Spegillinn


Spegillinn - 21.04.1928, Qupperneq 6

Spegillinn - 21.04.1928, Qupperneq 6
62 Spegillinn 8., III Skýrsla til stiórnar íþróttasamb. Spegilsins. SFTIR skipun hinnar heiðruðu stjórn- ar hefi jeg undanfarið verið að æfa boxarana tvo, sem sýna áttu sig í Bárunni páskadag og kjaftshöggvast um drykkjarhornið það hið mikla, er enski box- | arinn Sullivan sendi hingað. Aðal-æfing fór fram á pálmasunnudag um messu- tímann, en nú verð jeg, þótt leitt þyki — eins og kóngurinn segir, þegar stjórn beiðist Iausnar — að tilkynna það, sem hjer segir: Einhvernveginn hafði svo at- vikast, að Pusi hafði náð í hundaskamt og líklega orðið hálffullur í 11. hring eða umferð, því þá hálfdrap hann Krúsa, svo sem effirfarandi Iæknisvottorð sýnir: »Frons beygluð og ekki frítt við heila- hristing, 7 tenuur og hálf betur slegnar inn, nef brotið á kafla, 3 rif brotin, hægri handleggur úr liði og vinstri kjálki sömu- leiðis«. Neyddist jeg til að koma Krúsa á spí- tala til viðgerðar, og einnig Filippusi, því þótt heita megi, að hann hafi sloppið vel, þá er hann víða marinn og telur læknir ekki all-ólíklegt, að hann sje nef- brotinn, og glóðaraugu hefir hann svo mörg og stór, að hann verður að halda sig innan fjögurra veggja minst. Þar sem áðurnefndir íþróttamenn ætl- uðu að boxa undir vernd Spegilsins, þykjast þeir eiga tilkall til þess, að hann greiði leguna, sem, hvað Krúsa viðvíkur, mun vart skemmri en til Jónsmessu, og vil jeg því ráða hinni háu stjórn til, að hleypa því í mál, því Pusi á eitthvað til, og það má sanna, að hann braut boxreglur Alþjóðabandíttalagsins að mun — enda æstur af snafsinum. Hver bæti brot á gólfi í Bárunni veit jeg ekki. Til þess að gabba tilvonandi áhorf- endur, mætti æfa þá Slagan og Kjálkfer um bænadagana, þar eð þeir eru efni- legastir þeirra, er nú eru óbrotnir, en Föstudagslangakvöld mætti, eftir orrustu milli þeirra, boxnefndin dæma, hvort ger- legt sje, að þeir sýni sig opinberlega, og verður þá tími á laugardaginn til að auglýsa. Jeg hefi sjeð um, að þeir gangi í nudd og sjeu vel smurðir með feiti milli æfinga. Jeg hefi og skrifað Sullivan um óhappið með Pusa, en þorði þó ekki að telja öll meiðslin, og sló þeim því saman i »fracture of the scull«, og vona, að stjórnin nefni það sama nafni í brjefi ConJJitL ENDIIRA Uncwndiilonalhi & PrrJ>cfuaIIv Quaranteci Lindarpennar og blýantar eru besta tækifærisgjöfin Verslunin Björa Kristjánsson. sínu til Mr. Sullivan’s, er hún skrifar næst. Hiti í Pusa, við síðustu mælingu, 44,8. Reykjavík, 1. april 1928, kl. 21,45. Virðingarfylst Gormur Glónefss (boxmeistari Spegilsins). E. S. — 2. apr., kl. 10,14. Krúsi með hita 46,9 og óráð. Filippus verður blindur á vinstra auga og er tví- brotinn á nefi. Þrjár tennur Iausar. Við- bein brotið. Hiti 27,5. G. G. Heyr5t hefir að Þingvallanefnd hafi í hyggju, að láta gera afar-mikla sundhöll á Þingvöllum, og leiða þangað heitan sjó í málmpíp- um, alla leið frá Reykjanesi,

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.