Spegillinn - 25.05.1929, Síða 7
iö., IV
S p e g i 11 i n n
19
Nordal.
Frá Ijasmyndastofu 5pegilsins.
Próf Essorar.
I.
Velden.
Fi. Dagbók.
Frá frjettastofu Spegilsins er oss simað: Söngflokkur Sigfúsar
lagði á stað til útianda í gær og tók fólkið lagið er það fór og voru 3
blómvendir á eftir primadonnu flokksins.
Bærinn er nú ilia staddur ef eittlivað kemur fyrir, t. d. komi Hassel
eða Lindberg, þar sem engin er nú sem hann getur reitt sig á til að
rietta þeim blómvendi, þar sem hin útvalda conserterar nú með Sigfúsi
og hans flokki: Líklega tekur Bæjarstjórn mál þetta og vandræði fyrir.
Frá sama stað er oss simað: Kappreiðar á annan i Hvitasunnn fóru
prýðilega fram og allir kláruðu hið nýja hættuhorn án þess svo mikið
sem skekktist einn klár, og sýnir það snild reiðmanna. Eins og vant or
varð »Sjússinn« fyrstur og bendir það á, að gæfa fylgir nafninu, sem
ekki má nefna í templarahóp og er svo sagt, að þeir nefni hann ekki
annað en prímus er þeir eru á veðreiðunum til virðingar við prímus-
inn, sem áður spilaði mikla rullu á kaffikveldum systranna.
Frá saina stað er oss símað: Innan skamms verður mikil breyting
á útliti bæjarins, þar sem flestir munu nú farnir að sá allskonar blóm-
fræi fyrir framan húsin t. d. valmúum og hýasintum. Verður af þessu
hin mesta bæjarprýði ekki siður en girðingunni kringum safnhús Einars
Jónssonar við Skólavörðuna. Lögreglan hefir nú athugað ruslið, sem
víðast hvar er fyrir utan hús bæjarbúa og er nú kominn kraftur á
hreinsunarstarfið og garðyrkjuna.
Frá »Brautinni« er oss símað: Jámbrautin fyrirhugaða á örðugt
uppdráttar, þvi bílum fjölgar nú svo, að menn hljóta að vita að hún
sje dauöadæmd. Eftir síðustu bílahrotu með Gullfossi og Lyru, má gera
ráð fyrir um 30 drossíum með hverri ferð I sumar. Er illa farið ef járn-
brautin lognast út af, því það verður stór skaði fyrir »Brautina« er hún
missir aðal ritgerðarefni, en landsmenn tapa þó engu, þótt það hins-
vegar sje ófært, að ríkið geti ekki talað með, er um járnbrautakerfi
ræðir t. d. er það sendir menn á alþjóðafundi, þar sem allir geta gort-
að af járnbrautum m. fl., en sendimaður hefir þar ekkert að segja.
Járnbrautarstúf verðum við að fá hið bráðasta svo við í þeim tilfellum
getum minnst á járnbraut og þá er tækifærið til að gorta og ljúga
meir en helming um stærð og rekstur.
Tilkynning. Verið er að athuga lóð undir hið veglega hús Spegils-
ins og áætlun byggingar var þegar gjörð, en við endurskoðun á teikn-
ingu kom sá galli fram, að gleymst hafði að reikna cement, sem í bygg-
inguna þurfti, scm er steinsteypuhús. Var húsið mjög ódýrt eftir fyrstu
áætlun og gleypti Spegilsstjórnin við tilboðinu og sló sjer strax vixil,
en við síðari athugun kom bobbi í bátinn þar sem húsið verður miklu
dýrara eu áætlun sýndi, en slíkt er nú svo almennt, og það eru líka
þeir svartsýnu i stjórninni, sem mæla með að byggja ekki fyr en í maí
1930, en fagurt verður húsið, með kalkón, 3 kvistum og kjallara.
Tilkynning Hið 999. Alþing Islendinga varð bráðkvatt síðastliðinn
laugardag. Mun þess lítið verða minst síðar.
Frá Vísi er oss símað: Herra fyrv. sýslumaður Sigurður Þórðarson
er byrjaður á skriftamálum sinum hjer í blaðinu og hveðst aldrei hafa
dregið sjer vöxtu af búfje.
Athugasemd Spegilsins: Það er ánægjulegt að heyra, að gamli
maðurinn skuli vera farinn að renna huganum yfir liðna æfi og leita
að drýgðum ávirðingum og yfirsjónum, ef að nokkrar skyldu finnast.
Má þá nærri geta að jafn vandaður maður muni hafa byrjað skriftamál
sitt á þvi sem hann áleit verst og varhugaverðast og halda síðan áfram
eftir lækkandi skala. Má telja mjög líklegt að þessi ieit verði afar erfið
og hann muni fátt finna, sein til ávirðingar geti talist. Helst væri hugs-
anlegt að einhver ofurlítill neisti findist af löngun til þess að vera þeim
náunga sínum til bölvunar, sem hann ber einhvern kala til, en smávegis
rækni í þá átt getur tæplega til yfirsjóna talist. — Annars er það mjög
gleðilegt að það skuli þó vera til einn Farisei á meðal allra þessara ber-
syndugu toilheimtumanna.