Spegillinn


Spegillinn - 21.02.1941, Qupperneq 4

Spegillinn - 21.02.1941, Qupperneq 4
SPEGILLINN XVI. 4 Atvinnumál. (Stúfur af erindi ráðherra vors, fluttu á athafnaviku vorri, fyrir nokkru.) Ég get hér ekki stillt mig um að benda nokkuð á þá þróun, sem orðið hefur í fiskgöngum og fisksölu, því hún má heita aldeilis merkileg. Um leið og viðskiftavinir vorir hættu að geta keypt saltfisk, sökum ýmiskonar óárans í löndunum, brá svo við, að hér hætti að fiskast nokkur uggi af saltfiski, og það lítið úr sjónum kom var alltsaman blautfiskur. Það var nú eins og hvert annað lán, því það hefði orðið eitthvað skrítinn á okkur svipurinn, ef við hefðum orðið að fara að éta okkar eigin saltfisk. En um leið brá svo við, að síldin fór að vaða á land; hefur líklega orðið þess áskynja, að hún væri hækkuð í verði. Þetta vil ég nú kalla lán og blessun, hvað sem aðrir vilja kalla það. Ekki er þetta þó svo að skilja, að saltfiskurinn sé ekki enn þó nokkuð virðulegur fiskur, því fyrst og fremst lifir hann náttúrlega á fornri frægð, en hins- vegar er þess ekki að dyljast, að hann fer óðum dalandi á heildarreikningnum, ekki síst síðan lúxusverksmiðjan var reist handa síldinni, en annari neitað um leyfi, af því hún var ekki nógu fín. Það er líka lán og blessun, að ryðkláfarnir okkar, sem hafa verið dæmdir ósjófærir fyrir löngu, skuli samt hafa orðið til þess að höggva af okkur skuldafjöturinn, sem var orðinn svo illvígur, að aumingja bankarnir máttu verða fegnir ef þeir gátu fengið endurgreiddan prótestkostn- aðinn af hengingarvíxlunum hjá athafnamönnunum, þessum mæniásum þjóðfélagsins. Hvernig sem reiknað er og hvaða tölur, sem notaðar eru, verður útkoman alltaf sú sama, að aldrei hefur á einu ári komið eins mikið í hann ríkissjóð, þrátt fyrir slælegan tó- bakstoll og ýms önnur vonbrigði. Sýnir þetta þó í litlu sé, að það er munur, hvort maður hefur góða stjórn eða vonda í landinu. En . . . er nú nokkur ástæða til að ofmetnast, þrátt peringu o. þ. h. Gismondi erfi Kveldúlf með öllu tilheyrandi. Japönum gef ég Hermann, ef þá skyldi vanhuga um einræðis- herra. Allir ráðunautar gangi til ítala, aldrei hafa þeir of mikið af lélegu fólki. Loðgeir ánafnast British Museum, sem vísir að safni fyrir sérstök náttúrufyrirbrigði. Færeyingum frændum mínum, gef ég ýmsa, sem enginn vill hirða, svo sem Snæbjörn bóksala, Ásmund skúf, Stefano Islandi, Ingvar Guðjónsson, Gísla Halldórsson o. a. þ. h. Lord Gort má eiga Fritz Kjartansson og Hólmjárn. Kannibalar eignist Vilmund, Finn, Héðinn og Erlend. Norðmenn eignist Leif óskiftan og fylgi með honum Pétur Jakobsson, til að passa að enginn gangi örna sinna í skjóli hans. Bandaríkjamenn mega einir eiga Vilhjálm Stefánsson og Thor Thors. Þá er lokið að ráðstafa mínu húsi, nema því, sem gleymst hefir. Svo kveð ég alla góða menn og illa, felandi mína önd í föðurumsjá Skúrkhills. Gert á fimmtudag næstan eftir Pálsmessu postula anno domini MCMXLI. Fjallkonan (m. e. h.). skifta jufnan mestu máli. Bíta já jaxlinn þegar móti biæs, brosa fvið gœfunni, og þramma svo eins, og leið fátœkrar þjóðar liggur gegn bm lífið, þaé er okkur flesb- um iiollast, að minsta kosti eina og nú standa sakir. fyrir alla þessa velgengni? Nei, það er svo sannarlega ekki ástæða til að státa, þó krónunum hafi fjölgað í pundinu. Nei, í meðlætinu reynir fyrst á manninn, og við skulum í lengstu lög reyna að forðast allskonar mikilmennskugorgeir, þó mað- ur eigi einhvern aur, heldur brynja okkur með hinni sönnu auðmýkt, sem fer miklum mönnum svo vel. Peningunum skul- um við safna í sarpinn og forðast allt óhóf í hvívetna. Við erum fátæk þjóð og skulum haga okkur sem slík. Og við skul- um sýna útgerðinni nærgætni, eins og hún sýnir þorskinum. Um að gera, að hún finni hlýja strauma til sín bæði frá al- menningi og valdhöfum. Hún er og verður meginstoð þjóðfé- lagsins og þá meginstoð má .ekki höggva í sundur, heldur hlúa að henni eftir föngum, svo hún geti orðið þess umkom- in að halda þjóðfélaginu uppi. Við megum ekki hleypa oss út í allskonar lúxus og oflæti, heldur eigum við að bíta á falska jaxlinn og þramma síðan eins og fátæklingarnir gerðu forð- um daga, markvissir og án þess að láta bilbug á okkur finna. Þá mun okkur vel farnast á leiðinni vestur. Harmagrátur. Nú hylur mjöllin hauður og hélar glugginn minn, ég hnípi heima snauÖur og hugsa um leiÖindin. Á himingöngu sinni nú hálfur máninn skín. Aleinn sit ég inni meíS ekkert brennivín. Eg fœ ei deigan dropa, þó dásami ég Brand, af hrelling hixta og ropa. Ó, herra trúr, þatS stand! Mig bagar bókarleysi, a?S brenn'víns fái skamt. I köldu kofahreysi er kúldurslegt og stamt. Ei bætist bölið sára, því bókarlaus ég vertS. — Ekki er einstök bára á æfi raunaferíS. Ó, veröld vonskufláa, þú veldur minni nekt. Fyrrum fékk ég háa fylliríissekt. C. X.

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.