blaðsíða 3
S P E G IL LIN N 7 dal, sem auk þess er miklu dýrari en vor verður. Annars verður ráðlegast að taka nokkur dæmi, sem kenna mönnum betur nn alt annað að nota skipulagsskrá blaðs- ins. Tökum til dæmis, að Reykjanessvitinn komist í ólag, og menn vilja fá nánari upp- lýsingar um það í blaðinu, er ekki annað en vita, hvort ekkert finst um það undir II- B. e: Vita- og vegamál, því undir þann kafla heyra allir vitar, svo sem oddvitar, hálfvitar, veðurvitar, óvitar — alt í faginu nema ofvitar; þeir koma í Lesbókinni, ef þörf krefur. Auk þess allir vegir, með til- heyrandi, svo sem þjóðvegir, sjóvegir, land- vegir, atvinnuvegir (sem líka gætu heyrt undir atvinnumál), óvegir, útvegir, farvegir, — og þó sjerstaklega ófærir vegir — yfirleitt allir vegir nema auðnuvegurinn, sem heyrir undir II. B. c.: Verslunarmál, og vegurinn til lifsins, sem heyrir undir I. A. b.: Evan- gelíum. Eitt er og nauðsynlegt að benda á í þessu sambandi, sem ókunnugir geta ekki varað sig á: undir þenna flokk heyra líka dissousgas-verksmiðjan Isaga og vjelaverk- smiðjan Hamar, en það er annars auka- atriði, og eru lesendur beðnir velvirðingar á því víxlspori (Krabbagangi). Ef einhver þarf að vita hvenær Norðan- póstur á að koma, er reynandi að slá upp í kaflanum II. B. d.: Póst- og símamál. Undir þau heyra allir hugsanlegir póstar: Austanpóstar, Vestanpóstar, Norðanpöstar, Sunnanpóstar, gluggapóstar, Jobspóstar, ólukkupóstar og samviskupóstar. Áður en vatnsveitan kom, heyrðu lika hjer undir vatnspóstar, hverra Prentsmiðjupósturinn var frægastur, en nú ætlar Alexander dokt- or að bæta úr þessu og skaffa loftpósta í staðinn. Af þeim höfum vjer, sem stendur, ekki nema einn, sem sje Loft póst Ólafs- son, sem er í förum milli Prestbakka og Garðsauka, en það þykir dr. Alexander of lítið. Um Grænlandsmálið, sem er nú mjög á döfinni meðal vor, geta menn helst fræðst i kaflanum II. A. c.: Fíflskaparmál; um vigsluneitanir í I. A. a.: Lögmál; um víxla- afsagnir í II. E. b.: Bankamál. Vjer þykjumst nú hafa veitt lesendum vorum allítarlega tilsögn i lestri blaðsins. Aðalatriðið er þetta: Ef eitthvað mál er, sem yður finst ekki heyra undir einn flokk fremur en annan, þá leitið þess í Lesbók- inni, annaðhvort i dagbókinni, eða leiðrjett- mgunum á henni. Ef vjer einhvemtíma ger- umst háfleygir, sem vjer getum alls ekki ábyrgst að ekki verði — og þjer skiljið oss ekki, þá er það af því, að atriðið heyrir undir III. C.: Verðlaunaþrautir. En auðvitað er vonandi, að andríki vort verði ekki svo gífurlegt, að háttvirtir lesendur þurfi að fá heilabólgu af því. Með mestu virðingu Skipulcigsstjóri Spegilsins. b. Euangelíum. 5traumar. Mánaðarrit all-eigulegt með þessu nafni hafa nokkrir tiivonandi þjenarar þjóðkirkju vorrar sent út á markaðinn nýlega. Speg- illinn tekur fúslega við áskriftuin á þenna unga og efnilega kollega sinn. Sömuleiðis látum vjer ekki hjá líða að benda á, að æskilegt væri að hefjast handa nú þegar um samskot til brúargerðar á strauma þessa, því, eftir því sem einn stabíll íhalds- maður í trúmálum tjer oss, er þar enga heila brú að finna. PP1ÍP[ ÓTT alt annað stansi, ganga klukkurnar og úrin frá Sigurþóri jafnt eftir sem áður. Allir hafa tekið eftir því, að þær trúlofanir verða ábyggilegastar, sem eru innsiglaðar með Sigurþórs þjóðfrægu trúlofunarhringum. Tímínn er peníngar.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.