Spegillinn - 01.11.1927, Blaðsíða 2

Spegillinn - 01.11.1927, Blaðsíða 2
86 SPEGILLINN Hý nefnöarskipun. R hcerri stöðum. , 1 rn i i I fí i -l !' i Érauða- og kökugerðin 5. rf a ^stu og ljúfféngustu brauðin og kökurnar eruð þjer viss um að fá, ef þjer komið á Laugaveg 5. Sími 873. Sími 873. Eldkúsáiiöld, ódýrast og fjölbreyttast úrval. H. P. Dms. Það vissum vjer þegar frá upphafi, að ekki þyrfti Spegillinn að skammast sín fyrir að styðja núverandi stjórn. Get- um vjer tekið undir með kallinum, sem var búinn að skera hestinn á háls og sagði: „Jeg var feginn að það gekk svona vel — jeg hefði ekki borið það við ann- ars.“ Stjórnin hefir sem sje, það sem af er, starfað mjög í anda Spegilsins og vérið umsvifa- og athafnamikil, svo sem lesa má í blöðunum, sjerstaklega þó í greinum eftir J. J. í Tímanum. Síðasta afrekið er í því fólgið að skipa^ tvo menn í nefnd, til þess áð telja upp og rannsaka áfengisbírgðir þær, er ríkið á geymdar í þeirri stofnun sinni, er yenju- lega er nefnd „Steinninn". Stjprnin hefir, og auðvitað með rjettu, eins pg vant er, viljað vita, hvort ríkið, sem plíkt, væri „samkvæmisfært“, ef til þess kæmi, að góða gesti bæri að garð, t. d. eins og sendiherrann frá Rockefeller, sem nu mun vera í ráði að sníkja af einhverja heilsu- stofnun eða eitthvað þessháttar. Fleiri þarfir gestir geta og komið á næstunni, þótt Speglinum hafi ekki verið tilkynt það enn. Eins og vjer lofuðum stjórn- inni þá er; hún tók við völdum, munum vjer eftir megni gefa henni hollar bend- ingar í hvívetna, og hjer leyfum vjer oss einmitt skítpligtugast að koma með eina slíka. Það er sem sje galli á nefnd þess- ari, að báðir mennirnir — þeir bræð- urnir Felix Guðmundsson, sem í þessú: blaði er kyntur lesendum vorum, og Pjetur Zophoníasson, áður íhaldsmaður, en nú frelsaður — eru gútemplarar, svo sem alþjóð og Alþjóðabandalaginu er kunnugt. Þetta er ekki heppilegt — með allri reverensíu að segja. í skýrslunni verður það greinilega að koma fram, hvaða sortir sjeu til, ekki síður en hitt, hve margar flöskur. Gútemplarar þekkja ekki og mega ekki þekkja nöfn á öllum sortum áfengis, og vill því Spegillinn Ieyfa sjer að bæta við einum manni í nefndina, sem þekkir þær til hlítar. Mætti í stað hans ryðja öðrumhvorum bróðurnum úr nefndinni með hlutkesti en hinn gæti svo verið teljari en sprúttfræð- ingurinn nefnari í þessu bannlagabroti. Bindindisstjóri Spegilsins. mMWámwpMXátátwmM „Snáfaðu strax upp í Stjórnarráð, Ey- vindur. Hafðu tal af ráðuneytinu og skrifaðu svo strax grein um alt heila galeríið. Okkur vantar grein í blaðið. Fljótur nú.“ Þetta hrópaði aðalritstjórinn til mín núna á síðasta sumardag, og sá jeg þann kost vænstan að hlýða tafarlaust, því annars átti jeg víst að verða rekinn frá blaðinu, og ekki vildi jeg verða fyrir því núna undir veturiiin. !, Segir nú ekki af ferð minni fyrr en jeg kom í Stjórnarráðið 'og mæti þar ein-í hverjum full megtugum. „Hvar eru hin-t ir nýu?“ spurði jeg. „Við höfum hjeri annað að gera en lesa soleiðis bækur,1^ svaraði sá megtugi, „Auðvitað, en hvar eru ráðherrarnir nýu?‘‘ „Þeir eru nú ekki nema þrír, og jeg held það sje fjandans full nóg.“ „Veit jeg það, en þeir eru nýir af nálinni samt, og jég þurfti endilþga að tala við ráðunautit>,“ sagði jeg. „Það er nú ekki nema einn ráðherrann viðstaddur.“ „Já, en hvar eru hinir?“ „Morgunblaðið og^ Vísir segja að Magnús sje sigldur til að sýna sig og sjá aðra, svo að það er líklegá satt, en Tryggvi stendur í flutningum, og yar rjett í þessu að leiða síðasta ung- viðíð yfir Gjallarbrú, en svo köllum við hjerna brúna milli Laufáss og ráðherra- bústaðarins.“ — Að svo mæltu vísaði hann mjer á dyr, — þó ekki útidyrnar, heldur, heldur á dyr Jónasar þess, er nú stjórnar guðs kristni á landi hjer og auk þess svo mörgu öðru fleiru. Þegar jeg er búinn að berja og heyra sagt „kom inn“, lauk jeg upp hurðinni á þeirri rauðu — það er sem sje alt fóðr- að með rauðu — lit blóðs, elds og blygð- unar — á skrifstofu Jónasar. Þegar jeg kom inn, gaf mjer á að líta. Aldrei hefi jeg sjeð tígulegri sjón, og hefi jeg þó sjeð sitt af hverju. Þar lá sjálfur ráðherrann í allri sinni lengd uppi á legubekk og var í óða önn að stjórna ríkinu, bara öllu íslenska ríkinu, þar með taldar Þingeyjarsýslur og Vest- mannaeyjar. Jeg heilsaði hæversklega og stamaði eitthvað á þá leið, að mjer þætti verst ef jeg gerði ónæði, því nóg væri víst að gera. „Já, nóg er til að sinna“, svaraði ráð- herrann, „alt í niðurníðslu eftir fráfar-

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.