Spegillinn - 11.01.1946, Side 5

Spegillinn - 11.01.1946, Side 5
XXI. 1 SPEGILLINN „Nú er eins og hundur liund hitti á tófugreni“ mega vesa- lings kommarnir raula. Alit í báli og brandi milli Sjálfstæðis- ins og Moskvamannanna í höf- uðborginni Og „Þjóðviljinn veinar: HvaS meinar Sjálfstæð- ið með þessu — að vera að ráð- ast á lýðræðið í landinu okkar i Hvað hafa mínir menn til saka unnið? Það eru þó ekki nema fáeinir mánuðir síðan Olafur Thors og Einar Olgeirsson. og Bjarni borgarstjóri og síra Sig- fús stigu dillandi vangadans frammi fyrir alþjóð í fyrirmynd ar ástandsstemmningu. Um nýársdagmn og veginn Ég sat og var að velta því fyrir mér, hvort spilamenn hlytu ekki að vera ásatrúar, þegar dyi’um var hrundið upp án frekari málaleng- inga og inn vindur sér borgarstjórinn okkar — hinn glæsilegi, ungi, sem Moggi kallar svo. „Gleðilegt kjarnorkunýár, Jónki!“, hvæsir hann út úr sér, „þú getur eins talað við mig um daginn og veginn eins og einhvern annan, í þetta sinn.“ „Ókei. Spýttu!“ „Það er nú fyrst og fremst ráðhúsið okkar“, segir stjórinn. „Ég er hérna með teikningu af því, sem þeir hafa gert í'E.K.....“ „Svo það er auglýsingateikning? Lofsveið hreinskilni“, tautaði ég. „Hún er ekki verri fyrir það. Hér sérðu, að húsinu er ætlað pláss í miðri Tjörninni...“ „Loksins höfðuð þið mannsmóð í ykkur til að stynja því upp“, sagði ég. „Já, það var ekki hægt að bíða með það lengur. Þú veizt eins vel og ég, að öll bæjar- yfirvöld, sem hér hafa setið að völdum í manna minnum, hafa viljað Tjörnina feiga, enda hefur hún gengið lofsamlega saman, eft- ir því sem árin hafa liðið, og því ekki að stíga nú síðasta skrefið....“ „Ég sé eklci betur en hér sé fullt af vatni kring um hana“, segi ég. „Vitanlega verður það fyrst um sinn, og þessvegna eru þarna vindubrýr, sem verða dregnar upp, ef fjandsamlegir rukkarar sjást koma lúskándi einhversstaðar. En meiningin er, að hún fyllist smátt og smátt upp af af- fallinu frá okkur, og þá bara seljum við brýrnar.“ „Það megið þið ekki gera, því þá fer heilt þing og meira til, í það að ákveða þeim stað, sbr. Ölfusárbrúna, sem verður sennilega að slá í skeifur, sem enginn getur notað, vegna j:ess, að rnenn koma sér ekki saman um, hvar skuli setja hana.“ „Finnst þér þetta eklci nokkuð fallegt ráð- hús?“, segir stjórinn. „Elcki verður að minnsta kosti sagt, að það sé stíllaust“, segi ég. „Nei, við erum nú búnir að fá nóg af því í íslenzlcri byggingarlist, og þessvegna var ai’kítektinn undirstunginn um það að hafa þarna alla stíla, sem hann gat uppgrafið“. „Já, það er einhver munur eða þegar hann Guðjón er að gera danskan stíl. En hvar verð- ur bíóið?“ „Líklega verðum við að hafa bæði bíó, leik- hús og banlca, eins og í Hafnarfirði, en ann- ars var nú meiningin að sleppa við það og velcja heldur ríkisstjórnina til að lclára Þjóð- leikhúsið..“ „Afsakaðu, en það er nú kallað að vekja UaAdWldUurL Aðalumboðsmaður fyrir Island: ölafur Einarsson vélfræðingur. Sími 4340. Poppirsvörur Rillöng Bókhaldsbækur Verzlunin Björn Kristjánsson Pappirjdelld H Benediklsson & Co Reykjavík 3

x

Spegillinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Spegillinn
https://timarit.is/publication/349

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.