Spegillinn - 01.05.1927, Blaðsíða 7

Spegillinn - 01.05.1927, Blaðsíða 7
SPEGILLINN 43 Marían — Eigandi Magnús Blöndahl. »Halló! Er það Blöndahl? Munduð þjer vilja gera svo vel að lána Marían til þess að —« »Rifin«. Skjöldur — Eigandi Runólfur í Mýrar- húsurn. »Halló! Er það Runólfur? Fyrirgefið þjer ónæðið, en ekki vænti jeg að hægt væri að fá hann Skjöld lánaðan?« »Því miður liggur hann ónýtur fyrir vest- an Hauksbryggju«. Margijet — Eigandi Finnur Finnsson. »Halló! Er það Finnur? Hvernig er það með hana Margrjeti yðar?« »Hvaða bölvaða Margrjeti? Jeg hefi enga Margrjeti hjá mjer«. »Jú, jeg meina skipið yðar« »Nú, svoleiðis. Hún liggur uppi á landj til sölu. Þjer getið fengið hana keypta, ef þjer viljið«. Stefnir — Eigandi Stjórnarráðið. »Jú, ekki vissi jeg af því, að við ættum skip, en hver veit um það? Spurðu Þorkel«. »Er til viðgerðar í Slippnum«. »Nú vandast málið. Listinn er búinn, en einhvernveginn verður að bjarga Þór. Jú, nú hef jeg það. Sendið þið vatnsbátinn. Verið þið ekki að vekja Þórarinn. Takið hann upp á mína ábyrgð«. — í aftureldingu náði vatnsbáturinn hinum ákveðna stað, og var herskipið nákværn- lega þar, er til var greint, Vioo úr sjómílu undan Keflavíkurbjargi. í lyftingu stóð hár maður og fyrirmannlegur og var það vörpu- stjórinn. Heilsaði hann glaðlega bjargvætti sínum og kvað skipsmenn koma bráðlega til hjálpar. Gekk nú greiðlega að koma köðlum um stýri skipsins og var svo haldið af stað. — Segir fátt af þeirri ferð, nema eðlilega var gangurinn tregur, þar sem drátturinn var þungur, en 56 tímum síðar var Þór kominn heill og óskemdur inn á Reykjavikurhöfn. Hvernig hefir tekist að greiða úr flækjunni höfum vjer ekki heyrt, en hitt höfurn vjer sannfrjett, að í henni hafi ekkert verið fiskjarkyns, yfir höfuð ekki annað en skip- ið sjálft. Nokkurum dögum síðar hjeldu, að sögn, hinir áður nefndu stofnendur þessa vísinda- leiðamuirs fund, og mun þaðan komin eftir- farandi ályktun: »Með því að tilraun sú, er varðskipið Þór gerði til vísindalegra landhelgisveiða mishepnaðist, að því leyti, að enginn afli fjekkst, verður að álítast ósannað hvort tog- arar hafa hagnað af landhelgisveiðum, en þar sem þessi tilraun mun hafa kostað um 150 þús. kr., auk skemda á veiðarfærum, þykir hinsvegar eftir atvikum rjett að telja fullsannað, að landhelgisveiðar muni ekki borga sig fyrir togara, ef eins tekst til fyrir þeim eins og nú fyrir Þór«. Þessa ályktun eru önnur blöð, erlend sem innlend, vinsamlegast beðin að birta. Frjettaritari Spegilsins Sttraarkáptii* handa smámeyjum kaupa allir bestar, en þó ódýrastar, i verslun Ben. S. Þórarinssonar. — Nýtísku litir. — Sagir, heimsþekt merki. — Járn- og trjeheflar i öllum stærðum. — Skaraxir og hamrar, mikið úrval. — Naglbítar og tengur. — Hurðarþvingur. — Límknekti. — Lím- pottar. — Limpenslar. — Skrúfjárn. — Tólabaukar. — Sporjárn. — Útvegum hefilbekki og trjesmiðavjelar. Það besta fæst altaf i Brynju. Notið mínar fyrsta flokks matvörur; lítið svo í spegilinn yðar og þið eruð fyllilega ánægð með árangurinn. Guðm. Guðjónsson, Skólavörðustig 22.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.