Spegillinn - 01.02.1927, Side 4

Spegillinn - 01.02.1927, Side 4
8 SPEGILLINN Nýkomin f ataef n i. Glæsilegt úrval. Árnl l Biarni. VERSLIÐ I EDINBORG e. SkáláskaparmQl. Kuölöljóð. Himni sól er sígin af sortna loftsins gluggar. Yfir strönd og úfið haf eigra nætur skuggar. Og við brattan bergsins stall bylgjur tungum skvetta! Ó, að jeg fengi fimm—sex kall fyrir að yrkja þetta! Gorgur Kiljan Grlmsness. Gjaldið greitt. G. K. G. Hnðante funebre. Dapurt er á daginn, er dregur fyrir sól —. Dvel jeg yst við æginn og eygi Norðurpól. Þar situr gamall selur og syngur döpur ljóð. Og harmatölur telur um tíu glötuð jóð. Víst þau spikuð vóru, þótt væri þeim stundum kalt með æskuærslum fóru um ísahjarnið svalt. Nú Árnundi var allur með yndi hans á brott. Hann skaut, sá kaldi kallur, einn kóp með loðið skott, sóma allra sela, er svamla’ um norðurhöf. Hann datt hjá þessum*dela í djúpsins köldu gröf. En »Örninn« eðallyndi að því vitni tók. Svo skautst hann burt í skyndi og skrifaði’ um það bók. Huldist selnum sólin, hann söng sitt dánarlag. og fölur fjell á pólinn. Hann fjekk víst hjartaslag. * * * Hvort heyrirðu’ ekki ópin, þú Ámundsen í nátt? Það eru kvæði’ um kópin, sem koma’ úr norðurátt. T. & S. c. Fífl5kaparmQl. Rthafnaskrá fyrir hátíðahölðin á Þinguelli á ÍOOQ ára afmceli Rlþingis, áriö 1930. (Frh.). 5. dagur. Kl. 8 f. h. Þingheimur vakinn við kórsöng barna, sem hafa fengið »kik«- hósta. Kl. 12 á h. Messugjörð. Sjera Guðmundur Einarsson stígur í stólinn og leggur út af Rjúpnamorðinu í • Betlehem. Kl. 5 e. h. .Ritstjóri Vísis heldur fyrirlestur með leiðrjettingum um hákalla- og háfaveiðar, heima og er- lendis, og talar háfamál eins og innfæddur. Kl. 8—12. Færeyingar frændur vorir sýna Jijóðdansa.

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.