Spegillinn - 01.08.1947, Qupperneq 4
1 3 □
SPEGILLINN
KÍNVERSKI DOLLARINN
er nú alveg' að verða verðlaus, að því er vér lesum oss til í erlendum
fínanstíðindum. Hér væri tilvalið verkefni fyrir nefnd — ef þjóð vor
ætti nokkurn mann eftir í hana — til þess að fara þangað austur og
hirða dollarana, sem þeir gulu fleygja. Gætu bankarnir notað þá upþ
í dollaraleyfi, sem harðskeyttir menn pína út úr Viðskiptaráði og ekkert
er til fyrir.
AUSTUR í BURMA
hafa þeir nýlega stútað átta ráðherrum á einu bretti, og fylgdu þeim
nokkrar. stjórnarráðsblsekur, til vonar og vara. Er ])etta snemmt, saman-
borið við hér, en vér megum ekki hefja slátrun fyrr en 10. ágúst. Menn
hafa verið að velta því fyrir sér, hvernig vér gætum staðið Burma á
sporði í þessari grein, en sjá ekki önnur ráð en bjargast við fyrrverandi
ráðherra, það sem á vantar. Ætti þá að iáta þá ganga fyrir, sem
kunna að vera á eftirlaunum.
BÚIZT ER VIÐ
hlaupi úr Grímsvötnum þá og þegar, sökum þess, að þar hefur hækkað
mjög í, síðan í fyrra. Þjóðhollir menn vona samt, að hlaupið dragist
sem lengst, og helzt þangað til Hekla er alveg hætt að gjósa, enda er
það ekki tilhlökkunarefni ef vér þurfum að hafa vísindamannavakt á
tveim stöðum samtímis og þá ef til vill flytja inn erlenda vísindamenn,
sem gætu, auk alls annars, tekið gjaldeyrinn frá þeim erlendum lista-
mönnum, sem hér þurfa nú einu sinni að vera til að halda þjóðinni í
landinu.
HÁKON VII
eða inn góöi, eins og hann mætti fara að heita, síðan hann gaf okkur
Snorrann, hefur verið sæmdur stórkrossi Fálkaorðunnar, og hefur
þegar þakkað fyrir, sem hann iíka gjarnan má, þar sem hann verður
fyrstur þjóðhöfðingja til að öðlast þennan heiður. Annars minnir oss
fastlega, að orðureglugerðin — en hana lesum vér öðru hvoru, til þess
að geta hagað oss rétt, hvað sem fyrir kynni að koma — mæli svo
fyrir, að menn skuli byrja neðan frá og þá smáhækka sig heldur, með
auknum verðleikum. Vera má, að konunglegir menn séu hér undan-
þegnir, svo að Hákon eigi ekki að vera jafnmikill riddari og Sigurður
Halldórsson.
RÍKISSPÍTALARNIR
hafa nú fengið keyptar þvottavélarnar úr Camp Knox, en þetta
munu vera fínar vélar, sem margir aðilar hafa haft ágirnd á. Þó
voru kaupin bundin því skilyrði, að spítalarnir taki þvott af bænum.
Sé þetta satt, og hitt með, að byrjað verði á því að þvo bæjarreikning-
inn, má ríkistauið biðja fyrir sér, og hætt við, að það verði orðið illilega
kvolað, þegar að því kemur.
AMERÍSKUR
rithöfundur af lakara taginu, en berandi nafnið Winston Churchill,
er nýlega látinn. Menn munu hafa tekið eftir því fyrir skömmu, að
blöð og útvarp sögðu, að gamli Skúrki væri risinn af sóttarsæng og
hinn hressasti, en það var reyndar í tilefni af afgangi nafnans, sem
hafði hrellt hinn alltof lengi með tilveru sinni einni saman.
¥
TUTTUGU MÖRGÆSIR
hafa verið sendar frá Suður-Afríku til dýragarðs eins í Manchester
(en ekki í Effersey, eins og sumar heimildir telja), og voru fluttar
í flugvél. Hafa nú mörgæsir um allan heim ákveðið að nota flugleysi
sitt til þess að fá innflutningsleyfi fyrir flugvélum, sem þær svo ætla
að selja á svörtum markaði jafnharðan og þær koma til landsins. Ku
þær gera þetta „af efnahagsástæðum", en alls ekki til þess að græða
á því.
"Réttarsætt" á Norömannanappleiknum.
í vísi
lesum vér oss til, að strangra varúðarreglna sé gætt í Bandaríkja-
þinginu, þegar áheyrendum er hleypt inn. Er þeim endavent og detta
þá út úr þeim hnífar, tappatogarar og önnur bitvopn, en þau eru
skrekkur valdhafanna. Þykir blaðinu einkum sárgrætilegt, að menn
megi ekki hafa toppatogara með sér til þings. Þetta skiljum vér vel,
en meiningin mun vera, að mönnum skuli ekki haldast það uppi að
drekka Svartadauða innan þinghelginnar, heldur fínni drykki, sem
hafa patenttappa í sér og þurfa því enfcan togara. AV.: Degi síðar
lesum vér aftur í Vísi, að þetta sé í þiiigi Búlgaríu en ekki Banda-
ríkjanna, og urðum vér harla fegnir að heyra, að Kanar skuli ekki
vera orðnir hræddir við einn tappatogara.
ÞJÓÐVILJINN
getur þess, að Molotoff sé eindregið mótfallinn öllum yfirgangi við
smáríki. Oss finnst þetta hraustlega baulað af félaga Toffa, og engin
tilviljun, að Þjóðviljinn skyldi hafa það eftir, en ekki Ólafur Thors.
Þó er ekki að sverja fyrir, að hann kunni að nota það á Suðurnesjum.