Spegillinn


Spegillinn - 21.04.1928, Blaðsíða 8

Spegillinn - 21.04.1928, Blaðsíða 8
64 Spegillinn ooooo< Haldið fegurð yðar við,- með þvi að nota ’ vS i > PALMOLÍVÉ Innlbeldur aðeins Pálma- og Olivenoliur, ni- kvæmlega sðmu fegurðarmeðulin, sem Róm- verjar notuðu fyrlr þúsundum ára. Fæst alstaðar! ^OOOOOOOOOOOOOOOOOOOO^ — ALLIR, sem gott súkkulaði kaupa, biðja um KONSUM. Reiðtúr suöur á Alftanes. v-sunnudaginn fyrir pálma ljeði kunn- L£íl|( ingi minn mjer hest suður á nes. tjigil Það var langt síðan jeg hafði kom- ið á hestbak og kunni því ekki að sitja á hesti með nýja laginu. Kl. 10 f. h. lagði jeg svo á stað og fór í hægðum mínum suður hringbraut, en skyldi ekkert í hvaða trunta þetta var. Jeg vissi að hesturinn var álitinn góður og jeg er ekki ólaginn. Jeg sat kyr og beinn á hestinum, eins og vera ber, dinglaði lítið eitt fótunum, en hann var sem sofandi, og skyldi jeg ekkert í þessu. Jeg hafði farið fetið að Kópavogsbrú og komst ekki öðru vísi, þar ætlaði jeg að laga ístaðið á fætinum og rak, um leið og jeg beygði mig, aðra löppina út. Þá kom nú líf í hrossið. Jeg var nærri rokinn af baki, og hesturinn trítlaði og bar sig vel. Ekki stóð þetta lengi og sami jarðarfarargangurinn hófst á ný. Aftur þurfti jeg að laga ístaðið, og er jeg beygði mig og sperti út fótinn, kom sama fjörið í klárinn og fyrra skift- ið. Fór jeg nú að hugsa margt og þegar hann ætlaði að byrja brúðargang, sperti jeg út aðra löppina, tók hann þá að tölta, svo teygði jeg báða fætur eins langt og jeg gat út frá síðunum, fór hann þá að skeiða. Síðan fór jeg að reyna fleiri aðferðir, og þegar jeg hallaði mjer fram á makka, þá fór hann að stökkva, og þegar jeg teygði fæturna eins langt aftur og jeg gat, herti hann á ferðinni, og þegar jeg ljet fæturna dingla mátt- lausa í knjáliðunum og annan handlegg máttlausan frá öxl, þá tölti hann upp 8., III Sttmar-skói% ágætt tirval, víð allra hæfí. Aítaf eítthvað nýtt. Skóversltm B. Stefánssonar Laugaveg 22 A. á sitt fínasta. Við Hraunsholtslæk var jeg kominn á lagið, og gat með þessum hreyfingum náð allskonar gangi úr klárn- um. Svo mætti jeg tveim bílum og einri fór fram úr mjer og var jeg þá á fín- asta skeiði, lappirnar stóðu beint út í loftið og jeg skók mig alveg uppá kraft, og kölluðu einhverjir til mín úr bílnum. Svo reið jeg út með hrauni og ljet klárinn tölta, skeiða, og stökkva á Álftanesinu, og skeiðreið Sviðholtstún, svo að menn störðu á undrin og hreyfingar mínar. Þegar jeg fór heim og sat »uppá gamla stílinn« á klárnum, byrjaði brúðargang- urinn þegar, og ekki honum að mjaka fyr en jeg byrjaði Múllersæfingarnar. Jeg mætti nokkrum bílum og varð þá að ríða með nýju aðferðinni, svo menn skyldu sjá, að jeg væri ekki gangandi. Daginn eftir komu stúkubræður til mín og sögðu mjer, að jeg væri kærður fyrir fyllirí og slark suður á Álftanesi, og hvernig sem jeg útskýrði málið, vildu þeir ekki trúa mjer, og verð jeg nú að ganga undir endurreisn, þótt jeg hafi ekki bragðað áfengi, og þetta alt fyrir að ríða »uppá nýja móðinn«. Mun jeg vart fá hest til láns aftur, meðan jeg er í stúku, og vil ráða öðrum að reyna það ekki. Reidmaður Spegilslns.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.