Spegillinn


Spegillinn - 21.02.1941, Qupperneq 3

Spegillinn - 21.02.1941, Qupperneq 3
XVI. 4 SPEGILLINN ÞJOÐVILJINN Sunmidagur 9. febrúar 1941. ' ; 9 f*+ c V) !'E pr Q) 3' S* «s. 7 3 tQ p JC_ Afleiðingar fjármálaspillingannnar kóma í Ijós ErfSaskrá. i Ég Fjallkonan, öðru nafni eldgamla ísafold, geri öllum góðum mönnum og illum, sem þetta bréf kunna að sjá eða heyra vitanlegt, að þar sem ég nú finn mig mjög að fótum fram komna af ellihrumleik, ófeiti og allskonar illbærilegu ástandi, ítem stjórnleysi og ráðleysi, vil ég nú ekki lengur draga að gera mitt testamentum og ráðstafa mínu húsi, eins og hyggnir Júðar plaga að gera. Sem minn aðalerfingja tilnefni ég minn elskulega Jón Bola, sem einn lítinn þakklætisvott fyrir að hann, alótilkvaddur, af einskærri hjartagæsku, sér til stórskaða, hefur sent á- standið mér varnarlausri, aumri og aðframkominni til vernd- á þessum síðusta og versta tíma. Ánafnast honum því allir mínir fjármunir, fastir og lausir, að undanskildu því litla, sem ákvarðast í lítilfjörlegar dánargjafir. Nú þegar gefst þó mínum elskulegum Jóni Hvalfjörður og þeir staðir aðrir, er hann sérstaklega kann að hafa brúk fyrir, sem honum afhendast nú þegar, þó ég ekki verði hrokk- inn formlega uppaf. Mínum ástkæra fyrrverandi Kristjáni Ex, ánafnast öll bráðabirgðalög fyrrverandi og núverandi ráðuneyta íslands. Þá er það minn síðasti vilji, að Hriflu- Jónas þurfi ekki að lenda á hrakningi í ellinni, eins og þarf- asti þjónninn má stundum reyna. Fyrir því gangi hann eftir minn dag til Jóseps Stalins, því honum treysti ég bezt til að braska ekki með hann, heldur slá hann af heima. Þá á- nafnast títtnefndu og velnefndu ástandi það af dætrum mín- um, sem margnefnt ástand kann að hafa brúk fyrir. Jónasi Þorbergssyni tilfalli fyrsta og bezta pútnasjoppa Parísar, notist hann til að bursta skóna á pútunum, þá gefst honum tækifærí til að kikka hærra. Þar sem mér rennur til rifja skorturinn í Þýzkalandi, en til Þýzkara er mér fremur hlýtt síðan meistari Kúchler var hér að flakka, því skulu allir rauðmagar (kratabroddar) og kommúnistar sendir Hitler, malaðir í svínafóður. Laxness sendist Grænlendingum í beitu og ef hann skyldi reynast nothæfur, geta Jóhannes úr Kötlum, Guðmundur Ingi og aðrir smærri gengið til þeirra. Svíar mega eiga Hagalín, því þá geta þeir eignast Hamravík fyrir Eikibæ og Hornstrandir fyrir Löfsjösveken, sem hvorttveggja er farið að ganga úr sér, síðan Selma gamla dó. Hulda getur gengið til Norð- manna, því Sigrid Unset þorir ekki að koma heim af ótta við áleitni Þýzkaranna. Nordal getur notast í Síberíu við forn- ritaútgáfu á ritum frá tímum mammútanna. Sir Eric Ham- bro bið ég að annast sveininn Eystein, svo hann þurfi ekki að hrekjast milli vandalausra. Alþjóða Hástúka, I. 0. G. T., hirði Jakob Möller, en frí- múrarar Stefán Jóh. Skúla Guðmundsson gef ég Hotten- tottum í guðsþakkarskyni. Þormóður og Guðmundur Lúther gangi til Ástralíunegra, því annarsstaðar verður ekki gert stáss með þá. Þá er það ósk mín að Þorbergur verði styrktur til framhaldsnáms í draugauppvakningum, og síðan afhentur Eskimóum. Nýu prestarnir í Reykjavík gangi til heiðingja- trúboðsins. Páll Zóp., Hannes dýri, Jón í Bandinu, Vilhjálm- ur Þór og allir kaupfélagsstjórar gefist Indíánum, með því skilyrði, að þeir æfi á þeim listir forfeðranna, svo sem skal- 27

x

Spegillinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.