Spegillinn


Spegillinn - 04.09.1942, Blaðsíða 10

Spegillinn - 04.09.1942, Blaðsíða 10
SPEGILLINN XVII. 16. iiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiKiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuiiiiiiii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiniiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiim um. Við því svara ég ekki öðru en þessu: „Kom an!“ Mér er sem ég sjái þessa blesa mynda- stjórn, þó , þó! Að minnsta kosti þekki ég Jónas vin minn þá illa, ef hann ætlar að fara að verða kommi aftur; ekki fór það svo vel í fyrra skiptið. Og svo er það bannað í nýju kosningalögunum að vera í mörgum flokkum. Dixi!“ Svo mælir Ólafur. Og hvor aðferðin finnst ykkur fljótlegri, háttvirtir kjósendur, sem eigið að borga uppihald þingsins? Annað dæmi, ennþá grínsorglegra: Þrír láglendingar koma fram með tillögu til þingsályktunar um það, að bílar, sem flytja búsafurðir úr Árness-, Rangár- valla- og Skaftafellssýslu skuli undanþegnir benzínskatti. Þar næst koma þeir Bjarnarnir Bjarnason og Ásgeirsson og bæta við Borgarfjarðar-, Mýra-, Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslum. Þá Skúli og Sigurður Þórðarson og bæta við Húnavatns- og Skagafjarðarsýsluum. (Þetta var að vísu sterkur leikur hjá Skúla að hafa Austur-Húnavatnssýslu með Kvensíða n Nefið. . Það kann náttúrlega að vera, að nefið sé ekki spegill sálar- innar, þar sem augun hafa endur fyrir löngu verið sett í það hlutverk, en þó er nú ekki frítt við, að nefið geti nokkuð líka á því sviði. En hvað sem nú nefið er, í andlegum skiln- ingi, er sjálfsagt að gera sem bezt úr því — en ekki mest. Flestar stúlkur eru meira eða minna óánægðar með sín eigin nef og sumar svo, að þær ná ekki upp í nefið á sér (í óeigin- legum skilningi) og er vel farið, því þá mætti nefið biðja fyrir sér. Gott ráð við óánægjulegu nefi er að láta eins og ekkert sé, en auk þess má nú brúka ýms smá-fiff til þess að gera það sem fallegast. Er það aðallega hárgreiðslan og hatturinn, sem hér kemur til greina. Langt nef. Ef guð hefur gefið yður langt nef, skuluð þér forðast eins og heitan eldinn að skifta hárinu í miðju og greiða það út til beggja hliða, heldur skuluð þér greiða hárið beint upp, því að það getur stytt nefið um marga sentímetra og ef þér hafið bara nógu langt hár og greiðið það hátt upp, getið þér alveg losnað við nefið, sem auðvitað er það allra bezta. Enn- fremur er það sterkur leikur að púðra sjálft nefið með kin- roki eða menju, en andlitið að öðru leyti með hvítu. Litlir, barðalausir hattar eru hreinasta eitur fyrir löng nef, eins og þér munuð fljótt sannfærast um með því að líta í spegil. Bezt er, að hattarnir slúti dálítið fram, helzt þannig, að þeir nái alveg niður fyrir nefið. Verður þá að hafa göt á barðinu til að sjá gegnum. Munið . . . — að það er alveg ágætt að hreinsa gluggarúður með því að nudda þær með sneið af hrárri kartöflu og skola þær síðan með vatni, blönduðu dálitlu spritti. Þó munu ekki allir geta hagnýtt sér þessa vizku, þar sem kartöflurnar kosta kr. 1,80 kílóið og sprittið fæst ekki nema með undan- þágu. Þetta vatn með ofurlitlu af spritti fékkst annars um 146 og láta Jón Pálmason alls ekki komast að). Næst kemur Garðar með Eyjafjarðarsýslu. Þá Einar og Bernhard, stór- huga að vanda og vilja fella niður benzínskatt á öllum bif- reiðum, sem flytja búsafurðir. Og lestina rekur þingmaður vor og vill undanþágu fyrir þær bifreiðar, sem flytja ket. Fór að líkum, að ættjörðin myndi frelsast fyrir vorn tilverknað, því að enginn bíll keyrir langt bílstjóralaus og oftast er eitt- hvað ket á bílstjóranum, enda þótt til séu heiðarlegar undan- tekningar, sem ekki eru nema skinnið og beinin og hvort- tveggja stundum af skornum skammti. Ofanskráður vísdómur um benzínskattinn er sex þingskjöl og hamingjan má vita, hversu mikið kjaftæði um hvert þeirra. Samanlagður hljóðar hann með öðrum orðum: „Benzínskattur skal afnuminn". Með vinnuvísindum hefðu flokkarnir getað hespað málið af á einum degi, að minnsta kosti með svolitlum afbrigðum, en mér er fortalið, að afbrigði séu ekki eins illa séð í þinginu og ætla mætti í fljótu bragði. skeið í apótekum og var þar kallað brennsluspíritus, sem var lítilsháttar misskilningur, þar sem hann var einna hentug- astur til að'slökkva með. — að það er ágætt að hreinsa mjög óhreinar gluggarúður (þ. e. eins og þær verða eftir fyrri meðferðina) með ediki og skola þær síðan með vatni. Edikið er dýrt, en þá má láta nægja að lofa rúðunum að rigna, en til þess er einmitt gott tækifæri, þegar þetta er ritað. — að ef þér nuddið rúðurnar daglega með prentpappír, þurfið þér sjaldnar að þvo þær (eða réttara sagt þýðir yður ekki að reyna að þvo þær). Þetta verður að öllu samanlögðu mikill vinnusparnaður, og kemur sér vel eins og nú er með vinnukraftinn. Sjiakmæli. Gakk þú fyrir hvers manns dyr og segðu hverjum, sem þú hittir, dálítinn sannleika um sjálfan sig -— þá líður ekki á löngu áður en þú verður orðinn mállaus bæði á sannleika og annað. Ósigur á grundvelli sannleikans er betri en sigur á grund- velli lyginnar. Flestir kjósa nú heldur sigurinn, þrátt fyrir aiit. ______ I dagsetningu síðasta tbl. SPEGILSINS er meinleg villa, Þar stendur 21. júlí, en á að vera 21. ágúst. SPEGILLINN RITSTJÓRI: PÁLL SKÚLASON Ritstjórn og afgreiðsla: Smáragötu 14 — Reykjavík. Sími 2702 (kl. 12—13 daglega). Árgangúrinn er 24 tbl. — um 200 bls. Áskriftarverð 15 kr. Einstök tbl. 75 aura. — Áskriftir greiðist fyrirfram. Blaðið er prentað í ísafoldarprentsmiðju.

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.