Spegillinn


Spegillinn - 25.05.1929, Síða 8

Spegillinn - 25.05.1929, Síða 8
& 80 KOl. KOl. Borgarinnar bestu steam- og oínkol, nýkomin frá skipi, seljast eins og að undan- förnu með bæjarins lægsta verði. Heimflutt strax við pöntun. G. Kristiánsson. Hafnarstræti 17. (uppi) Símar 807 og 1009. [Framhald frá 78. siðu]. minnist að hafa sjeð »Kaupmanninn í Svefneyjum«, þenna alræmda svíðing og grúthúsk (grútarháleist), Ieikinn þannig algjörlega up to date, að manni lá við að vikna og fyrirgefa Ieikaranum, að hann hafði tekið að sjer þetta ókristilega hlutverk. Frú Kvaran tókst dásamlega að sýna hinar ýmsu hliðar á Agnesi (þar sem frú Ingibjörgu tókst aðeins að sýna nokkra olnboga, sem voru allir hver öðrum likir), og meistaralega tókst frúnni að undirstrika skapbrigði Agnesar með hinum þjóðfræga höfuðhnykk, sem jeg meina að fremur megi kalla forstands- hnykk en ljótan kæk (eins og A. B. Morgunblaðsins kallar það), og tek jeg hann langt fram yfir olnbogaskot og mjaðmahnykki frú Ingibjargar. Hinir leik- endurnir voru allir jafn-ómögulegir og í fyrri skiftin (horresco referens), nema hvað mesti rostinn var farinn af Natani — rak hann aðeins upp nokkra folalds- hlátra, einstöku sinnum, og var yfirleitt miklu skikkanlegri. A. B. Spegilsins. § p e g í í Í í n ö Ufir landamævin. Fyrir Stærðfræðinga. Þingskjal nokkurt, viðvíkjandi Mynt- lögum, er undirritað af þrem þingmönn- um (Ásg.Ásg.,*H.Stef. og Hannesi). Kalla þessir þrír sig fyrsta minnihluta nefnd- arinnar. Nú hafa fróðir menn tjáð oss, að í nefnd þessari geti setið hæst sjö menn. Segjum nú, að í hinum minni- hlutunum tveim (því minna en tveir geta 'þeir ekki verið) sje einn maður í hvorum; verða þá eftir tveir til að vera í meiri hluta. Hljóta það að vera meiri- háttar jötnar og líst oss sem það hljóti að vera þeir Magnús Torfason og Gunnar á Selalæk. Má þetta á þann eina hátt til sanns^, vegar færa, því að minnsta kosti þrír Hannesar munu fara í hvorn þessara. Annars væri ekki úr vegi að fara í Ólaf Dan, ef þessi tilgáta vor kynni að reynast röng, því sjálfir treyst- umst vjer ekki til að reikna þetta á ann- an hátt, og höfum vjer þó lært stærð- fræði hjá þrem kennurum minnst — og fengið núll hjá öllum. Kornforðabúr Evrópu. Það mun hafa verið Erlingur kollega, sem bar fram frumvarp um sveita- og bæjafjelaga-einokun á korni og helstu nauðsynjum. En nú birtist í Tímanum grein um væntanlega kornmiðstöð fyrir Evrópu, hjer á íslandi, í tilefni af Hud- sonflóa-járnbrautinni. Hefir grein þessi, að því er frjettastofa Spegilsins hermir, borið þann árangur þegar, að skotið hefir verið á fundum bæði í Rússlandi, Canada og S. í. S. Hver fundurinn hefir verið fjölmennastur og merkastur vitum vjer eigi svo gerla, en heyrst hefir, að danmörk ætli að mótmæla þessu tiltæki, þar eð það snuði hana um sinn rjettmæta mellemhandler-avance. Spegillinn hefir þegar sent danmörku kunningjabrjef, þar sem henni er bent á, að þetta sje sjálfri henni fyrir bestu, og sýnt henni fram á það með tölum, sem stærðfræðingur Spegilsins hefir lagt til, að, þar eð hún er lítið land, muni ekki líða nema svo sem 150 ár þangað til hún sje að engu orðin, ef hún heldur áfram að missa allan þann sand, sem árlega íer í rúg- mjeli til íslands. Þykir oss líklegt, að hún sansist. Kynþáttastríðið í Leikfjelaginu. Jónas kollega vor (skrífaður hjer með 10., Itf Mkoaii: Kveu-regnkásmr, gúmmí, fleiri litir. Karlm.-regnirakkar. Karlm.-regakápnr, ljósar, margar tegundir. Karlm. & Unglinga föt, í stóru úrvali. Ásg.G.GuraiIatigsson & Co. Austurstræti 1. stórum staf, af því hann er í upphafi málsgreinar) sjer ofsjónum yfir því, þótt jafn stórt fjelag og Leikfjelag vort hafi flokka, sem skemta sjer við það að dangla lítilsháttar hvor í annars bak. Þykir oss jónas fara að leika hjer ískyggi- legan friðarengil, ef hann vill meina fólki að iðka jafn saklausa skemtun og að láta sjer annt um mannorð náungans. Oss finnst f jónas, annar eins greindar maður, eiga“að vera svo skarpur að geta sett sig inn í slíkt, þó aldrei nema klíku- dráttur sje óþekktur á Akureyri. Eða hann ætti að fara vestur um haf og taka sjer dálítið sumarfrí meðal Sioux- Indíána, og sjá hvort þeir sitja altaf á sáttshöfði við aðra Indíánakynþætti.

x

Spegillinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.