Spegillinn


Spegillinn - 21.04.1928, Blaðsíða 2

Spegillinn - 21.04.1928, Blaðsíða 2
58 S p e g i 11 i n n 8., ní (Samviska þjóðarinnar, góð eða vond, eftir ástœðum). Bítur tvisvar á mánuði. — Áskriftarverð kr. 10,00. Lausasala 50 aura blaðið. Ritstjórn: Páll Skúlason, sími 1418 og 955, Sig. Guðmundsson, sími 1394, Trgggvi Magnusson, simi 2176. Afgreiðslumaður: Sig. Guðmundsson. Utanáskrift: Spegillinn P. O. Box 594 — Regkjavík. Prentuður í fsafoldarprentsmiðju h.f. Þjer getið alveg eins verið spegil- laus ef yður vantar ODOL Odol-munnskolvatn fæst í flestum lyfjabúð- um og öllum betri hreinlætisvöruverslunum Nýr leikur. BMERÍKUMENN eru þjóð, sem reyk- ir hráblauta Havannavindla og drekkur svo sterkt kaffi, að te- skeiðin stendur einsömul í því, en dósa- mjólkin flýtur ofan á. Vín og áfenga drykki hata þeir, segir Östlund, sem ald- rei lýgur, og hefir auk þess fengist við bannlagabrot í hálfan mannsaldur, og þekkir hverja kjallaraholu í öllum Banda- ríkjunum, og þótt víðar væri leitað. Þar í landi er fólk svo mjög hneigt til ásta, að það klippir nöfn kvikmyndadýrlinga sinna út úr blöðunum og jetur þau með rjómafroðu. Það er þessi sama glereygða gulltanna-þjóð, sem fann upp krossgát- urnar og buxnaleikinn, og hengir svert- ingja, ef ekki næst í »box-at«. Mannsandinn er á sífeldu iði, hefir ein- hver heimspekingur sagt, eins andi Am- eríkumanna, ef anda skyldi kalla. Nú hafa þeir fundið nýjan leik, sem talið er að valda muni engu minna raski á sálar- og atvinnulífi heimsins en krossgátan og buxnaleikurinn. Leikur þessi er framinn meðan dansaður er læraskjálfti (Charles- ton) eða læraflatskjálfti (Flat Charleston). [Þið vitið: það er sami dansinn, sem kaffihúsastjörnur vorar hjerna í Reykja- vík dansa inn á kaffihúsin, síðan þær týndu niður klyfjaganginum]. En fyrir- gefið útúrdúrinn. Leikurinn heitir: Spurðu mig einhuers. Ekki þarf neinum getum að því að leiða, að leikinn má gera spennandi. Vjer viljum gera vort til, að taka upp þenna ágæta leik hjer á landi, enda þótt vjer takim ekki þátt í dansinum, og segjum t. d. —: Eru legsteinarnir og hænsanetin I Bankastræti sett beint á móti Stjórnarráðinu til prýði, eða í þeim lofsverða tilgangi að minna stjórnina á fallvaltleik lífsins? Eða: Vita menn, að Villiönd Morgunblaðsins hefir fengið nokkur högl í belginn og bítur nú í þangið? Eða: Hvernig ætlar hans há- tign konungur vor að vernda fornritaút- gáfu vora? Gegn Norðmönnum, eða hvað? Eða: Var það ekki allrahæstsami, sem verndaði listasýninguna, sem gerði Matthías frægan, af því hann málar ekki, og var »censureret nede i Köbenhavn«, til þess að þóknast nokkrum baktjalda- mönnum — þjóð vorri til lítils sóma? Eða: Hvers vegna hænast hundar að sjerstökum þúfum? Eða: Hvers vegna fjekk ekki stjórnarflokkurinn stýfingu krónunnar samþykta á þinginu? Eða: Hvers vegna er ekki læknanemum kent að prófa yfirlið með títuprjóuum, ad modum M. Torfason? Eða: Hvers vegna kemur Magnúsi Guðmundssyni og Jón- asi ekki betur saman, en raun er á? Eða: Hvers vegna kom Erlingur Frið- jónsson ekki í Speglinum síðast, með hinum Bolsunum? Greindir lesendur geta bætt við þess- ar spurningar eftir vild, en það er ekki þar fyrir, að »svona gæti jeg haldið á- fram í allan dag« — eins og maðurinn sagði forðum, þegar hann vissi ekki meira. Spurningarmerki Spegiisins. Uinur minn frá LL/innipeg. var núna einhverntíma eftir að við höfðum gert þessa stcrum merkilegu uppgötvun, að hið end- urreista Alþingi okkar ætti bráðum 1000 ára afmæli, að jeg hitti Kanadamann nokkurn, sem hjer var á ferð. Hann var af íslenskum ættum, fæddur og uppalinn á íslandi, svo jeg skildi talsvert af því sem hann sagði við mig. Enda sagðist hann lesa daglega, bæði Lögberg og Heimskringlu; það er að segja hans Sig- fúsar, en ekki hans Snorra, og þar að auki kunni hann Faðirvorið, bæði á ís- lensku og kanadisku. Því hann var prýði- lega kirkjurækinn og þaultrúaður Norð- urkirkjumaður. Hvernig hefir þú það? sagði jeg, um leið og jeg tók í hendina á honum. O, jeg hefi nú bæði það og annað, svaraði hann. En hvernig fílar þú? Jeg fíla bara alls ekki, skal jeg segja þjer. En hvernig heldur þú að það muni græa sig með íhlutun ykkar Kanadamanna, í 1000 ára hátíðinni okkar? Úell, við viljum, náttúrlega gefa ykkur eins mikið af góðum ráðum og þið eruð færir um að taka á móti, og jeg skal strax segja þjer hvað við í Ameríku

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.