Spegillinn


Spegillinn - 11.10.1930, Blaðsíða 2

Spegillinn - 11.10.1930, Blaðsíða 2
154 S p e g i 11 i n fi 'Spsglíímm (Samuiska þjóOarinnar, góó eða uonci, eftir ástæðum). Dítur tvisvar á mánuði. — Áskriftarverð kr. 10,00. Lausasala 50 aura blaðið. Ritstjórn: Páll Skúlason, sími 1418 og 955, Sig. Guðmundsson, simi 1394, Tryggvi Magnusson, simi 2176. Afgreiðslumaður: Sig. Guðmundsson. Utanáskrift: Spegillinn P. O. Box 594 — Reykjavlk. Prentaður l ísafoldarprentsmiðju h.f. Óvenjulega mikið úr- val af vetrarfata- og frakkaefnum. Ný fataefni með hverri skipsferð. VISFÚS GUflBRHNDSSON Aðalstræti 8. Flutningur ríkisfjárhirslunnar til Rrnarhuáls. 1. október er eins og kunnugt er flutningsdagur, sem margir hugsa til með kvíða og hrolli, og sæll er sá, sem ekki þarf að flytja. Misjafnt legst samt flutningsþunginn á mennina, þegar að alvörustundinni kemur. Kotungarnir geta látið sjer nægja hjólbörur og þurfa engrar hjálpar við, til þess að koma bú- slóðinni á milli kjallaranna, en ríkis- bubbarnir — sem reyndar flytja nú sjaldan — þurfa heila röð af bílum með samsvarandi bíistjórum og öðrum að- stoðarmönnum, til þess að flytja far- angurinn úr einum stað í annan. Þá er einnig misjafnlega vandfarið með það, er flytja skal, og því meira, sem flutt er, því meira er líka venjulega af dýr- mætum munum, sem gjalda verður var- huga við, að komist heilu og höldnu á áfangastaðinn. Nú í haust þurfti einn ríkisbubbinn að flytja buferlum, og það var hvorki meira nje rnrnna en ríkissjóöurinn sjálf- ur. Ef þetta hefði skeð í Ameríku eða jaínvel í London, þá hefði að sjálfsögðu mátt sjá meðfram flutningsvögnunum vel vopnaö riddaralið og brynjaðar bif- reiðar. Slíkt varnarlið var samt ekki hægt að hafa hjer, því allur vígbúnaður er í lakara iagi, og hefði getað svo far- ið, að menn hefðu alvarlega saknað rík- islögreglu þá stundina, ef hún heib. þurft þar nokkurs að gæta. En eins og ti lhagar nú, þarf minni varúðarráðstaf- anir hjer vio þetta tækifæri en hjá áð- urnefndum nágrönnum vorum, vegna þess, að eftir litlu er að seilast. Og er oss jafnvel ekki grunlaust um, að ríkis- fjehirðir, ef til vill með aðstoð ríkisbók- ara, hefði getað ílutt ríkissjóðinn í vös- um sínum — NB. án umbúða —, án þess að nokkur hefði grun um að þar væri nokkuð til fjefanga; í hæsta lagi, að einhverjum hefði dottið í hug, að þeir væru með flöskur, og hefði það reynd- ar verið bara betra, ef lögreglan af þess konar misskilningi hefði labbað með þá á stöðina, þar sem leiðin var sú sama. Í8., V —...................... — 'i Nýjcistci ljóðabók I ! Einars Bcncdiktssonar . livammar cr komin í bókaverslanir. Bókin kostar í bandi kr. 7,50, hcft 5,50. f Isafoldarprcntsmiðja h.f. En enginn má þó skilja l>að svo, að ríkissjóður vor sje svo lítils virði, að hægt hefði verið að flytja hann að kot- ungshætti, á hjólbörum, því að l>ó sjóð- urinn sje sjálfur ekki þungur nje fyrir- ferðarmikill þessa stundina, þá eru um- búðirnar bæði geysimiklar og dýrmæt- ar, því eins og gefur að skilja, er ekki skift um þær eftir því, hvort mikið eða lítið er í sjóðnum, heldur eru þær mið- aðar við það, er mest var troðið í þær á velmaktardögum Jóns Þorlákssonar, og fyrstu dagana eftir að Magnús tók enska lánið, það er að segja áður en L landsbanki fjekk tækifæri til að sóa því öllu. Mikill undirbúningur var því undir bústaðaskiftin, og er bílhlassið lagði á stað, gekk ríkisfjehirðir á undan, með alvarlegan og hátíðlegan svip, en ríkis- bókari á eftir, og mátti á honum sjá, að hann myndi tilbúinn að reyna, hvort ekki væri eitthvað eftir af gömlum mei’g, ef á þyrfti að halda. Þar næst gengu dömurnar, með spegla sína, bursta, greiður og töskur, en umhverfis skipaði lögreglan sjer með kylfur á lofti, undir forustu þess ameríska. — í

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.