Spegillinn


Spegillinn - 04.09.1942, Blaðsíða 7

Spegillinn - 04.09.1942, Blaðsíða 7
XVII. 16. SPEGILLINN Mmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiitiitiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii, miiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiii ÞINGIÐ 1 hvert skifti sem þingið situr, láta einhverjir velunnarar þess, sennilega verandi eða tilvonandi þingmenn, blöðin hugga sig og landslýðinn á því, að þetta eða hitt merkismálið muni gera þetta þing minnisstætt og merkilegt í sögunni, þegar þar að kemur. Er varla að efa, að þessar greinar séu hið þarfasta móteitur gegn þeim són, sem þráfaldlega kveður við, bæði í blöðum og þó hvað kröftugast manna á milli, hvað orðaval snertir, að þingið sem stofnun sé á fallandi fæti og hverfandi hveli og fyrirgeri óðum þeim snefli af virðingu, sem það kann einhvertíma að hafa átt. Það getur auðvitað vel verið, að menn hafi ekki neina óstjórnlega löngun til þess að vera alltaf að taka ofan og frukta fyrir stofnuninni, en hitt mun miskilningur, að hún hafi verið nokkrum hlut betri í gamla daga, eða að þessir orðlöngu þingskörungar, sem allt af er verið að ónáða í gröfinni með ótímabæru smjaðri, hafi verið miklu skárri en núverandi þingmenn, Spegilsins og aðr- ir, sem nú fylla salina og sjálfa sig. Sannast að segja er ekkert, sem bendir til þess arna og ætti því að hætta að punta þessa framliðnu með neinum geislabaugum, heldur láta þeim bara nægja rosabauga eins og hinum. Vér höfum undanfarið verið önnum kafnir að blaða í þing- skjölum þeim,er Alþingi sendi oss, í von um vinsamlega krítík, og sjáum þá, að eina nýjung höfum vér sennilega aldrei minnst á, þinginu til heiðurs, sem þó mun vera orðin nokkura ára gömul. Hún er sú, að prenta hin ómerkari skjöl á venjulegan dagblaðapappír, en hin merkari á samskonar pappír og Spegillinn er prentaður á, og er það báðum aðilum til sóma. Þó finnst oss nokkuð orka tvímælis um val á efni í þessa skiftingu, t. d. sjáum við ekki ástæðu Hl að hafa lög um innlenda skiftimynt á fínan pappír, ef hún á öll að verða eins og 25-eyringarnir, sem þegar eru komnir til landsins og virðast helzt vera úr galvaníseruðu járni, sama gildir um frv. til hafnarlaga fyrir Grundarfjörð, en skýringin mun samt liggja í því, að Thor Thors hafi kostað upp á betri pappír- inn handa sínu gamla kjördæmi, fyrir að sýna það svart á hvítu, að það vilji engan Sjálfstæðismann nema hann. Enn- fremur má nefna dauðadóm gerðadómsins, því að hann hefði átt að vera á myndapappír, vegna þess, hvað gjörðadómurinn var allt af mikil ómynd, og síðast en ekki sízt þykir oss í hæzta máta óviðeigandi, að setja betri pappír undir frum- varpið, sem lækkar aldurstakmark bílstjóra, og finnst oss yngstu plöntuspírurnar hefðu getað látið sér nægja mogga- pappír undir réttindin sín; þau verða víst ekki svo vel notuð, hvort sem er. Svo að gerðar séu einhverjar athugasemdir á hinn bóg- inn, er það stórlega óviðeigandi, að banatilræði Bjarna Ben. við bifreiðaeinkasöluna skuli prentað á verri pappír. Þar hefði sá fíni átt betur við. I sambandi við þetta getur maður látið sér detta í hug, hvor þingmenn ættu ekki að liggja á því lúalagi að spandera sjálfir betri pappír upp á hverja tillögu, sem þeim er annt um, að sé samþykkt, því ólíkt verða þær líklegri til framgangs í fínum búningi en ófítíum. Svo að vikið sé aftur að því, sem í upphafi segir, verður að finna þessu þingi eitthvað til frama, og þá helzt eitthvað annað en kjördæmamálið, því það meinum við gamli maður- inn, að sé því heldur til vansa en hitt, og mun því ekki fjöl- yrða um það hér, til þess að baka engum leiðindi og ergelsi. Eftir langa leit, fundum við eitt atriði: þetta er sextugasta löggjafarþing, sem háð er í nýjum sið. Væri það ekki upplagt í undanþágu? i 143

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.