Spegillinn - 04.09.1942, Blaðsíða 8
SPEGILLINN XVII. 16.
Samtal á förnum vegi
Hvað er þetta sem mér sýnist, frú Moðbáss, þér eruð þó
ekki búin að fá einn bílinn enn?
Nei, þetta er nú sá gamli, síðan í júní, en það er ekki von,
að þér þekkið hann aftur. Ég skal nefnilega segja yður, það
kom dálítið fyrir hann.
En, hvað það gat verið leiðinlegt. Þetta var svo fallegur
bíll, sem allir öfunduðu yður af.
Þeir geta hætt því úr þessu. Nú er hann ekki betri en hver
sardínudós upp úr öskutunnu.
En hvað hefur komið fyrir, frú Moðbáss? >
0, ekki annað en það, að ég var búin að læra á hann og
meira að segja taka próf hjá Clausen ráðherra — og svo ætl-
aði ég nú heldur að keyra heim í dag og var satt að segja að
hugsa um að taka meira prófið, til þess að slá vinkonurnar
út, sem urðu á und,an mér að verða bílstjórar og um þetta
var ég að hugsa og svo um hattinn, sem ég ætlaði að kaupa til
að hefna mín á honum Moðbáss, og haldið þér þá ekki að ég
rekist á ameríkanska leifturtík. Árangrinum þarf ég ekki að
lýsa, því hann sjáið þér.
Já, hann fer ekki jafngóður í einkasöluna, þessi!
Þér meinið, að ég ætti að skila honum aftur í einkasöluna,
eins og hann-Gísli? Já, þér segið nokkuð. Þetta ættuð þér að
fá sjúss fyrir, frú Sunnefja, en að mér skyldi ekki sjálfri
detta það í hug, en það er nú svona, ég er ekki búin að ná mér
enn eftir sjokkið. Það er bara verst, að ég treysti mér ekki
til að koma honum niður í einkasölu og enginn fæst til að
draga hann, enda er það ekki hægt.
Þér skuluð bara heimta, að herstjórnin sendi bíl með hívert
á, til þess að taka hann héðan. Þér getið ekki verið þekktar
fyrir að láta nokkurn mann sjá hann hérna við húsið.
Það er nokkuð til í því. En sannast að segja er ég nú bara
fegin, að trogið skyldi fara svona, því, sjáið þér til: Þetta
var alls ekki bíll við mitt hæfi og þá á ég heimtingu á að fá
annan betri, eins og hann Gísli.
Hvað meinið þér, að hann hafi ekki verið við yðar hæfi?
Jú, hann var alls ekki nógu fínn. Mér fannst það nú allt
af sjálfri, og svo um daginn fékk ég sönnunina. Haldið þér
ekki, að hann hafi staðið inni í porti hjá honum Egli, við hlið-
ina á bílnum hans Vilhjálms Þórs, og unglingurinn, sem þekk-
ir þar á hengilásinn, tekur Vilhjálms bíl en lætur minn kyrr-
ann. Ég veit ekki, hvað þér viljið hafa það greinilegra.
Varð ekki maðurinn yðar ekki afskaplega sár, þegar bíll-
inn fór svona?
Hann veit nú ekki um það ennþá, og hann má verða eins
sár og hann vill, því ég er svo heppin að vita dálítið um hann,
sem ætti að minnsta kosti að nægja fyrir bíl og pels og ryk-
sugu.
Annars er það nú óþarfi að vera að skila troginu í einka-
söluna, þó að þér fáið nýjan. Heldur myndi ég í yðar sporum
selja hann fyrir svo sem átján þúsund, það mun vera dags-
prísinn á svona beyglum, og fá svo þann nýja fyrir 14 — sem
Moðbáss fær að borga, en auðvitað eigið þér hitt sjálfar í
vasapeninga.
Blessaðar komið þér heldur inn, frú Sunnefja, ég held ég
eigi einhverja lögg eftir af púrtvíninu, sem hann Mummi
litli fékk í undanþágu, þegar hann var fermdur.
Æ, gerið þér svo Skál!
Skál!
144