Spegillinn


Spegillinn - 21.02.1941, Side 2

Spegillinn - 21.02.1941, Side 2
SPEGILLINN XVI. 4 kvenfólkið og Alþýðuflokkinn, hafa með sér alveg óvenju fín samanborið við t. d. Árna frá vottorð. (Jæja, þeir geta nú líka Múla og fleiri. Ekki höfum vér logið fyrir westan). Eftir því sem enn getað grafið upp, hvað Al- vér munum bezt, höfðu karakúl- r Ql\-þó.9«rir «Á-tt«Árlc3<v minncL+i)^ þé j?ú kximir ekki y ' , VVilhj'álraur jtfill að Bandarfkin ,fái‘ Island og Grsniand ’V Mexíkómaðurinn Villa Gaezo hefur sett met, að því er talið er, í því að halda niðri í sér andan- um. Hefur hann í viðurvist dóm- nefndar setið í 14 mínútur og 2 sekúndur betur án þess að anda. Þetta ofbýður oss alls ekki, því vér vitum um marga svokallaða andans menn, sem hafa haldið honum niði'i í sér æfilangt. Haile Selassie fyrrverandi Abessiníukeisari er nú farinn að gefa út blað til þess að stappa stálinu í landa sína í frelsisbar- áttu þeirra. Ber oss að fagna þessum nýja kollega vorum, ekki síst þar sem blaðið mun ekki verða verulegur keppinautur vor hér á landi, sökum samgönguleys- is þess, milli íslands og Abessiníu, er vér eigum nú við að stríða. Sjálfstœðisfélag Akureyrar hef- ur nýlega gert samþykkt þess efn- is, að koma á fót íorseta til að standa fyrir íslenzka ríkinu fram- vegis. Vill með öðrum orðum al- veg hlaupa yfir ríkisstjórann, sem gamli maðurinn vildi setja upp til bi'áðabirgða. I sambandi við þessa fregn höfum vér heyrt því fleygt, að Sigurður Eggerz sé að sækja til máttarvaldanna um leyfi til að heita Jón. Er þetta lofsverð framsýni, hvað sem fyrir kynni að koma. HétSinn hefur byrjað formanns- feril sinn í Dagsbrún með því að láta félagið steinhætta að auglýsa í Þjóðviljanum og er það" blað gramt yfir þessu, eins og eðlilegt er. Oss finnst Héðinn vel geta varið þetta, því enginn virðist vita betur um allar hans gjörðir, hugsanir og hreyfingar en einmitt Þjóðviljinn og birtir allt þetta jafnharðan fyrir ekki neitt. AlþýSublaðiS hefur nú tekið sig til og hrósar Eggert Claessen á hvert reipi fyrir hreinskilni og fínan vopnaburð í deilunum við þýðuflokkurinn ætlar sér að hafa gott af Claessen, en eitthvað hlýt- ur það að vera. íslenzka kartöfluuppskeran er nú alveg uppétin, en bót er sú í máli, að nýlega hafa komið kar- töflur hingað frá Kanada, sem kindurnar hérna um árið óvenju fín vottorð með sér, að minnsta kosti reyndust þau góð sem dán- arvottorð hins innlenda fjárstofns. Hver veit nema eins fari um Ey- vindinn okkar. Söfnunin til drykkjumannahæl- isins, sem hér var hafin fyrir nokkru, gekk ágætlega, að því er fróðir menn tjá oss. Sama daginn var höfð merkjasala fyrir íþrótta- samband Islands og gekk heldur slælega. Gefur það til kynna, að enn eigi drykkjumenn meiri ítök í þjóðinni en íþróttamenn. Væri þó ekki vanþörf á að minnsta kosti knattspyrnumannahæli, þar sem þeir gætu talað um íþrótt sína innbyrðis, innan hljóðheldra veggja. AlþýðublaðiS skýrir frá því, að í vor fari breska herliðið úr öll- um íbúðarhúsum hér í borginni og sé þetta fyrir atbeina utanrík- ismálaráðherra, en hann er af til- viljun flokksbróðir blaðsins. Ekki væri úr vegi að fá að vita, í þessu sambandi, fyrir hvers atbeina það var, að herliðið er ekki löngu far- ið úr öllum íbúðum, sem þó hafði verið lofað að rýma í haust sem leið, eða jafnvel fyrr. I góSri blaðagrein erlendis læt- ur Thor Thors þess getið, að hann voni að „vinir okkar geti farið úr landinu sem fyrst“, og á þar við ástandið. Finnst oss Thor óðum að vaxa að visku, ef hann er far- inn að vara sig á vinum sínum. Nordal prófessor hélt fyrir nokkru fyrirlestur á kvöldvöku Búnaðai'félagsins og var aðaler- indi hans að mælast til þess að vera gerður að ráðunaut hjá fé- laginu. Finnst oss Nordal stíga jafnt en öruggt í verði, fyrst hon- um dugar ekki lengur kaupið, sem hann fékk forðum fyrir að fara ekki til Normanna, og væri ef til vill rétt að leita læknis við þess- ari verðbólgu. Sumir segja, að hann ætli að hafa þetta til vara, ef Arfur íslendinga verður eitt- hvað minni en ætlað var, sökum hins ótrygga ástands. 26

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.