Spegillinn - 21.02.1941, Side 6
SPEGILLINN
XVI. 4
ImmwÁmm.
Samkvæmt fregn frá Lon-
don hafa Þjóðverjar gert
kaup á fjölda hesta í Noregi
; (að líkindum til þess að nota
íþá í inÞsás í England)
vVVVv
Sjóðurinn.
Þeir, sem hafa efast um það, þvert ofan í staðreyndir,
að heimurinn væri orðinn vitlaus ásamt því sem í honum
er, geta nú hætt að efast. Það hefur komið í ljós fyrir til-
viljun, að ríkisstjórnin býr yfir sjóði einum digrum, sem
enn er óeyddur — enda ku hann liggja úti í Bretlandi og
því ekki laus. Þetta hefði þótt fyrirsögn fyrir nokkrum ár-
um, þegar enginn sjóður mátti vera í friði fyrir líknar-
höndum þess opinbera og hross voru keypt fyrir landhelg-
issjóð og guð má vita hvað fyrir þjóðleikhússjóðinn. Það
var stéttatogstreitan, sem varð til þess að ljósa upp til-
veru þessarar föstustu allra fasteigna vorra. Bjarni Ás-
geirsson ætlaði að fara að verða glúrinn fyrir hönd bænda
í landinu, því honum nægir ekki að vera það fyrir sjálf-
an sig, og ljóstaði upp leyndarmálinu í einu þingskjali
Búnaðarþingsins — það heita væntanlega þingskjöl þar
líka eins og á Alþingi. Með diplómatisku orðavali, sem
Gróa (eldri) hefði mátt vera stolt af, segir hann í skjali
þessu, að „almennt sé búist við, að ríkisstjórnin hafi umráð
einhverri f járhæð“, sem nú sé ekki úr vegi að nota til þess
að gleðja sárþjáðan bændalýð og létta af honum einhverju
af milliliðakostnaðinum, því ekki kemur vitanlega til mála
að létta milliliðunum sjálfum af bændum eða viðskifta-
mönnum þeirra.
Auðvitað vakti málið þegar óskifta athygli alls almenn-
ings, enda þótt vér séum ekki um þessar mundir uppnæmir
fyrir einni miljónmni meira eða minna. Fékk ríkisstjórnin
ámæli úr ýmsum áttum fyrir að hafa ekki gert almenn-
ing að trúnaðarmanni sínum í þessu máli og féllu jafnvel
ýms tortryggileg orð um uppruna sjóðsins, en hann hafði
sprott’ð upp úr samningunum við Bretann í sumar sem
leið. Tóku óhlutvandir menn sér jafnvel í munn orð eins
og mútur, sem allir vita þó, að er bölvuð lýgi, því Bvetinn
hefur svei mér ekki þurft að múta okkur, þó hann hafi
viljað fá einhverju framgengt.
Það kom annars í ljós fljótlega í umræðunum um þetta
mál, að það var ekki líkt því eins mikið leyndarmál og
menn höfðu haldið. Tíminn segir, að Ólafur Thors hafi
verið búinn að trúa sínum elskulegu kjósendum á Kjalar-
nesinu fyrir því, vitandi sem er, að þeir hafa ekkert vit að
kjafta frá sér, enda reyndust þeir þöglari en forgöngu-
menn Búnaðarfélagsins, sem voru í hraki með þingflesk.
Nýtt Land segir, að blaðamaður frá íhaldinu hafi gloprað
leyndarmálinu út úr sér í vetur, en auðvitað hafi Arnór
ekki verið að láta það fara lengra, og viljum vér gjarna
trúa því.
Fimm manna nefnd hefur verið skipuð, þó vér vitum
ekki hvenær, til þess að gera tillögur um „hvernig tiltæki-
legast þyki“ að koma þessu fé í lóg, en það ætti að gera
sem fyrst, áður en það verður að þrætuepli, sem það verð-
ur jafnskjótt sem mesta ríkidæmið fer af okkur aftur.
Þar eð peningurinn kemur oss að litlu gagni úti í Bret-
landi, stingum vér uppá því, að nefndin sé þegar í stað
send til Bretlands, hátt assúreruð uppá lcostnað og ábata
mæðuveikissjóðs. Skal hún fyrst ganga í bankann þar sem
aurinn er geymdur og fá að sjá hann, og þegar hún hefur
sannfært sig um tilveru hans, skal hún fyrst og fremst
hirða af honum ómakslaun sín, en að þeirri aðgerö lok-
inni treystum vér því, að sjóðurinn verði ekki digrari en
svo að fimm menn geti smúlað honum út úr landinu í vös-
unum.
Samial um daginn og veginn
Æ, hvað það gat verið gaman að sjá yður, frú Moðbáss!
Það má segja, að séu sjaldséðir hvítir hrafnar!
Æjá, ég átti hérna leið um, því hvar haldið þér, að ég
sé búin að sitja allan daginn, nema niðri á Búnaðarþingi.
Þér meinið það ekki, frú Moðbáss! Þér ætlið þó ekki að
fara að vega á móti flóttanum úr sveitinni og flytja úr
höfuðstaðnum?
30