Spegillinn - 01.12.1932, Síða 3
21.—22.,'VII.
Spegillinn.
163
^Hííðdal klíppír á símastólkurnar.
SímastúiKurnar.
[[In mEmonam].
SPEGILLINN heíir beðið mig að reyna
að vinda úr mjer nokkur tár yfir síma-
stúlkunum, sem verða sálugar þegar
þetta er lesið. Sjálfur er hann svo að
fram kominn, að hann treystir sjer ekki
til þess, og sama get jeg sagt fyrir sjálf-
an mig, en hvað um það; ekki dugar
að þær liggi óbættar hjá garði, blessan-
irnar þær arna, sem nú um mannsaldur
hafa tekið svo mikinn þátt í kjörum
allra bæjarbúa og óbeðnar fengið enn
fleiri til að taka þátt í þeim.
Við lát símastúlknanna mun það sann-
ast mjer eins og fleirum, að »enginn
veit hvað átt hefir fyrr en misst hefir«.
Er það í þessu tilfelli vel farið, að mað-
ur skuli ekki vita það fyrr, nóg er mað-
ur búinn að syndga í munninum við
blessaðar stúlkurnar, og ennþá meir
myndi maður hafa syndgað, ef maður
hefði Jkunnað að meta þær^ rjettilega.
Mega þær verða fegnar að fá hvíldina,
því valla er vafi á því, að þær verða
nýjar og betri manneskjur, er þær fá
að njóta sín á heppilegri sviðum. Ef til
vill hættir þeim, til að byrja með, til að
segja »á tali«, ef einhver vill biðja þeirra,
en það mun brátt fara af og þá verða
þær vafalaust menn til að gefa sjálfum
sjer vitlaust samband, fyrr eða siðar.
Átómatus Símonsen.
'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiHiiiiimiuiiiimiiiimiimmiiiimiimiimmmmiiiiinimiiiiiuiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
Pistlar.
Veðrið
hefir, líkt og endranær, verið eins og
veðurstofan hefir sagt, að það myndi
ekki verða. Bregður þó stundum út af
því, og er það illa farið.
Uppþotið.
Lítið hefir enn frjettst hvernig Kristjáni
gengur að sansa flibbakommúnistana.
Sennilega verða þeir álíka tregir til and-
svara eins og til þess að leggja sig í
hættu í bardögum og öðrum mannraun-
um. Til þess eru þeir flibbalausu brúk-
aðir og láta brúka sig með ánægju, því
virðinginn fyrir flibbunum er ekki upp-
rætt hjá kommúnistum heldur.
Hermann
segist hafa tekið það upp hjá sjálfum
sjer að skipa Erling foringja lögreglu-
liðsins. Sýnir þetta (ef það þá bara er
satt), að Hermann er slunginn, þó hann
fari vel með það. Annars ku varalög-
reglan vera i fullum gangi að smíða sjer
eikarkylfur, fyrir gamlárskvöldið, og segir
Hjeðinn, að þeir muni fá 16 krónur á
dag fyrir. í sambandi við þetta mæiti
benda á ráð til að losna framvegis við
öll uppþot út úr atvinnubótavinnunni.
Ekkert annað en láta þá, sem atvinnu
vantar, í varalögregluna, úr því það er
svo vel borgað, að þeir munu vel við
una. Til þess þó, að varalögregluliðið
geti sagst hafa tekið þátt í barsmíðum,
sem til heyra þeirra starfi, er ekkert
annað fyr r þá en að berjí sjer, þegar
þeim er kalt, sökum aðgerðaleysis.