Spegillinn


Spegillinn - 18.06.1943, Blaðsíða 3

Spegillinn - 18.06.1943, Blaðsíða 3
XVIII. 12. SPEGILLINN «iiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiii|Íitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiui helzt er spáð, að verði engin í sumar, af því að Ameríkumenn vilja ekki borga þessar f jörutíu krónur á tunnuna, sem vant- ar til þess að úthaldið borgi sig. Fari þannig ,er ekki annað hægt að segja en það sé sjálfum okkur að kenna. Það er ekki langt á að minnast, að þegar við vorum að selja Ameríku- mönnum matvæli og fengum sæmilegt verð fyrir, hér fyrir nokkru, þutu blöðin upp til handa og fóta með tröllasögur um allar milljónirnar, sem við hefðum grætt á partíinu — með öðrum orðum, að Kaninn væri beinasni í bisniss, sem léti óvalda kúkalabba úti á hjara veraldar snuða sig eftir hálf-, heil- og fjórðapartsnótUm. Mér finnst lítil von, að hann vilji brenna sig á sama soðinu aftur, ekki sízt þegar Roosevelt á víst fullt í fangi með að borga kolaköllunum sínum, svo að þeir eru víst um það bil að stræka. Segjast þeir vinna eins og úlfaldar en ekki bera tilsvarandi úr býtum, Engir munu þó vera eins spenntir fyrir úrslitum strækunnar eins og tóbaks- framleiðendurnir, því að undir þeim er komið, hvort fram- vegis verður reykt ,,Camel“ eða „Lucky Strike“ í landinu. En ég var víst annars að tala um sílarsaltendur og er ef til vill kominn spölkorn frá efninu. Jæja, þeir hafa nú ákveðið að biðja ríkisstjórnina að styðja sig, og er meiningin, að í þessu blaði verði mynd af þeim stuðningi, eins og ég hugsa mér hann. Verði ég svikinn um myndina, kemur hún bara í auðlýsingu í næsta blaði, eins og myndin af Huppahlíð hjá Mogganum, fyrir nokkru. Ekki má það falla úr svona sumarþætti, að Chaplin á í barnsfaðernismáli um þessar mundir. Þó á króginn ekki að koma fyrr en eftir fjóra mánuði, og má segja að ipálaferlin byrji snemma hjá honum. Sjappi virðist ekki hafa haft veru- lega góða samvizku, því að hann lofar að borga með krakk- anum í eitt skifti fyrir öll og vera þannig kvittur. Ku hann 99 Sumarþáttur. Menn eru að kvarta yfir því, að sumrinu gangi hálfilla að koma. Þetta finnst mér alveg óþarfa rella, þar sem almanakið segir, að nú sé komin níunda vika sumars, og er meira en nóg. Nei, það þarf yfirleitt ekki að kvarta yfir því, að tíminn líði ekki — hann gengur sinn gang. Ekki ber á öðru en Er- lendur Pétursson sé orðinn fimmtugur, og sjálfur hef ég aldrei verið eldri en í dag. Níu íþróttamenn komu og vildu setja grein um Erlend í þetta blað, en ritstjórinn, sem mun vera vinur Erlends, bað mig um að minnast hans heldur með örfáum orðum, og skal ekki standa á því. Nægir í þessu sam- bandi að geta þess, að auk bílsins og annara góðra gjafa fékk Erlendur Álafossorðuna, en hana fá ekki nema afreks- menn, og trónar hún nú á brjósti Erlends, við hliðina á fálk- anum og Ítalíukonungi — fyrverandi Abessínukeisara. Sumir hafa spurt oss, hvort Sigurjón hafi leyfti til að stofna orður, og er svarið hiklaust, að til þess hefur hann leyfi, alveg eins og hann l'ystir, enda er engin ástæða til þess, að ríkisstjórnin sé einasti fálkinn í landinu. Nú fara sumarfríin að byrja, og allir, sem vettlingi geta valdið að hópast úr höfuðborginni, þrátt fyrir dýr og illfáan- leg bílför. Mun það ósmáu um valda hinn nýi dagskrárliður útvarps vors „Landið okkar — spurningar og svör‘“, sem Pálmi rektor hefur flutt undanfarið, af miklum skörungs- skap. Einkum er miklum túristastraumi spáð til Mælifells í Skagafirði, því að samkvæmt svörunum við spurningum um landið okkar er það „mest um sig neðst“, og fer ekki hjá því, að forvitna túrista fýsi að sjá slíkt fjall. Miklum óhug hefur slegið á menn út úr síldarsölunni, sem

x

Spegillinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.