Spegillinn - 01.02.1927, Síða 7
SPEGILLINN
11
Fi. Dagbák.
Frá Kína. Tíðindamaöur Spegilsins i Hankow símar oss og segir
ástandið bölvað.
Frá Grikklandi. Tíðindamaður vor i Aþenuborg segir allmikið los
komið á stjórnarfarið þar i landi.
Frá Hilleröd. »Alt kyrt hjer« simar tíðindamaður vor i þeirri borg.
Frá Hvammstanga. Mikið er talað hjer, um þessar mundir, um yng-
ingartilraunir þær, er læknirvor befir gert með aðferð próf. Yngimundar
Steinachs i Vínarborg. Kveður svo ramt að árangrinum, að áttræðir
öldungar dansa polka og >Pas de Chasmofogoy« á trjefótum, og alt
eftir þessu. Sveitarstjórn óróleg. Nánar siðar, er árangur sjest.
Frá Port-Said. Tíðindamaður vor simar oss, og biður um meiri
peninga til að síma fyrir. Vjer tökum málið til íhugunar.
Frá Snjóbiinum. (LoftskeytiL »Erum fastir i fönn á Hetlisheiði.
Komum vonandi fram i leysingunum i vor. Kær kveðja til vina, vanda-
manna og vegamólastjóra«.
Frá Kaupmannahöfn. »Odins Tyngdepunkt fundet Gaar Eftermid-
dag. Fanden lös i Flydedokken. Hils Nielsen«.
Frá Ballerup höfum vjer ekki fengið nein skeyti, þar eð tiðinda-
maður vor í þeirri borg liggur sjúkur af gin- og klaufaveiki og er
litt haldinn.
Frá Stykkishólmi. Hjer er verið að safna fje til kirkjubyggingar.
Skal hún kend við hina heil. Spanskflugu, og hafa nokkur æviatriði
þessa dýrlings verið leikin til ágóða fyrir kirkjubygginguna.
Frá Furðuströndum. Straumar heitir tímarit andlegs efnis, gefið út
af andríkustu mönnum þessarar þjóðar, eins og efni ritsins og með-
ferð öll á þvi ber með sjer. Er það eflaust besta — og það langbesta
— rit sem birtst hefir enn á móðurmáli Spegilsins, að voru eigin mál-
rgagni ekki undanteknu.
Frá Cuba. Oss er símað frá sendisveitinni íslensk-dönsku í Havana,
að negrar þar i borginni hafi jetið tíðindamann vorn. Svo leitt sem
þetta er fyrir manninn sjálfan, er það lán í óláninu, að þetta er sönnun
þess, hversu alstaðar er gleypt við blaði voru.
B. Lgiðrjettingar á ðagbákmni.
Frá Grikklandi: Vjer biðjum lesendur vora að vera hughrausta
þrátt fyrir skeytið frá Aþenu, því los það í pólitíkinni, er þar um getur,
mun ekki vera annað en Pangalos.
Frá Kaupmannahöfn: Punktur sá er fanst í Flydedokken reyndist
við nánari rannsókn alls ekki vera þyngdarpunkturinn úr þvi góða
skipi Óðni heldur suðupunkturinn úr kælirúminu i því billega skipi
»Brúarfossi«. (Hitt er rjett hermt að fjandinn sje laus i Flydedokken,
og að Nielsen sje beðið að heilsa).
Frá Furðuströndum: Hinn útsendi tíðindamaður vor i andlega
bransanum hefir játað fyrir ritstjórninni, að hann hafi alls ekki sjeð
eða heyrt ritið Strauma. Er oss þvi ljúft og skylt að taka aftur öll um-
mæli lútandi að því riti og biðjum vjer lesendur velvirðingar á þessu
gönuskeiði samverkamanns vors, og viljum taka fram, að hann hefir
verið rekinn frá blaðinu.
Frá Snjóbilnum: í því skeyti var tveim síðustu orðunum ofaukið.
Lofttruflanir voru allmiklar þetta kvöld því próf. Ágúst H. Bjarnason
var að halda fyrirlestur í útvarpið um trú og vísindi og er hugsanlegt
að hann hafi minnst á einhvern vísindalegan vegamálastjóra, en eins
og gefur að skilja getur það ekki átt við þenna, sem vjer þekkjum.
Bagalegar prentvillur höfum við rekist á í síðasta tölublaði
Spegilsins. Með forsíðumyndinni átti að standa fyrirsögnin: H i n n
mikli fiskidráttur (Jóh. XXI. 8). Ennfremur stendur á 4. siðu
fiðurfje, en á auðvitað að vera fjaðurfje. En versta prentvillan
og óskiljanlegasta var sú, að krukkurnar hafa lent undir fjaðuránni,
en áttu að vera undir fjaðursauðnum lengst til vinstri.
C. Uerðlaunaþrautir.
.
Enginn drekkuv íslending
eftir hann er dáinn
Vjer greiðum 2 kr. fyrir besta botn á visu þessari og 3 kr. fyrir
þann versta. Botnarnir sjeu komnir til ritstjórnar blaðs vors fyrir 2.
ágúst næstkomandi.