Spegillinn


Spegillinn - 04.08.1928, Síða 6

Spegillinn - 04.08.1928, Síða 6
118 S p e g i 1 1 i n n 15., III @§0@0i0g0®0®080llc>80g@ © ® | Leðurverslun | j Jóns Brynjólfssonar g f Reyjavík. J © @ Q 5ólaleður — 5öðlaleður — Q © Skinn (allskonar). © () Alt tilheyrandi skó- og söðlasmíði. 0 (j Einkasala fyrir: (r? Fi/S. m. 1. Ballins Sönner, Köben- (J havn. Framleiðendur hins heimsfræga © Ballins kiarna. © 0 og o Uilh. Peöersen, Maskinfabrik, Höng, ^ () Danmark. Sem býr til allkonar vjelar til (/ ét skósmíðis og skóviðgerðar. Abyrgð fylg- @ () ir hverri vjel. () © k ©®o©o©o©o©«o®o®o@oso®© stafanir, til fyrirhugaðra1 endurbóta á skólanum utan og innan fyrir hátíðaárið 1930. Pantað verður 180 þús. kg. af tilbúnu kítti. Skal það ekki einungis notað með gluggum og í rifur á veggjum, heldur skal einnig jafna með því gólfin, svo að ekki sjáist þar lengur lautir eða hólar svo að teljandi sje. En um þennan lið er afarerfitt að gera nákvæma áætlun, svo að búast má við að þessi pöntun verði alls ekki nægileg og er þá altaf hægt að bæta við. Ennfremur skal kítta í alla útskurði á veggjum og á borðum og þau einu þess konar listaverk látin ósnert, sem sjerfræðingar telja að geti verið eftir Jón Stefánsson. Skulu um þetta dæma þeir einu listamenn, sem ekki eru skildir, tengdir eða á einn eða annan hátt háðir íhaldinu. Allur kostn- aður við þetta verður tekinn af brenni- vínssektum. Þá verða pantaðir 380 strangar af gólf- teppum frá Bryssel og 560 do. frá Smyrna. Eiga teppin að vera af mismunandi gerð og gæðum og verður þannig tilhagað, að busarnir fái þau lökustu, en fari svo hlutfallslega batnandi eftir því, sem ofar dregur í skólanum. Hjá dimittendum skulu vera þrjú lög af teppum, en hjá kennurum tíu. Pappa allan skal taka eftir þörfum hjá Sveini Jónssyni & Co. Skal hann þar njóta langrar og góðrar bindindis- starfsemi, en ekki tekið tillit til póli- tiskra skoðana. Vel verður hann þó að gæta þess að hafa altaf til bætur af sömu gerð, er bæta þarf, svo að þær verði ekki mislitar eins og nú á sjer stað. 38 smálestir af allskonar farfa mun þurfa til málningar á skólanum. Þarf ekki að taka það fram, að þetta er bæði að utan og innan. Þar sem kíttað hefir verið í krot og útskurði skal mála vand- lega yfir. Þó skal sjerstaklega tekið fram, að yfir þessa áletrun: „Á þessu borði situr kcerastan mín“, skal þrímál- málað, vegna þess að þetta er sennilega ósatt, en aftur á móti skal ekki mála nema einu sinni yfir þann kennaravitnis- burð: „N. N. er djöfuis drullusokkur og delerantvegna þess að þetta gæti verið satt. Sjerstakt stórhýsi þarf að reisa fyrir fatageymslu skólans. Fer sennilega best á því að það standi á Skólavörðuholtinu. Til þess þarf að panta ca. 1. milj: stk. af fatasnögum. Ógurlega loftdælu þaif að fá til þess að dæla burt óloftinu á göngum skólans Því eins og kunnugt er hefur sú sem nú er, dælt óloftinu úr bekkjunum út í gangana, þar sem það hefur safnast fyrir. Þarf hún að vera geysi kraftmikil til þess að ódauninn leggi ekki inn í skóla sr. Ingimars, sem engin veit hvar muni standa, og því öruggast að dælan geti spúið óþverranum út fyrir landhelgis- línuna. Fjögurþúsund og átta hesta Bolinder þarf að fá í leikfimissalinn til þess draga ofninn upp þegar eitthvað þarf að hlynna að honum, og sparast með því bæði tími og mannafl. Fjósið skal rífa og setja glerhús í stað- inn. Mun á sannast, að því meira gagn verður jað ljósfræðiskenslu þvi meira sem keinst inn af dagsljósinu. Sexhundruð þvottaföt 80 spegla og 900 kg. af reykelsi skal panta til salernis- notkunar. Þetta ofantalda er að eins Iítið brot af því, sem gera á, en hjer er ekki rúm til frekari frásagnar. Skal að end- ingu að eins bent á að hjer sannast best þetta, spakmæli Hagalíns: »Ef allt væri gott, sýndíst engum það gott.« Ef íhaldið hefði gert skyldu sína við skólann, mundi minna bera á því hve vel hann verður úr garði gerður það mikla ár 1930. Skólaskodari Spegilsins. BlMskers og bailfaldera. |t^^ULLFOSS var nýkominn. Tra la la iMjJ) lalala lala la. — Frú Blindskers var ag hressa Annettu dóttur sína með kaffisopa og spyrja hana spjörun- um úr, um norðurförina og gleðskapinn. »Við dönsuðum bæði á sjó og landi eftir því hvar við vorum stödd, en þó vantaði eiginlega alveg dansstjóra«. — — »Byrjuðuð þið virkilega strax að dansa, hjerna í hafnarmynninu?« — Onei, við byrjuðum fyrir alvöru á ísafirði, við þurft- um sko fyrst að kynnast dálítið, því ókunnugir geta ómögulega dansað svo nokkurt púður sje i«. — »Jeg skil það, Annetta mín. Á ísafirði hafið þið öll verið orðin að nokkurskonar stúku. Á Sigló hefir víst dansinn gengið glatt«. — »Gefðu mjer kalt vatn, mannua, jeg held að mjer sje nærri því að verða flökurt«. — »Svo hafið þið komið til Akureyrar, þar hefir víst verið gaman að koma«. — »Já, voðalega, við dönsuðum fram á nótt og svo fórum við fram að Saurbæ«. — »Hvað voruð þið að gera þangað, var nokkuð varið í að flækjast upp í sveit?« — »Ojæja, við dönsuðum dálítið í hlað- varpanum og fórum svo aftur til Akur- eyrar og dönsuðum í samkomuhúsinu«. — »Er nokkuð fallegt í Eyjafirðinum? Sumir láta svo mikið af náttúrunni þar«. — »Jeg man hreint ekki hvort við kom- um í Eyjafjörðinn og nátturuna ljetum við skeika að sköpuðu með. En til baka dönsuðum við voðalega mikið og frá Stykkishólmi var mest gamanið, því þá settum við öll upp grímur. Leiðinlegast þótti okkur að verða að hætta í Eng- eyjarsundi, en þá sleit Karl síðasta streng- inn á fiðlunni sinni, annars hefðum við getað dansað tiu minútum lengur«. Svo sofnaði Annetta litla en mamma Blindskers hristi höfuðið. Hún var að hugleiða hvernig útkoman hefði orðið, ef Gullfoss hefði farið til Orkneyja og Noregs og komið við í köbenhavn. Bob.

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.