Spegillinn - 21.02.1941, Qupperneq 7
XVI. 4
SPEGILLINN
Nei, en eins og þér vitið, frú Glumra, á ég part í kú
hérna utan við bæinn og hugsaði með mér, að ég gæti ef
til vill lært eitthvað gagnlegt í kúarækt. Og það brást
heldur ekki, því nú veit ég, að ef kýr mjólka illa, er ekk-
ert annað en moka á þær tilbúnum áburði.
Þá veit maður það. En ætli þeir hafi þá nóg af tilbúnum
áburði?
Já, það finnst honum Ólafi Thors að minnsta kosti. —
Hann fullyrðir, að það sé tilbúinn áburður á sig, að hann
vilji selja okkur Ameríkumönnum.
Það hugsa ég líka, að það sé. Yfirleitt er ég alveg orðin
gáttuð á þessum slúðursögum um söluna á landinu, því
maður veit aldrei hverju maður getur trúað, og hvað óhætt
er að hafa eftir. En mér datt nú í hug ein skýring á mál-
inu. Þér vitið, að hann Jónas hefur altaf viljað hafa hann
Vilhjálm Stefánsson fyrir forseta, og þetta sé gert til þess,
að hann þurfi ekki að kunna íslensku.
Atli það sé satt, sem sagt er um hann Vilhjálm, að hann
haldi ekki heilsu nema hann éti tjöru og fiður?
Nei, það er lýsi og fiður. Og það er strax farið að búa
undir að taka á móti honum hérna, ef það skyldi verða úr
því, að hann yrði gerður að forseta; þeir ku hafa staflað
upp glás af lýsistunnum upp í Stjórnarráði og Jónas ku
hafa gefið tvær undirsængur úr Hriflubúinu gamla. Svo
þessi óskasonur þjóðarinnar þarf ekki að svelta í hel, ef
hann kemur hingað til landsins.
Atli þeir ætli ekki að búa til forsetann núna á þinginu?
Ég hef nú ekki komið þangað ennþá, og varla getað tal-
að orð að viti við þingmanninn, sem býr hérna, því ég get
varla sagt, að hann hafi komið heim í marga sólarhringa.
Hann er náttúrlega altaf á leynifundunum, sem þeir
hafa verið að halda?
Já, það er meiri leynistarfsemin. Ætli þeir fái kaup
fyrir þá fundi, eins og hina?
Já, ætli þeir fái ekki leynikaup. Ég man eftir því úr
ræðunum, sem ráðherrarnir hafa verið að halda í útvarpið,
að þá eru þeir altaf að tala um einhverjar duldar greiðslur.
Nú, þá hef ég víst alveg miskilið þá. Svona getur mað-
ur verið vitlaus. Ég hélt að duldu greiðslurnar væri það
þegar maður lætur skrúfubrjót í hárgreiðsluverkfallinu
greiða sér.
Já, vel á minnst, mér finnst nú, að þær ættu að fara að
hætta við það stand altsaman. Ég var í selskapi um dag-
inn og ég verð að segja, að þar voru allir hausar til skamm-
ar, bæði minn og aðrir.
Þér hafið kannske verið í boðinu hjá henni frú Sunn-
efju. Það hafði verið svo voða fínt.
Sunnefju, þó, þó! Nei, það er nú af og ég ætla ekki að
trufla hennar fínu boð. Hvað haldið þér hún frú Guðbræla
hafi sagt mér eftir henni um daginn? Ekki annað en það,
að ég .héldi við Breta! Já, hvað gefið þér fyrir það. Hún
er víst að skjöna mig fyrir þessi skifti sem hann Bill hefur
komið hingað. Hann er nefnilega kunningi hans Jónsa míns,
síðan hann var úti í Englandi og varð svo voða skúffaður
þegar hann var kominn hingað og Jónsi var fyrir norðan.
Já, svona má sjá það. (Afsíðis) Ég vissi nú aldrei til
þess, að Jónsi hefði nokkurntíma komið út fyrir pollinn.
Tómas Sæmundsson er nú fullprentaður
og korninn í bókband. Þeir sem vilja tryggja
sér bókina, ættu að gera aðvart í
Bóloverslun ísafoldarprentsmiðju
Gúmmístimplar
af öllutn gerðum bútiir til
Vasastimplar
Stimpilblek
Stimpilpúðar
Fjelagsprentsmiðjan h.f.
SPEGILLINN
RITSTJÓRI: PÁLL SKÚLASON
Ritstjórn og afgreiðsla: Smáragötu 14 — Reykjavík.
Sími 2702 (kl. 12—13 daglega).
Árgangurinn er 24 tbl. — um 200 bls. Áskriftarverð
15 kr. Einstök tbl. 75 aura. — Áskriftir greiðist fyrirfram.
Blaðið er prentað í ísafoldarprentsmiðju.
31