Spegillinn - 27.09.1930, Síða 8
152
Spegillinii
17., V.
vegna blóma þeirra, er hann hefir inni
að halda á vetrum. Senda allir betri
sveitabændur dætur sínar þangað til
náms, en kaupstaðarbúar nota hann
lítið og snúa sjer frekar til Sívertsen.
Bændakjötiö.
í fyrra auglýsti Sláturfjelag Suður-
lands, að það keypti ull af meðlimum
sínum, en líklega hafa sveitakarlarn-
ir ekki þótt góðir til ullar, því nú um
daginn skýrir Moggi frá því, að mikið
af íslensku bændakjöti sje komið á
markaðinn. — Ennfremur talar sama
blað um það, að Tryggvi Þórhallsson
hafi ekki viljað kaupa kjöt af íslensk-
um bændum, heldur hafi hann keypt
reiðinnar fyrn af kjöti af dönskum
svínum og alikálfum, en íslenska
bændakjötið hafi víst ekki þótt nógu
fínt. Á þessu hneykslast svo Moggi, og
er svo að sjá, sem hann álíti ekki þetta
bændakjöt svo gróft, að ekki mætti
svæla því í sig, ef þetta baunverska
svínakjöt væri ekki komið inn í land-
ið til að spilla fyrir markaðinum. En
Alþýðublaðið tekur þessari fregn með
miklum fögnuði, og tekur hana þeg-
ar upp til þess að gleðja lesendur sína.
Spegillinn er, eins og allir vita,
social-kommunistiskt-framsóknar- og
stjórnar-blað og erum vjer því afskap-
lega sammála samherjum vorum, bols-
um, að þetta sje mikið gleðiefni, og
ber margt til þess. í fyrsta lagi er gott
til þess að vita, að þarna er komin ný
vara á markaðinn, og það vara, sem
ómögulega getur verið dýr, því hing-
að til hefir þessu altaf verið fleygt
eins og hrossakjötinu í gamla daga.
Það er því alveg víst, að þetta getur
orðið mörgum flokksbræðrum vorum
björg í búi, því bændakjöt er þó altaf
lullgott handa alþýðumönnum. Það er
alt annað þótt sjálfur forsætisráðherr-
ann vilji ekki leggja sjer það til
munns. í öðru lagi þykir oss mjög vænt
um, að þessi vöruframleiðsla skuli
koma niður á bændum, því þeir verða
aldrei jafnaðarmenn hvort sem er, —
sem ekki er von —, og er því ekki
hægt að hafa meira gagn af þeim á
crli>(?^!)cn!)^a6n!)cn5)(7^S) (sr^Ðfer^
Hr. 400,- Hr. 300,-
íríha
°ílaumarm
Sportvöruhús Reykjavíkur
Einar Björnsson.
Bankastræti 11. — Sími 1053. — Heimasími 553. — Box 384 — Reykjavik.
MMMMMMMMMMMMM5
ÖBrv)&\)Cn!)én!)(7^DéHi)tr\b^\)^!)6r\)^Dun5)(7^ <sr^b(írAi) enb(snbCnb6r\)Crli)(SnS&4b(?>l)&rv)un!)én!)(?vb(?vb(3
annan hátt en þennan. Þá má ekki
glevma því, að þetta er gleðilegt tákn
tímanna, því það bendir til þess, að
íslendingar sjeu nú loks að læra að
semja sig að siðum þeirra öndvegis-
þjóða, sem „Kannibalar“ nefnast, og
er vonandi, að sú stefna haldi áfram
að þvóast. En þess má geta, að Kanni-
balar hafa, að því er vjer höfum heyrt,
mjög svipað stjórnarfyrirkomulag og
sömu siðferðisskoðanir og vjer jafnað-
armenn berjumst fyrir. En það hafa
nú reyndar Eskimóarnir líka, og jeta
þéir þó ekki bændakjöt, en þeir jeta
selkjöt, sem einnig er gróft, svo mað-
ur ekki nefni hvalaþvestið, semerallra
kjötva grófast; enda segir Knud Ras-
mussen, að Eskimóar hafi algerlega
kommúnistiskt stjórnarfyrirkomulag
og eru því öllu fremri en venjulegir
Tímabolsar. Svo er það, að vjer jafn-
aðarmenn viljum berjast fyrir því, að
jarðirnar verði teknar af bændunum,
en bað hefir því miður ekki fengið góð-
an byr ennþá, og höfum vjer því ekki
þorað að setja það mjög á oddinn að
f.vo stöddu, heldur ætlað að bíða betri
tíma. En Ólafur Dan. segir, að það sje
sama í hvaða röð tölustafir sjeu lagð-
ir saman; það ætti því að vera alveg
eins mikið þjóðþrifaverk að taka
bændurna af jörðunum, og hlýtur að
hafa nákvæmlega sömu afleiðingar.
Vill Spegillinn því beita sjer fyrir því,
að hin síðarnefnda leið verði heldur
valin, því samkvæmt þessari fregn
virðist hún vera mjög auðveld, og er
auk þess miklu öruggari og hættu-
minni, því bændurnir gætu kannske
látið sjer mislíka, og hætt að kjósa
jafnaðarmenn á þing, ef jarðirnar
væru teknar af þeim, en jarðirnar
myndu ekkert gera, þó að bændurnir
væru teknir.
Að svo mæltu viljum vjer skora á
alla góða menn að nota sem mest af
þessari nýju vörutegund, svo hægt sje
sem fyrst að bæta nýjum birgðum á
markaðinn.
Alþýðumenn, kaupið kjöt af íslensk-
um bændum!
Virðingarfylst.
Sláturfjelag Spegilsins.