Spegillinn - 21.04.1928, Blaðsíða 5
8., III
Spegillinn
61
Telepathi — eða huað?
SpEGILLINN fjekk með síðasta pósti tvö brjef, sitt af hverju landshorni. Annað kom úr hinu rjettnefnda íhalds-hreiðri
Vestmannaeyjum, en hitt úr Framsóknar-básnum, Norður-Þingeyjarsýslu. Brjefunum fylgdu þessar tvær vísur, sem lesendur
vorir eru beðnir afsökunar á að skuli vera prentaðar. Einasta afsökun vor er, að vjer höfum sjálfir samið enn ljelegri ljóð-
mæli og ófyndnari. —
Bás-uísan:
ÍTlörgum til mikils frama,
milöri af gceskurót,
rjettlŒtiö rcekja tama,
ranglœti öllu mót.
Eftir blessunar brautum,
blíð meöur gceði’ ókljen,
til himna þeir hlaupa ó skautum
Hriflon og Thorhallsen.
jfla tam
. ... _ t.. -.
; -\ - *- '-v j
Eyja-uísan:
(Tlörgum til mikils ama,
magnaðri’ af hrekkjarót,
ranglcetið rcekja tama,
rjettlceti öllu mót.
Eftir böluunar brautum,
blíð meður gceðin kljen,
til heluítis hlaupa á skautum
Hriflon og Thorhallsen.
Plagiator Spegilsins.
Ibsens-hátíðin.
1000 ára afmæli Henriks skálds Ibsens var
tekið hátíðlega hjer sem annarsstaðar. í tilefni
af því var haldið knall í Iðnó og sýnd villi-
önd, sem Ibsen hafði skáldað sjálfur, og tókst
íslandsbanka þar vel, sem oftar, að komast
hjá því að hafa sæmilega leikendur á sviðinu.
Reyndar ljek Haraldur Björnsson þolanlega, en
það rná þó að honum finna, að hann er ekki
bankaritari, og er það sorglegt fyrir mann, sem
Btiar að gera þetta að æfistarfi sínu, að hann
hefir ekki bankaþekkingu, sem vitanlega er þó
fyrsta skilyrði til þess að geta leikið hjer í
höfuðstaðnum. —■ Margt fleira var gert til virð-
ingar skáldinu, og yrði of langt alt upp að
lelja, en þó skal hjer getið nokkurra atriða:
Þorsteinn Gislason flutti kvæði, sem hann hafði
ort sjálfur, að því er Moggi segir. Steinþór
Guðmundsson gerði hávaða mikinn og hótaði
að hætta að leika, hvað auðvitað gladdi alla
leiklistar-unnendur hjer i bænum. Jón Björns-
son skáldi og strákskapar-höfundur orti um
Ibsen langt kvæði eftir Einar Benediktsson og
Ijet prenta það á íslensku í norskum blöðum.
Teikn.sáust á himni og Gvendur á Sandi kom
til Reykjavíkur. Kjartanarnir ortu ekki kvæði,
og var það í tilefni af áðurnefndri hátíð og
þótti þeim takast vel. Helgi Sveinsson las upp
mörg kvæði í stúkunni Fjalarkettinum, og var
afskaplega reiður á meðan, en enginn veit við
hvern, eða hvort það var við þá, sem ort höfðu
kvæðin, eða eitthvað út af húsabraski. Margt
var fleira gert sjer til gamans. Henningsen
týndist ekki.
Uiðbót uið Lesbókina.
Frá Morgunblaðinu er oss símað: Þing-
menn hjeldu veislu allmikla á Hótel ísland á
sunnudaginn var. Var þar etinn matur og Spán-
verji drukkinn, »eins og kaffi«. Munu menn
hafa skemt sjer vel, þvi mánudags-umræðurnar
þóttu vera óvenju slappar.
Aths.: Stjórnmáladeild vor telur vel til fallið,
að þessháttar veislur sjeu haldnar daglega all-
an þingtímann, þvi svo virðist sem lijer sje
loks fundið ráð til að draga úr kjaftæði á Al-
þingi voru.
Ennfremur símar blaðið: Það vakti óhug
þingmanna, að forseti sameinaðs þings, M. T.,
fjekkst ekki til að taka þátt í gleðskapnum, og
það þótt einhverjir þingmenn byðust til að
»splæsa« fyrir þátt-töku hans. Hin sanna ástæða
mun hafa verið, að hann liefir ekki þolað að
sjá Spánverja á borðum, en eins og allir vita,
má Magnús ekkert aumt sjá.