Spegillinn - 01.11.1927, Blaðsíða 5
SPEGILLINN
Dagbók.
Úr Sandvíkurhreppi er oss simað: Hjer hefir verið á ferðinni Metú-
salem Stefánsson kynbótaráðunautur, gæslustjóri Ræktunarsjóðsins, sjóð-
stofnandi p. p. Átti hann fund við þarfanaut hreppsins, og skoðaði alls
sex. Skoraði hann á þrjú þeirra að setja ekki ljós sitt undir mæliker,
■en gaf sig litið að hinum þrem. Stofnaði síðan fjelag þarfa- og ráðu-
nauta þar i hreppnum. Almenn gleði yfir þessari fjelagsstofnun, sem
■oss liefir lengi vanhagað um, þar eð ekkert þessara nauta naut sín fyrr
■en fjelagið komst á iaggirnar. Þó er mælt að óþarfanautin þrjú ætli
að höfða mál gegn Metúsalem fyrir atvinnuróg.
Frá vissum stað er oss simað: Að Ioknum bankaráðsfundi í íslands-
banka í gær, stakk Jón Þorláksson dönsku hagsmununum i vestisvasa
sinn og geymir þá þar til næsta fundar. Aljjýðublaðið uppvægt (sem
von er).
Frá Morgunblaðinu er oss símað, að það sje hin argasta illkvittni
að gabba brunaliðið.
Frá Akureyri er oss simað: Hjer hefir dómsmálaráðherra verið á
.ferð og veitt Sigurði skólameistara Ieyfi til að útskrifa fullgilda stúdenta.
Sigurður glaður, en fer vel með það, að vanda. Samstundis hefir hluta-
fje fjelags þess, er gefur út skólasetningar- og uppsagnarræður skóla-
meistara, verið aukið um 2O0°/o.
Frá Ljósvakanum (blaði s.d. Adventista) er oss símað: Mannætur
i Afriku heimta trúboða. (Skeyti þetta talar fyrir sig sjálft. Er auðsjá-
anlega hungursneyð í landinu, og væri fallega gert að sjá um, að
þeir, sem hjeðan kynnu að veljast til fararinnar, væru ekki valdir af
■ af horaðri endanum).
Frá Akureyri er oss símað: AUar horfur eru á j)ví, að dómsmála-
ráðherra vorum ætli að takast betur en guði almáttugum, þvi hann
hefir, með siðustu ráðstöfun sinni, náð þvi að gjöra svo öllum mönn-
um likar vel, meira að segja Valtý. (Sbr Morgunbl. 30. okt. sl. Akur-
-eyrarskólinn).
Frá sparnaðarnefndinni er oss simað: Höfum þegar sparað land-
inu 10000 krónur, með því að liafast ekkert að. Það er á einu ári lijer
um bil 12000 krónur. Hættum ekki störfum fyr en landið er orðið
skuldlaust. (Bravó. Haldið þið bara áfram, og flýtið ykkur, heldur
en hitt).
Frá Visi er oss shnað: Það er komið upp úr kafinu, að engin bók
hefir verið haldin yfir áfengi það, er i steininn hefir verið sett. Þykir
slikt heldur ljeleg frainmistaða. (Ekki oss. Bókstafurinn deyðir en vin-
andinn lífgar).
Frá sama stað er oss simað: Jón Jónsson á Laugavegi verður 58
ára i dag.
Frá hærri stöðum er oss símað: Herskipið Óðinn orðinn sjófær
einu sinni enn. (Oss þykir nóg um. Hvar ætlar þetta að lenda?)
Frá Esju er simað: Sendið oss tafarlaust menn til að kasta í land.
Búnir með alla sem til voru.
B. Lgiðrjettingar.
Frá Hnifsdal er oss símað: Það er algjörður misskilningur, að
Mussolini hafi látið flytja manninn klæðlausan hjeðan til ísafjarðar.
Maðurinn var fluttur i atkvæðakassa.
Úr Sandvikurhreppi er oss sent svohljóðandi leiðrjettingarskeyti:
Óþarfanautin, sem getið er um i fyrra skeyti voru, hafa hætt við að
kæra Metúsalem, gegn því, að liann tæki dóm sinn um þau aftur góð-
fúslega. Hefir hann orðið við þvi, og má því framvegis snúa sjer til
jjeirra ekki siður en til hinna.
Fra hærri stöðum er oss símað: Sem skýringu á siðasta skeyti
má geta þess, að í siðustu utanför sinni var Óðinn fyrst gerður óhaf-
fær, en siðan haffær, til þess að komast að raun um, í hvoru ástand-
inu hann væri nothæfari.
Úr Steininum er oss simað: Það er megnasti misskilningur, að Café
Fjallkonan hafi verið flutt lijer beint á móti oss að undirlagi skipu-
lagsnefndar. Fyrirskipunin er alt of gáfuleg til þess, og það svo, að
vjer neyðumst til að halda, að hún komi frá sjálfum dómsmálaráðherra.