Spegillinn - 01.11.1927, Blaðsíða 4

Spegillinn - 01.11.1927, Blaðsíða 4
88 H P E G 1 I j LIN N Ef þjer notið PALMOLIVE handsápuna, •er yður alveg óhætt að líta í spegilinn, og þjer munuð ekki •verða fyrir neinum vonbrigðum. Best. - Odýrast. Innleut. „Hugsa sjer,“ sagði jeg. ,,0g aðeins hás. . . . jeg ætlaði að segja, .... og aðeins háseti á þjóðarskútunni, .... en jeg hætti við það, því jeg var ekki viss um, að það væri heppilegt nú að minnast á háseta og hásetaverkföll á þessum stað.“ „Mjer þætti gaman að heyra af yðar eigin vörum, ráðherra minn, hvað hefir komið yður áfram í lífinu, og það með þessari líka litlu fart, því jeg ætla að skrifa hvatningargrein til ungra manna og taka sem dæmi ýmsa heimskunna menn, svo sem yður fyrst og fremst og svo ef til vill, t. d. Rockefeller, Júdas og Robispierre.“ „Víst er það göfugt starf að uppfræða og örva æskulýðinn, Eyvindur minn, en það þarf að gerast með rjettu hugarfari. Það dugir djöfulinn ekki að æsa upp einstaklingsframtakið í þessum piltum.“ „Rjett segir þú, hinn frómi, yðar ex- cellence,“ svaraði jeg, „en jeg óttast ekki, að þótt þjer segðuð frá yðar lífs- reynslu, að það, út af fyrir sig, mundi leiða ungdóminn í þessháttar glötun.“ „Sje mínu fordæmi fylgt og það ekki fært út í öfgar, eins og svo oft hefir átt sjer stað, þegar Pjetur og Páll hafa ætl- að sjer að feta í fótspor mín og minna líka, þá er öllu óhætt. En, eins og þjer vitið, Eyfi minn, þá er það ekki vani minn að tala mikið um sjálfan mig. Því ef jeg gerði það, gæti það ekki vel orðið annað en hrós, ef satt skal segja. En jeg er svoleiðis gerður, að jeg get ekki sagt annað en sannleikann og jeg hata alt sjálfshól. Svo þjer sjáið, að þjer haf- ið komið mjer í dálitla klípu með þessum spurningum yðar.“ Jeg þagði og dáðist að orðum ráðherr- ans, en hann hóstaði dálítið og mælti síðan: „En eins og þjer drápuð á, þá er ekkert jafn uppörvandi og göfgandi fyrir unga menn, eins og að lesa æfi- sögur — eða þó ekki væri nema æfi- sögubrot — mikilmenna, og þess vegna held jeg það væri rangt af mjer að segja yður ekkert, því ennþá er langt þangað til jeg læt prenta æfiminningar mínar og við þurfum að eignast þjóðnýta menn í viðbót við okkur Tryggva, áður en sú bók kemur út.“ Jeg þurkaði af mjer svitann, því hit- inn var alveg steikjandi þarna inni í ráðherraherberginu. Ráðherrann horfði beint til himins og sagði svo með mestu hægð: „Með ráð- vendni, sparsemi, hógværð og bænrækni má komast fjarska langt í lífinu, en .... Kom inn .... Hver andskotinn er nú að ónáða okkur?“ Það var nfl. barið á skrifstofuhurðina heldur en ekki harka- lega og inn ruddist .... Nei .... jeg segi það ekki .... jeg læt heldur hengja mig en segja frá því .... því jeg er vinur Jónasar og Tryggva .... Jeg sá, að jeg mundi ekki hafa meira upp úr krafsinu í þetta sinn, kvaddi í snatri og þaut í einum spretti alla leið niður í prentsmiðju, til að láta þetta á þrykk út ganga áður en prentfrelsislög- in verða numin úr gildi. Eyvlndur. Esju-fyrirskipunin. Það einkennilega hefir komið fyrir, að „Stormur“ hefir komið með tillögu, sem að minsta kosti er þess verð að hún sje athuguð, og sem alls ekki er ómögu- legt að bæði vjer og dómsmálaráðherr- ann getum fallist á, jafnvel þó hún sje þaðan komin, þ. e. að varpa ölvuðum mönnum úr Esju í sjóinn. Málinu er þannig farið, að við nánari íhugun höfum bæði vjer og dómsmála- ráðherra fundið ýmsa annmarka á fyr- irskipuninni til Esjuskipstjórans og skal hjer getið þeirra helstu. Pro primo: Á allflestum viðkomustöðum Esju mun tilfinnanlega vanta örugt geymslu- hús fyrir ölæðingana, ekki síst á haust- um, þegar margt er með skipinu og svallsamt er, er peningar eru nægir. Má þá gjöra ráð fyrir, að setja verði í land stóra hópa. Nokkuð öðruvísi er þetta á vorum, því þá er enginn peningur til þess að drekka fyrir. — Nú skal það tekið fram, að hvorki oss nje dómsmála- ráðherra, hefir komið það til hugar, að sleppa þessum óþjóðalýð á saklaust og skikkanlegt fólk, og skal því játað, að bæði vjer og dómsmálaráðherra vorum komnir í hálfgerð vandræði. Að vísu hafði oss dottið í hug, að byggja mætti stór steinhýsi í öllum kauptúnum lands- ins í þessu skyni og ennfremur reisa [Framh. á bls. 90].

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.