Spegillinn - 25.05.1929, Síða 2
74
§ p e g i 1 í i n n
ÍÖ., IV
(Samviska þjódarinnar,
góð eða vond, eftir ástœðum).
Bitur tvisvar á mánuði. — Áskriftarverð
kr. 10,00. Lausasala 50 aura blaðið.
Ritstjórn:
Páll Skúlason, simi 1418 og 955,
Sig. Guðmundsson, sími 1394,
Trgggvi Magnússon, simi 2176.
Afgreiðslumaður: Sig. Guðmundsson.
Utanáskrift:
Spegillinn
P. O. Box 594 — Regkjavik.
Prentaður l tsafoldarprentsmiðju h.f.
Best að versía i
EDINBORG
Brunatryggíngar,
símí 254.
Sjóvátryggíngar,
símí 542.
Alþjóða-Iíyennasýningin.
Það má ekki minna vera en að þeim
alþingismanneskjunum frk. Ingibjörgu og
Jóni Baldvinssyni, sjeu tjáðar þakkir
opinberlega fyrir að hafa barist fyrir
ríflegum ríkisstyrk til þátttöku hjeðan í
væntanlegri alþjóða-kvennasýningu er
halda á í Þýskalandi i sumar. Þessa
þakkarviðleitni leyfir Spegillinn sjer að
flytja í dag jafnframt sem hann lýsir ó-
þökk sinni og vanþóknun á þeim þing-
mönnum, sem af nápínuskap og skiln-
ingssljóleika voru á móti þessum sjálf-
sagða fjárstyrk.
Það skal að vísu fúslega játað að í
fyrstunni kom oss fulltrúavalið dálítið
kynlega fyrir sjónir. Hafði oss dottið í
hug, að til slíkrar farar yrði valin ein-
hver af hinum íturvöxnustu og glæsi-
legustu ungmeyjum vorum, og hefðum
vjer ekkert haft við það að athuga, þó
að Ingibjörgu hefði sjálfri þótt þar sinn
fugl fegurstur og þingheimi hefði, af
kurteysi, meðfæddum riddaraskap eða
öðrum ástæðum, sýnst hið sama.
En þetta kom til af því, að oss var
þá ókunnugt um hinn sanna tiigang og
fyrirkomulag þessarar sýningar og höfð-
um þá heldur ekkert heyrt um fulltrúa-
val annara þjóða. — Nú þegar þetta alt
er orðið oss kunnugt, viðurkennum vjer
fullkomlega rjettmæti þessara ráðstafana
og teljum að frú Bríet muni eftir atvik-
um vera sómasamlegur fulltrúi kvenna
vora á þessari fyrirhuguðu sýningu. Þetta
er nefnilega, eins og menn vita, ekkert
fegurðarkappmót svona eins og þeir halda
í Ameríku og Frakklandi, heldur er það
ef svo mætti að orði komast, nokkurs-
konar gamalkvennasýning, í alveg sjer-
stakri merkingu. Það er sem sje engan-
veginn nóg að fulltrúarnir sjeu nógu
gamlir, þó hár aldur hafi þar mikla þýð-
ingu, heldur verða þeir að vera nokk-
urskonar nútímans fornaldargripir, sem
þrátt fyrir ryð ellinnar, sýna fornan
þrótt og forna, en horfna fegurð.
Vjer höfum þá trú að frú Bríet muni
verða kvenþjóð vorri til hins mesta sóma
þarna suður frá. Að vísu er hún barn
að aldri í samanburði við ýmsar af Val-
kyrjunum, sem mæta þarna, og því varla
verðlauna að vænta. Höfum vjer t. d.
fyrir satt, að frú Tippa-Tippa frá Sene-
gambíu sje 147 ára, madama Tomahawka
...—
frá Arkansas komin hátt á annað hundr-
aðið og Eldlandseyja kerlingin jafnvel
búin að losa tvö, og er mælt að engin
þessara hafi verið neitt sjerlega blíð á
manninn um dagana.
Vjer höfum leyft oss að sýna á for-
síðunni í dag þá stund er fulltrúarnir
eru að drífa að og ennfremur farartækin,
sem oss virðist best sæma aldri þeirra.
Að svo mæltu óskum vjer frúnni
góðrar ferðar og munum fúslega skýra
frá hinu helsta er þarna hefur gerst, að
sýningunni lokinni.
fiuar ev BuÐbvandur?
Ekki alls fyrir Iöngu mátti heita, að
þjóðarsorg væri um gjörvalt ísland, og
meir að segja um Spán líka, er það
frjettist, að Guðbrandur sá, er blendnast-
ur þykir á Spanjólann, væri týndur á
Ieiðinni frá íslandi til Spánar, og var
ýmsum getum leitt að þessu hvarfi eins
nýtasta manns þjóðarinnar, svo sem það,
að hann hefði fengið mikilmennskuæði
og kastað sjer út úr flugvjel yfir Ermar-
sundi, til þess að líkjast Löwenstein
hinum belgiska, o. s. frv. Þó magnaðist
þjóðarsorgin um 300°/0 er það heyrðist,
að sami Brandur væri aftur fundinn, og
er það ekki nema eðlilegt. Hvarfið komst
þannig á almenningsvitorð, að ískyggi-
leg skeyti tóku að berast hingað sunnan
af Pyrenneaskaganum, frá Spánarlegáta
Spegilsins, og var honum auðvitað svar-
að í sömu mynt, nfl.: »Hvar er Guð-
brandur?«. Menn skyldu nú ekki trúa,
að það væri neitt sjerlegt lífsspursmál
hvar Guðbrandur væri hálfum mánuði
lengur eða skemur, en hjer stóð svo á,
að spanjólinn var tekinn að súrna þar
suður frá, og þurfti því að komast á
markaðinn, en hjer heima var uxahöfðið
þjóðfræga gjörtómt að Tíkarbrandi og
ekkert fyrirliggjandi til Hvítasunnunnar,
og hefir slíkt ekki fyrr skeð í elstu
manna minnum, en hinsvegar er Tíkar-
brandurinn falsaður ef hinn Brandurinn
blandar hann ekki sjálfur, en fölsuð vín
má ekki selja í ríkisstofnuninni, svo sem
allir vita. Var því ekki annað að gera